Nafn skrár:SofDan-19XX-XX-XX-3
Dagsetning:A-19XX-XX-XX-3
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Heyskapurinn gekk lítið um tíma, og það bezta tímann á meðan að þurkarnir voru, sökum þess að tveir gengu bátarnir og flest fólkið var við fiskinn bæði í fjöru og eins til þess að þau út og þurka samt náðist taðan meðan bezta hirðingu nema það sem slegið var af þvítúninu í annað sinn lá ögn lengur náðist þó ekki óhrakið Nú gengur ekki nema einn bátur, hitt allt við hey lakast að út engjar þykja mjög ljelegar í ár vegna hinna miklu þurka sem gengu á meðan á sprettunni stóð; tún reyndust hjer vel.

Jeg held að þið verðið búin að fá nóg af að lesa þegar þið eruð búin að lessa þetta og gott til legg frá Gróu. Jeg bið kæl. að heilsa öllum mínum og þar á meðal Ingunni. Jeg gat ekki sent sír Jóhanni hval jeg fjekk hann engan fyr en nú með síðustu ferð Hólar pantaðan frá Mjóafirð

þaðan væri honum innan handar að panta sjer hann líka, þar kostar 4 aura lb af rengi en 1 eyri af sporði, hingað komið má jeg segja 6 og 3

Jeg á að bera ykkur kæra kveðju vinar míns, og Ossa biður að heilsa afa og ömmu sem hún kalla ykkur alltaf síðan að Gróa kom. Verðð svo á vallt blessuð og sæl og góðum guði falin alla tíma af ykkar elskandi dóttur

Fíu.

Myndir: