Nafn skrár: | BenAra-1879-01-12 |
Dagsetning: | A-1879-01-12 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 4415 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Benedikt Arason |
Titill bréfritara: | bóndi |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1841-10-15 |
Dánardagur: | 1923-05-05 |
Fæðingarstaður (bær): | Stóruvöllum |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Bárðdælahreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Völlum (í Víðirnesbygð) 12 Januar 1879 Kæri frændi. Tilskrif þitt af 13 Maí f.á. þakka jeg þjer kærlega, jeg meðtók það ekki fyrr en 4a Aug. og var það nokkru seinna en önnur brjef komu sem þó voru skrifuð um sama leiti, og hefur þeim flækingi máské valdið það, að þú skrifaðir lítið eitt rángt utan á það "Fljótsbygð„ í staðin fyrir Nokkrir sáðu korntegundum, helzt hveiti og byggi og lukkaðist allvel hjá sumum, en sumstaðar, eyðilagðist það af ofþurki fyrst eptir sánínguna, garðjurtir misheppnuðust víða hvar mjög mikið, mest af ormi, hjá mjer spruttu allvel næpur, og Bornhólmskar rófur, Kálhöfuð mjög lítið, dálítið af Tóbaki, pumkin og Sqash vel og það litla (hjerumbil 30 korn) af Mais sem jeg sáði spratt vel, Sugar beet (sikur betar) og Mangel sæmilega, Salat vel, en laukur, Carrot, (einskonar gular rófur) parsley, rhubarb og fleyra sem jeg man ekki að telja, varð alveg ónýtt þú gétur sjeð af Framfara hvað uppskeran er hjer í Nýlendunni og hvaða lifandi pening við höfuð með fl. því nú er verið að safna til búnaðarskýrslunar sem svo á að prenta, eins og þá sem kom út í fyrra í 17. Nr. Framf: - jeg gét þess aðeins, að jeg hef 3 Kýr og 3 Kálfa, og það er allur minn lifandi peningur, mjólkin er 5 pottar á dag nú sem stendur, nú sérðu hvað við höfum til fæðu nefnilega fisk, Kartöflur, mjólk og smjör, og þess hef jeg aflað mjer sjálfur, þar að auki höfum við lítið eitt af hveiti, nú er smátt um vörur til að kaupa fyrir hveiti, klæði og skæði, og fleyra sem maður má ekki án vera, Kartöflur vill enginn kaupa, þær voru boðnar í haust fyrir 25 og 20 og sienast 15 cent 1 Bush. (60 P) og seldust ekki, smjör er að falla í verði um leið og járnbrautin kom til Winnipeg svo það var keypt þar inn á Markaðinn fyrir 15 cent pundið, en af því hefi jeg kanské 30=40 pund til sals, og það eru allar vörurnar, svona er nú Búskapurinn minn hjerna, fólk mitt alt Kona og 4 börn eru nú við bærilega heilsu, jeg hef verið rýr um tíma, og er, lasinn af Augnveiki, jeg vona að mjer skáni það þegar frálíður, en brjóstveiki ber jeg líklega til grafar, heilsufar manna yfirhöfuð má nú heita með bezta móti. Hvernig líst ykkur á Framfara,? þikir ykkur hann ekki ætla að verða fullkomið skammablað? það vesta af öllu sem hann hefur haft meðferðis er greinin frá Jóhanni Briem til Sr. Jóns Bjarnasonar, það er annars mikil bót í því sem Halldór ritar aptur á móti Jóhanni, en það er ekki nóg, því margir hafa orðið gramir útaf þessu og þikir sem er, að Sr. Jón hafi orðið þar fyrir óverðskulduðu álasi, Um Sr. Pál Þ.s. gét ég fátt sagt þjer umfram það sem þú heyrir í Framfara og það litla sem