Nafn skrár:SofDan-1905-11-12
Dagsetning:A-1905-11-12
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

24/12

Skegst. 12. nóvember 1905.

Hjartkæru foreldrar mínir!

Á morgun verður farið meðdúninn til Vopnafjarðar ef veður leyfi ættlast jeg þá til að þessar línur komist í för með honum á það skip sem hann fer með til útlanda GLöð er jeg yfir að sjá á eptir blessuðum dúninum þa ðhefir verið leiðinda tími á meðan hreins unin hefir staðið yfir, sem var í 6 vikur. það gekk svo seint að baka hann og raspa og í mynda jeg mjer að það hafi komið til af illum undir búningi í sumar Jafnframt dúninum varð mað ur að hafa öll vanaleg haust verk, jeg er búin að koma öllu slatri sviðum og tótg frá enda

Dúninn var um 100 lb

veitir manni ekki af að fara að hugsa um tóskapinn, þó ekki sje nema um plöggin Stína gefur okkur nú ekki langan tíma til að vera við hann í næði. Mjer sýnist þykknan vera farin að síga á henni, Hún er svo sem eina vinnukonan sem kölluð er, Jeg held að við sjeum nú alveg frámeð að hafa þau lengur. það er búið að leyfa þeim að hafa vistaskipti að vorina þau komu nl. að hausti, svo maður getur lasast við þau í vor ef maður vill. það er Sigurðar trúa g góða fjármennska sem maður hefir keypt svona dýrt, og enn á maður bágt með að missa hann, alltaf aukast vandræðin með að fá góða fjár menn

í sumar er jeg t.d. búin að taka kram yfirupp á 100 kr þar í þrjú sjöl. Í síðustu brjefunum ykkar slökktuð þið alveg þann litla vonarneista sem hefir alltaf legið falinn hjá mjer, von um að fá að sjá ykkur einkverntíma í mínum húsum, sú von hefir raunar ekki haft neitt við að stiðjast því allt að þessu höfum við engin tök haft á að bjóða ykkur eins gott pláss og þið hafið haft. Jeg sætti mig líka vel við það að vera í fjarlægð við ykkur, aðeins að jeg viti að ykkur líður vel þú mátt ekki halda elsku mama að tengdasonur þinn hefði nokkuð á móti að fá ykkur til sín, það er alveg sama fyrir honum og mjer Blaðið er nú þrotið Tíminn líka. Jeg bið að heilsa Ínu með þakklæti fyrir brjefið þó það stutt væri sömuleiðis heilsast hjónunum frá mjer svo eruð þið (vinstri spássía) hjartkæru foreldrar af okkur hjónunum beztu óskum kvödd ykkar elsk. dóttir Fía

eða nokkra ársmenn, nema samskonar og hann það eru hjón í nágrenninu sem vilja fara til okkar með tvö börn og myndi jeg ekki vilja skipta ef Sr. greiið hefði ekki svo mikla ókosti (með kostann) sem hinn er laus við

Jeg má ekki gleyma að þakka ykkur blessuð brjefin ykkar með Hólar síðas eða er jeg búin að skrifa síðan? jæja þó svo sje þá eru þau alldrei ofþökkuð þú mátt ekki elsku mamma vera að fást um þetta smávegis sem jeg að gamani mínu er að stinga í pokann handa þjer Jeg segi þjer satt að úttektin okkar er svo stór að eins sapust. eða vasaklúts gætir ekki Drand

Myndir:12