Nafn skrár:SofDan-1905-10-21
Dagsetning:A-1905-10-21
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

12/12'05

Skeggjast 21. október 1905

Hjartkæru foreldrar mínir!

Astar þökk fyrir elskulegu brjefin ykkar, sem jeg hef nú engan tíma til að borga, en vil þá með þessari síðustu ferð Hólar láta ykkur vita hvernig okkur líður, því miður get jeg ekki sagt að allir sjeu vel frískir. Jón minn er í rúminu í dag og í gær vegna hálsbólgu en jeg vona að það verði ekki verra úr því, mjer finnst hann heldur betri í dag. vesöld hanns hefir orðið til þess að jeg hef haft minni tíma, því jg hef t.d. þurft að skrifa reikn

inguna kaupa folksins okkar sem fór nú í dag, og svo hef jeg orðið að sitja yfir gestum sem hann hefði annars tekið á móti það hafa verið mestu leiðinda tímar hjá okkur að undan förnu. Við höfum haft bæði dúninum og sláttur störfunum að gegna á sama tíma, VIð þurfum að hafa dúninn inn á maskínunni í íbúðarhúsinu en elda allan mat í gamla eldhúsinu sem vant er að elda slátur í á haustin, það er bót í máli að jeg hef tvær stein olíu mask ínur aðra þrí kveik jaða í nýja búrinu mínu (sem mer þykir svo væntum

þau

Brjefinu fylgir rófna þaki til hjónanna sem við biðjum þau að láta vitja, hann var víst merkt ur á Reyðarfjörð D.H. Nú er ekki tími til að rugla meira og maðurinn sem flytur brjefið þarf að komast af stað

Heilsið hjartanlega frá mjer og elsku Ínu fyrir brjefið þá það væri stutt. Ossa fær ekki tíma til að skrifa henni fyrir dúninum

guð annist ykkur elsku foreldrar mínir

ykkar elsk dóttir Fía

Bóndí biður að heilsa

að jeg vildi helst geta flutt það með mjer í Sauða nes það er svo hlítt eins og bað stofa og þiljað allt innan) þið getið nærri hvað húsið (eða bærinn rjettara sagt) muni vera skemti legur þegar við þurfum að vera með dún inn inni. Hreinsunin gengur seint vegna þess að hann hefir ekki verið nógu vel undir búinn Jeg er buin að taka á móti rúmum 50 slátrum Jeg hef haft tvær stúlkur við það með mjer og þrjár hafa verið við dúninn ein að baka tvær að raspa og Ossa og Tava að tína, Dóri og Siggi eru lið ljett við það samt verið að reina að nota

Myndir:12