Nafn skrár: | SofDan-1905-09-17 |
Dagsetning: | A-1905-09-17 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns |
Safnmark: | Lbs 3524 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | foreldrar |
Mynd: | ksa á Lbs. |
Bréfritari: | Soffía Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1862-03-03 |
Dánardagur: | 1907-02-23 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 17. september 1905. Hjartkæru foreldrar mínir! Ástar þökk fyrir bæði blessuð brjefin ykkar frá síðasta mánuði. Nú er komið að því að búa kaupfólkið okkar til burtferðar og er þá opt lítið um tíma til brjefa skripta það fara nú reyndar ekki nema tveir kaupamennirnir okkar með þessari ferð og svo Gróa með Sófus Marinó; Hún fer með Gísla kærasta sínum suður í Hafnir í sókn Kristins bróðirs. Hún gjörir ráð fyrir að fara i land á Eskifirði gnga innað Hólmum og ná svo í Hólar á Búðareyrinn. Jeg ættla að biðja Gísla fyrir ullar lagðinn eins og vanter, hann verður bæði lítill og vondur til í Skeggj.st. búi, jeg held ein flekkott sje til. Ein kaupakona fór frá okkur með Hólar norður um dagin svo verður ein eptir og tveir kaupamenn það er strembið að þurfa að borga þessu blessuðu fólki fullt kaup og hafa ekki haft betra uppúr vinnu þess en fengist hefir í sumar. Heyskapurinn lítill og mest allt hey hrakið, og afli í lakasta lagi, það er gagn að maður á von á að fara að græða þegar maður er kominn í Sauða nes!! Annað sagði frú Helga mjer það var sorglegt að heim- sem hann hefir stöðugt brúkað seinnipartinn í sumar Ossa litla er alltaf að biðja mig að fara austur og lofa sjer að fara með. Ef jeg og þið lifið lengi langar mig til þess ein kvern tíma, en finnst ykkur að jeg ætti að láta það eptir henni, að taka hana með, er það ekki of mikill átroðning ur sem jeg geri að sitja á þriðju viku með annan mann, Segið mjer eins og ykkur finst vera, Jeg hef alltaf sagt henni að láta sjer ekki detta slíkt í hug. Nú bið jeg ykkur kæru foreldrar að heilsa frá okkur hjónunum vinum og vanda mömmum, svo bjum við himna föðurinn að vera ykkur styrkur og stoð í ellinni svo mælir ykkar elskandi dóttir Fía. koma bræðranna skildi vera svona mæðu blandin. Ekki hefði mjer litist á að þið hefðuð farið með blessuðum Kristni þó hann |