jeg hef áður sagt þjer, hann hefur nú nóg að gjöra að gánga á milli safnaða sinna 1 er í Wisconsin 2. í Minisóta 3. í Dakóta 4. í Winnipeg og 5. hjer í nýlendunni (eður öllu heldur, 3 hjerna) þeir sem hann veitir Kvöldmált:sakramtenið verða að játa það fyrir honum að þeir trúi því, að þeim veitist hinn sami líkami og blóð sem hjekk og útrann á krossinum, en þá gékk þó gamli Saura Gísli frá, það kom annars hik á flesta aðra, en þá sagði Sr Páll til þeirra: "Og seigið þið já„ og þeir hlíddu, en betur þikir mjer Sr Pjetur tala (Sjá P. Pjetursson Prédikanir. Reykjavík 1856. bls. 250 8 línu a.n.) um þetta efni, heldur en Páll, og svo mun verða um fleyra, Nú vildi jeg seigja þjer dálítið af stöku mönnum sem þú þekkir: Jónas Kortson geingur nú um göturnar á Gimli, búinn eins og tíginn maður, og "lifir í dýrðlegum fögnuði og vellistingum pragtuglega„ og tekur ekki handtak, Margrét hefur atvinnu við að prjóna, og hamast, en Sigfús og systir hans eru í vistum, og leggja kaup sitt til Foreldra sinna. Bángastaða Hans gamli er giptur ungri stúlku af Austurlandi sem Guðný heitir, þaug eru blásnauð bæði snemma næstl. sumar fóru þaug upp til Winnipeg að fá sjer vinnu, þá vildi það til þeagr Hans var að smíða þar bát, að Guðný stal plánka, ensk kona sá til hennar, og biður hana að gjöra ekki þetta, hún skeitti því ekki þá sagði hin enska Lögreglu manni til, sem þegar tók Guðnýju og setti hana í svartholið, þar sat hún 2 dægur, og var svo sleppt, en Hansi þókti lakast að hún var þá í vestu fötunum sínum (líklega í þessa stálsferð) en honum gékk skár í þessum sökum, ef það er satt sem nú er sagt, að hann hafi stolið 50 dollara gullhríng, og víxlað honum fyrir annað gull, við annann mann. Ingibjörg Guðmundsdóttir Ólafssonar frá Nesi, fór vestur ásamt okkur, og hefur optast verið kölluð síðan Káhetu Himba, hún fór til Winnipeg, og gjörðist þar því sem næst: The servant of the Queen, hún hefur komist í góðar vistir, og haft gott kaup stundum 15 doll. um mánuðin, og þar að auki hagræði á kvöldin, og á þó ekki bót fyrir bjeið á sjer, hún er nú gipt enskum hermanni að sagt er. Jón Sigurjónsson frá Einarsst: og Jón Magnúss: fyrr á Maná bús. hjer í Bygðinni, þeir eiga sína stjórnarlánskúna hver, og eru báðir í mesta basli, Ásmundur gamli frá Nýabæ, sem býr hjer rjett við hliðina á mjer í Brautarholti lifir nú við bærilegri kjör, síðan hann fjekk peninga sína að heiman, Einarstaða Stefán kom hingað til Nýlend: og fór norður í Mikluey, svo veit eg ekki um hann meyra. Halldór Jensson heyrði jeg sagt að hefði orðið eptir í Ontario, en til Laugasels Finns hef jeg ekkert frjett hvert hann hefur farið eða ekki, nokkuð að heiman, Sigurbjörn frá Jallstaðaseli dvaldi hjer (í Nýl:) hjerumb: 2 mánuði og fór aptur alfarinn til Dakóta með Benidikt Jónssyni frá Mjóadal, Benidikt Jónasson er kominn líka þángað, 20. August n:l: komu Vesturfarar híngað að Gimli, núna skömmu fyrir Jólin dó Halldóra Jóns dóttir, Bergþórssonar fyrr á Øxará í Bárardal, hún var kona Benidikts Guðlaugsson (hjer) í Baldurshaga, Jeg læt hjer með fylgja lítilfjörlegann uppdrátt af meiri hluta Víðirnesbygðar, víða vanta bæjanöfn, sum eru ekki komin enn, og sum þekki jeg ekki, bygðin er orðin meyri suður og upp og svo vestur frá Gimli * og géti jeg gjört þetta, ætli jeg að gjöra þennan blett að engi,_ Veiðiaðferð mín, og flestra hjer, er í fæstum orðum þessi: jeg hef net fyrir Gullaugu, 15 möskva djup, möskvinn er samanlagður 3 1/2 þuml. og hjerum 15 faðm: laung, felld. 