Nafn skrár:SofDan-1895-XX-XX
Dagsetning:A-1895-XX-XX
Ritunarstaður (bær):Vopnafirði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

23/6 95

Stödd á Vopnafirði á TríniTaTishátið 1895

Elskulegu foreldrar!

Hjartans þökk fyrir allt.

þá er jeg nú loksins komin á Vopn afjörð. Thyra náði hingað kl. 2-3 í fyrri nótt. það var ógn gott í sjó milli beggja fjarðanna, svo jeg hef alldrei verið jafn lítið sjóveik og nú

Hjer frjetti jeg að sjera Jón sje alltaf að friskast. Hann hafði fylgt Axel á leiðis þegar hann gisti á skeggjast. svo eptir því reikna jeg að hann muni vera töluvert sterkur. Gunna hvað vera á fótum en vesöl. Hjer í húsi Guðjóhnsens haf einlægt verið veikindi í vetur, þegar frú þ. var komin á fætur lagðist Gunnþórun dóttir hennar og lág í 5 vikur, en nú er hún alltaf að hressast, frú þórun sjálf er enn með veikum burðum og klæðist ekki

Hjónin hjer biðja mikið vel að heilsa ykkur.

í dag, jeg held mikið vegna þess að hun hefir ekki þolað ónæðið sem Thyra gjörði í fyrra nótt.

Jeg er ekki alls kostar ánægð með með ferðina á fluttningnum mínum. Jeg dreif mig á fætur um nóttina þegar skipið var búið að liggja hjer litla stund, og ættlaði að vera við þegar það væri tekið upp og beið og beið og alldrei sá jeg neitt tekið upp með mínu marki, svo jeg spyr aptur flutningi merkTan S.D. mjer er þá sagt að hann sje komin í land, Hann hefir verið efstur og því birjað á honum. Svo komst jeg strags í land, og fór gagngert þangað sem allt fragt-gott var lagt upp og það var í ljóta grjót og moldarflagi, þar lág mitt dót undr ímsum vorinn og hafði verið lagt mjög óprúttnislega frá sjer t.d. söðullinn minn undir þungum kössum og pokum neðstir í moldinni, vaxdúks strauginn í klessu undir komóðunni og er fra

þar við) allt mitt rusl, og þar lág það þar til menn G. komu heim. þetta er nú orðin löng saga en hún er samt ekki búin þegar jeg var búin að telja saman stykkin strags sem þau komu í land varð jeg þess áskinja að það vantaði 3 nl. kistuna, stæðsta pokann og eggjakassan, Jg bað þá mann sem fáir um borð að segja þeim þar hvað vantaði, en þeir sögðu þar að það væri ekki til í skipinu, það væri allt komið í land, og stírinn. hafði orðið vondur yfir þessu stagli; því það var tvívegis búið að koma um borð og leita í landi í milli bili, og Jeg er þess fullviss að það kom ekki í land hjer því jeg var sjálf við leitina og engin hlutar var borin burt fyr en Thyra var farin Jeg ímynda mjer sjálfsagt að því hafi verið skipað upp á Seyðisfirði, hvort sem ráðvöndum eða óráðvöndum hefir það verið úthlutað það, undir því er mín heppni komin. Nú er jeg að hugsa um

Svo fjekk jeg strags menn til að tína mitt dótin en það voru menn sem voru bursdarir í sinni svo jeg gat ekki komið því um leið til Guðjohnson því þar er góður spotti á milli, og hann hafði enga menn við látna svo hjelt jeg líka að Vigfús borga sem tekur á móti fragt vörum mynd láta bara það í hús svo jeg fór leita og þóttist vera búin að vera dugl. litlu síðar kom húðar rigning. þá vildi fólkið hjer ekki lát mig fara að vitja um það, heldur fór Guðjón. sjálfur og sagði þegar hann kom aptur að allt væri komið inn, en varaðist ekki að það var ekki sætta upp á vanal. stað, svo að góðri stundu liðinni var komið inn og sagt að það færi illa látið sem ringndi úti hver sem það ætti, þá hljóp jeg og sá að allt það sem jeg fjekk af flutningnum lá úti í rigningunni, var jeg þá svo heppin að Arni læknir gekk svo hjá, hann kallaði strags á tvo menn sem hann sagði að bera það inn á skúr (eins sa

að skrifa annað hvort Einari H, eða Snorra V. Hjá E. var mikið skipað upp hitt allt á Búðareyri.

Ekki veit jeg hve lengi jeg verð hjer. Jeg bíð í eina tvo daga fyrst um sinn í þeirri so að Thyra hafi sjeðst þegar hún sigldi þyr Rekka f. hjer var maður búinn að bíða og þreyttan eptir THyra og var fyrir stuttu farin þegar hún kom. Gamla M. Hanneson bað mjög vel að heilsa ykkur hún var með Thyna til Eyjafjarðar

10. júní. Í kveld fer Vigfús borgari á saman eða sýslufundinn og ættla jeg að koma með brjefi á hann. Jeg þori ekki að geima það eptir Agli, ef jeg verð farin hjeðan þegar hann kemur kynni það að gleymast, Enginn er samt enn kominn til að sækja mig Jeg hætti þá í þetta skipti elsku foreldrar og bið ykkur að fyrirgefa lúsannar. Kveð ykkur síðan biðjandi ykkur alls hins bezta í bráð og lengd

ykkar ll elskandi dóttir

Sofía

Myndir:1234