Nafn skrár:SofDan-1888-11-XX
Dagsetning:A-1888-11-XX
Ritunarstaður (bær):Söndum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Ís. ?
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

20/2 89. 1/3 89.

Söndum nóvenber 1888

Elskulegi pabbi og mamma!

Guð gefi að þessi miði megi heimsækja ykkur öll heima á Holmum glöð og heilbrigð. Enn þá má jeg taka á þolinmæðinni til að bíða eptir brjefum að heiman frá ykkur sem eg þrái meira en nokkru sinni fyr, því þó jeg sje að reyna að gefa sjálfri mjer góðar vonir, er óttinn alldrei langt frá, ótti fyrir að heyra eitthvað annað en vellíðan ykkar. Okkur hjer Sanda búum liður el hvað heilsuna snertir það helsta sem amar að er það sem við þekkjum sem er heldur er við leikar á að skoffa

það sem liðið er þess biður ykkar sama Fía.

allt það sem með þarf til heimilisins sem ekki er svo lítið, þar sem allan mat þarf að kaupa til heimilisins svipað og fyrstu árin ykkar á Hólmum, því þó þau hefðu einn mann við sjó í vor má nærri geta að það segir ekki mikið ekki síst þegar þau voru svo heppin að fá það fólk sem þarf framtað tveggja manna fæði hver! og svo reyna þau að skera sem minst, því annars ættlar fjeð ekki neitt að fjölga, þar sem hann neiðist til að borga með því kaupafólkinu, og kaupmanninum eitthvað, hann þyggur sitt það er það slæma við það að hann þarf að farga svona fjenu, annars yrði hann ekki lengý að fá góðan bústofn og þess þarf hann með ef hann á að geta lifað hjer og eins þyrfti hann að

P.S. Jeg óska að árið sem í hönd fer verði ykkur gleðilegra en

ekki trúað hvað hírnaði yfir mjer í fyrradag þegar vefstóllinn kom heim -sem Kristinn fjekk hjá Ameríkufara í vor- og jeg sá að honum fylgdi hesputrje, því jeg var farin að dauð hvíða fyrir að sjá alla vinda þráðin() af mældunum og þurfa þess sjálf ef við spinnum eitt hvað. það var ekki hugsanlegt að fá það annar staðar því hjer þekkist það varla svo jeg veit ekki hvaða lukka þetta gat verið að fá það svona uppí höndurnar, vevstóllinn kostaði 25 kr. með öllu tilheyrandi, og er hjerum bil nýr.

Fyriðgefið nú elsku pabbi og mamma mín þetta litla brjef og takið vilja minn á að skrifa ykkur fyrir fullgilda vöru verið svo góðum pedi á hendur falin af

ykkar elskandi dóttur Sofíu

hafa fleiri menn við sjóinn, en hjer er ekki gripið upp fólk heldur en sumstaðar annarstað eða rjettara víða annars og eins og Kristinu hefir skrifað ykkur hafa þau, þar til nú, verið óheppin með vinnu fólkið sitt, sem hefir borið þau út og skrökvað upp á þau, svo fyrir þá sök verður þeim ekki betur til en hverjum öðrum með að fá fólk. Jeg veit ekki hvort Kr hefir sagt ykkur nokkuð af heyskapnum í sumar hann fjekk víst eina 300 hesta af heyi, liðuga 100 af því töðu, á það er settr fjórar kýr fimm hestar 60 70 fjár. Jeg er nú búin að skíra ykkur að nokkru leiti frá búskapa ástandinu á Söndum, hvað sem jeg á svo að segja ykkur. Jeg get ekki sjerstaklega sagt neitt af mjer sjálfri, nema þið getið

Myndir:12