Nafn skrár:SofDan-1905-03-19
Dagsetning:A-1905-03-19
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

28/3'05.r. 31/3

Skeggjastöðum 19. marz 1905.

Hjartkæru foreldrar mínir!

Jeg óska ykkur marg faldrar blessunar á árinu sem þú byrjar nú elsku mamma mín!

Jeg ljet landpóstinn fara línu lausann síðast í því trausti að jeg fái eins fljóta ef ekki flótari ferð með ein kverjum eym dallinum.

Hjeðan er nú allt bærilegt að frjetta, blessuð hláka og blíð veður, og heilsan þolan leg Sumir voru orðnir tæpir með hey en vonandi er að nú sjeu harðindi á enda

þá er nú kjörskárin komin að Sauðanesi og þessir 3

prestar á, sír Jón Stafa felli sr. Jón skeggjastöðum og sír Árni próf. á Skútustöðum. Hver hlýt ur kosningu veit enginn enn Mig mynnir jeg skrifa ykkur það að H. br. sókti um brauðið ó beðinn fyrir Jón minn, og að hann (bóndi minn) skrif aptur og biðja Halld. að taka umsóknina aptur ef tími væri til, en nú hefir það brjef komið í ó tíma og því komið sem komið er Jeg vona samt að það verði okkur til blessunar skipti ef þau verða, sem állir sem við okkur mynnast á þetta fyllyrða að muni verða. Jeg var nú sömu skoðanar og H. að einmitt vegna vanheilsu manns mins væru skipti góð af því brauðið gefur

á mjer af báðum vísifingrum og og hægri neiðar endna og gjörði ráð fyrir að þurfa að svæfa mig Jeg er búin að hafa bólgu í kringum nagræturnar síðan i sumar, og talsverð ónot af því; Eins og vant er rekur maður alltaf í, það sem van heilt er, eg eins og allir vita þarf jg að brúka alla mína puta, þþá jeg þurfi að líkindum að hvíla þá tíma á eptir meðan neglurnar eru að koma aptur. Rjett í þessu heyri jig að "Kong Inge" egi að koma á morgun með vörur til Halld. í Höfn, fær þá brjef mitt góða ferð, bara að þið getið lesið klórið. Heilsið öllum heilög um og verið góðum guðí fal in af manni mínum og mjer

ykkar elskandi dóttur

Fíu

meira í aðra hönd sje held ur leið til að taka sjer að stoðar pr. En jeg finn vel fyrir mína parta að jeg er ekki fær um að setjast í sæti frú Hólmfríðar þessa miklu og merku konu og kvíði jeg því skiptunum. Jeg segi nú annars að jeg hvíði alldrei neinu og ættla því að reyna að gjöra eins í þetta skipti Jón læknir er fyrir norðan nú, hann var sóktur til að lækna brjóst á stúlku á Sauðan. sem hrætt er um að hafi krabba mein það er stúlk an sem átti barnið sem Pjetur er nefndur faðir að frök. Ásta þekkir það. þegar læknirinn kemur til baka ættlar hann að kippa 3 neglum af fingrunum

Myndir:12