Nafn skrár:SofDan-19XX-XX-XX-2
Dagsetning:A-19XX-XX-XX-2
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Illa gengur mjer með að fá ársstúlku Enginn vegur er víst til að krækja í neina fyrir austan hjá ykkur? Jeg er enga búin að fá enn og hef litla von um að úr þeim vandræðum bætist Solveig fer heim í vor, því mjer var að eins lánað hún í vetur, og jeg get ekki launað svo illa góðsemi vinkonu okkar (svo kalla jg konu Runólfs snikkara) að halda Solveigu, þar sem hún sjálf er heilsulin og hefur svo mikið brúk fyrir hana sjálf. Við erum þó búin að lofast til að hafa bæði börnin franvegis það er að segja næsta ár öðru vivi höfum við ekki bundið þau við okkur enn, en eitt ár í einu. þrír eru karlmennirnir ráðnir og sá 4. í vændum svo það verður ógaman að vera vinnu konu laus með svo marga sem þjonustu þurfa Jeg átti von á Tobbu fyrir sumarstúlku en nú skrifar hún mjer að hún sje vist ráðin

Myndir: