Nafn skrár:SofDan-19XX-XX-XX
Dagsetning:A-19XX-XX-XX
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

hjá Eygli bróður sínum og Aðal björgu systur sinni sem hjer voru í fyrra, þau fara að búa uppa jökuldal. Jeg sje eptir Tobb þó enginn hörgull sje á sumar stúlkum það er lítið um vinnu brögð hjá mjer, jeg er búin að spynna tvær hespur, Anna og Sólveg sínar 11 hver síðan um hátíðar, jeg ættla alveg að hætta við að láta spynna, reyna heldur að taka ofan af ullinni og láta spynna það sem jeg nauðsinlega þarf í vjelunum á Oddeyri í sumar. Ef við getum nokkru komið i verk, þá held jeg það verði betra að sauma sjálfur það sem saumast þarf, en koma því niður en það verður liklega lítið um framkvæmdír hjá okkur, hús verkin eru talsvert mikil og gesta vafstur að auki og kvennfólkið ekki fullkomið Jeg held að það sje nú mál komið að hætta þessu klóri

þess skal þó getið áður að við erum betri af hvefinu, Nú er líka sá 27 og Póstur er á næstu grösum og sprengidagurinn i dag, jg þarf því að flýta mjer ofan til þess að baka eitthvað og brasa

Heilsið þið hjartanlega prófasts hjónunum frá mjer og öllu góðu fólk sem hveðju minni vill taka

Jeg á að skila kærri kveðju frá þeim sem telja sig með fameliunni hjer til ykkar allra, sjer staklega þó frá vin minum. svo hveð jeg ykkur elsku foreldrar og alla ástvini heima í kærleika biðjandi ykkur alls hins bezta

Ykkar ætíð elskandi dóttir

Fía.

Myndir:123456