1 faðmur milli fjáa og kjáa. flárnar eru fet á lengd og bundinn annar endinn við þininn, utanum neðri þininn er likkju rent í rúmsnöru og sömuleiðis utan um steininn sem nú er kölluð kljá, þetta er gott til þess að geta leist steininn úr þegar greiða þarf, og ekki eins flókagjarnt sem bein og soppar er tíðkuðust heima, sumir hafa rúmsnöru utan um endann á flánni líka, jeg íminda mjer að Mývetningum væri gott að taka upp þennann útbúnað á netjum sínum, og segðu þeim að jeg seigi að þeir sjeu heimskingjar ef þeir reini ekki þessa aðferð. - fyrir Pice (pæk) er möskvin 5 til 5 1/2 þ. 12-15 möskva djúp, 20 faðm. laung 1 1/2 faðmur milli fláa og kljáa, feld til þriðjúnga, og 3 möskvar á fellingu hverri, - fyrir hvítfisk er möskvinn 5 1/2 til 6 bund, 15 til 18 mösk[va] djúp um 20 faðm. laung. feld til helminga eða þvínær, (og eins fyrir gullaugu) flár og kljár einsog fyrir Pice. - jeg hafði 20 aungla á línu (með faðmsmillibil) í sumar fyrir Kattfisk, mest aflaði jeg 6 í einu yfir 1 nótt og var það bezta veiði, jeg batt hana milli staura sem jeg rak ofan í Vatnsbotninn og hafði á henni 3 flár til að halda aunglunum frá botni, og hafði Gullaugu smáskorinn fyrir beitu, sumir hafa reint að brúka dráttarnet, og hafa aflað nokkuð en ekki sjerlega vel með þeim. Hjer fylgir með á miða mind af helzta laginu sem við höfum á fiskibátum okkar, þeir hafa engin bönd eða rengur, jeg er nú orðinn vanur við að smíða þá, og gét smíðað bátinn einsamall á 2 dögum, ef alt efnið er við höndina, þeir eru sterkir og stöðugir, en gánga ekki vel þó fullgóðir þar sem ekki þarf lángt að róa, þú gétur reint að smíða sona ferju á Laxá, og Sigtr: í Kasthvami gæti vel brúkað svona bát á Kringluvatn, það er svo mörgum pörtum kostnaðarminna en að smíða bittur og pramma, eins og þeir tíðkast hjá ykkur, svo gétur hver smíðað þá, sem er ofurlítið hægur, - þar sem þú spyrð eptir garðyrkju verkfærum okkar, þá er það fljótt talið, það sem jeg hefi, það er "grobbhófur„ sem þjer þikir svo ljótt að kalla svo, og "garðhófur„ eða ef þú vildir kalla það hlúgunarjárn, og svo búið, sumir hafa plóga líka dönskum plógum, og einskonar herfi brúka menn hjer, þau eru þrýhyrnd (eru kölluð "drags„) (Framfari lýsir þeim í 17 Nr f.á.) 3 hreinsunarvjelar eru komnar til Nýlendunnar, þeim er snúið eins og hverfusteini, innaní vjelinni er kall með spjöldum sem blæs hismið burtu, um leið og hún sigtar kornið þegar búið er að þreskja það, sem gjört er með tveimur spítum Þinn vinur og frændi Benedikt Arason Eskr. Hefur ekki Sigfús í Múla kjent ykkur einhvern búhnikk, síðan hann kom að vestan? hann hefur þó sjeð svo mikið að hann ætti að géta það. Nú er kominn 16. Jan. |