Nafn skrár:SofDan-1889-03-18
Dagsetning:A-1889-03-18
Ritunarstaður (bær):Söndum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Ís. ?
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

16/6 89.1 5/7.

Söndum 18. marz 1889

Elskulegi pabbi og mamma!

Jeg má nú til að rispa í flýti nokkrar línur til ykkar og vil jeg byrja þær með því að óska þjer elsku mamma mín allra sannra gæða á árin sem þú nú byrjar þann 20. þessa mánaðar já, þess óska jeg ykkur báðum, og þar næst þakka jeg þer elsku pabbi minn fyrir þitt góða og mjer mjög kær komna brjef Jeg svara þvi sem þú segir í því að jeg helda vildi kanski vera ameríka en heima hjá ykkur á þá leið að hvað gott sem jeg á annar staðar vil og hvergi eins vel

vera og hjá ykkur kæru foreldrar hvort heldur um það er blítt eða strítt sem jeg á að taka þátt í með ykkur Mjer þykir líka mjög væntum að þú ættlar að senda mjer fargjald því Kr br. ætti vart er vitt með að útvega mjer það og þó hann eignist peninga eru víst nógar holur til að stinga þeim í eða á annanmáta þarfir fyrir þá.

Jeg hef farið einu sinni niður á þyngeyri síðan jeg skrfiað síðast, við fórum þrjú með Holti hjonunum þangað og vor um þar ergott eins og í veistu lifa svindil au voru næst um því viku hja okkur blessu

að fyrirgefa að jeg sendi þetta miss kunarlega brjef. Jeg fer senn ekki að kæra mig um að skrifa svo mikið þar í jeg er fyri löngu farin að hugs heim til ykkar og dreymir þangað á hverri nóttu og jeg hlakka til að koma heim og vonaað systir minverði þá komin á verulegan bata veg.

Guð gefi ykkur góða nótt og allt vetra en beðið fær ykkar elskandi dóttir

Sofía

E.S.

Ída biður kærlega að heilsa

prófast hjónin þau eru okkar beztu gestir. það var buin út sleði sem við þrjár gátum setið hja og svo riðu þeir prófasturinn og Kr á reið hestunum hjer og Kristinn hjelt í taugin á sleðan og þátti þeim systrunum það ágæt skemtun

Mjer er víst betra að hætta en að halda á fram með slíkt klár sem þið að líkindun ekki getið lessið jeg er orðin svo sifjuð að jeg get ekki skrifð nema eitt og eitt orð svo rek jeg pennanum i og skrifa þá stafi sem eýttu hvergi heima

Jeg bið ykku þá kæru foreldrar

Myndir:12