Nafn skrár:BenHal-1878-07-18
Dagsetning:A-1878-07-18
Ritunarstaður (bær):Leith, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Leith 18 Júlí 1878

Elskulegi Torfi minn

Af ást og alúð þakka jeg þjer alt gott mjer og mínum auðsind þú hefur nú víst frjett hvað okkur leið þar til við fórum af Borðeiri Enn samt ætla jeg að gjeta þess að jeg var í Bæ í 6 daga að gjera við og smíða hrífur og hafði þar fæði og 7 Kr að auk hitt var jeg á Kjörseiri og Bjartur var þar allann tímann og hafði fæði og 4 Kr 50 aura að auk og Sigríður var þar líka að sauma og borgaði Jóhann það með sóma eins og Finnur okkur Bjarti var með snild Eins og og þú hefur frjett fjekk hver sína krónu í Borðeiri fyrir biðina jeg 26 Bjartur 13 Skipið

kom eins og vonast var eptir, nafn og stærð þess hefur þú víst frjett, rúmið á skipinu var gott og jeg held allir á nægðir, við fórum á Skip á Borðeiri 11 Júlí og á stað það um klukkan 5 um kvöldið og komum á Akureiri um morguninn kl 9 við feingum gott veður Sigríður mín og Margrjet frá Brekku voru fremur lasnar af sjósott, fórum af Akureiri 12 um kvöldið kl 10 þar bættist við rúmir 90 emígrantar morguninn eptir kl 10 voru við að fara yfir lánganesröst þá var hvass og fremur slæmur sjór og margir sjó veikir, helst konur, fyrir austur landi var hvass sunnan og þoka og slæmt að finna Berufjörð Komum á Berufjörð 14 dag júlí um morgun kl 6 og hrestust þar allir í góðu veðri á djúpavog fórum þaðann sama dag um kvöld kl 10, Jeg var fremur óheppinn með að koma á djúpavog að því leiti 2 bræður mínir voru nílega

farnir þaðann þá jeg kom og mun þeim hafa þætt það líka slæmt

15 dag var gott veður og lítill vestann vindur og þóttust skip stjórar fara 10 mílur á klukkutíma, Komum á höfn í Þórsá að kvöldi 16 kl 6 ekkert saðstaðið við þar 17 gott veður lægð allann daginn allir fríkir komum í Leith kl 5 um kvöldið og þá fyrs fór jeg að sjá manna verk og óskaðaði þá að Torfi væri kominn til mín og jeg hefði noa peninga Jeg er ekkert að lísa fyrir þjer hverninn mjer þótti þá við vorum að marra með hægð þángað til logs að skipinu var fest og stíga mátti af borði í land og strax var lokað af aptur þar við fórum inn og geingið ifrum Margir fóru í Búð um kvöldið og keiptu sjer Skó og vorum við hjónin og Bjartur í þeim flokki og keiptum sína skon á hvert als var keipt um kvöldið af vesturförum 42 pör skór annað ekki því kominn var nótt

og átti að vera til búið í járnbraut kl 5 um 0 morguninn þann 18 so það varð lítið um svefn fyrir sum sem voru að hugsa um að skrifa heim og hvernin mundi ganga í jarnbrautinni næsta dag so var nú ferð búið klukk hálf 6 það var klukka í sama vagni sem jeg var og eptir henni vorum við 2 tíma 9 m, það er sú skemtilegast ferð sem jeg man enn að sjá akrana eingið Trjen Blómin og Bæina um þann tíma sem allt er í blóma og eins og náttur breiði sig út til að sína fegurð sína sem best þetta er þjer full ljóst hjeðann og mikið betur enn mjer og datt mjer í hug að von hefði verið þótt þjer hefði þótt skjemtilegt að vera hjer bóndi og eiga eihvern fallega akurinn (því sama datt mjer í hug) hjer í Glaskó hefur mjer mest leist enn þó geingur hjer eirna mest á af því sem jeg hef sjeð í veröldinni

Myndir:12