Nafn skrár:SofDan-xxxx-09-07
Dagsetning:A-xxxx-09-07
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

7 September [1895 0]

Elskulega mamma mín!

Jeg verð ögn að mynnast á hana Gunnu við þig, Jeg er nærri hina að hún skildi láta í ljósi við ykkur óánægju yfir því hve lítið hún hefði borið úr býtum hjer, það er náttúrlega mjög leiðinlegt að fólkið hennar skyldi leika hana svona skammarlega, en við því gat jeg ekki gjört, því fyrir mig var hún ekki nema tvo mánuði hjer, og jeg vildi í fyrrasumar senda henni það sem hún átti eptir en fólkið hennar sagði að hún hefði tekið allt sitt með sjer nema kommóðuna. Það var satt jeg gaf henni ekkert sjer stakt. Jeg hafði ásett mjer að gjöra það en eptir að jeg fjekk að vita að hún hafði fengið hjer 80 til 90 krónur fanst mjer jeg ekki þurfa þess, þar að hún þar fyrige0 þar fyrir utan hafði verið tímunum saman, af seinni parti veru sinnar hjer, svo vesöl að hún þurfti framar og ljet heldur sjer þjóna en að hún þjónaði öðrum, og mjer hefir heyrst á sjera Jóni að hann þyld0t hafa skaðast á veru hennar hjer svo það er lítið á komið með

þeim, hún hefir látið hvern ráska eins og honum hefir litist, og ímisl. farið forgörðum náttúrl mikið fyrir það hve opt hún var vesöl greiið en fyri það gat hún ekki vonast eptir kaupi. Þetta ættlaði jeg mjer ekki að mynn- ast á af því jeg heyrði á G. hvað henni fannst mikið til um frammi stöðu sína og jeg ímynda mjer að hún hafi haft góðan vilja en ekki getað orðið allt í einu sá umskiptingur að vera frá vaxin að stjórna fólki hafa reglu á öllum hlutum eins og mjer fannst hún ímynda sjer að hún hafa gjört. Nei jeg ættlaði mjer ekki að kasta neinum skugga á Gunnu 00ei0ð eða verk hennar hjer, en er þó farin til þess sem jeg veit að þið talið ekki um það úti frá Pilsið sem jeg vildi henni setti jeg á reýkn- ingin hennar, en sagði við hana að hún rjeði hvort hún skoðaði það sem gjöf eða gjald, og gjörði jeg það af því jeg kærði mig ekkert um að hún væri að þakka mjer fyrir það, sem hún ekki heldur gjörði, með sjálfri mjer skoðaði jeg það sem gjöf. Reikningurinn var nógu hár jeg þurfti ekki að setja það á hann þess vegna en jeg vissi að jeg myndi alldrei fá neitt fyrir það, og þó fanst mjer það ekki þakkarvert

þegar það kom ekki til af betri hvólum að jeg ljet henni það eptir. Jeg er hræddum að greiið G. hafi haft einhverja falskar vonir, og hafi kanské kennt mjer um að þær hafi brugðist og því varð jeg að reyna að vorkenna henni þó henni hafi verið kalt til mín, og hún hafi látið það í ljósi bæði hjer og þar hjá ykkur. Jeg er nú víst búin að tala nóg og meira en nóg um Gunnu. Jeg á þar á móti ótalað um sjalið þitt sem þú ljest í kistuna mína, þú segist ekkert hafa með það að gjöra, en mjer finnst þú einmitt þurfa þess til að hnýta því á þig inni, það sækir svo opt kuldi á þig eptir að þú hefir verið vesöl og þegar þú ert vesöl, svo jeg held að það hafi ekki verið rjett af þjer elsku mamma mín að vera að gjefa mjer það, samt ættla jeg nú ekki að skila þjer því aptur, heldur eins og sér Halldrímur Tunga því niður hjá mjer og svo þakka jeg þjer nú hjartanlega fyrir það Mjer þykir leitt að Tobba skyldi fara frá M. systir mín vegna, en ættli hún hvorteð er frá henni veit jeg að M. unni mjer hennar ekki síður en öðrum, en mjer þykir vænt um að þú takir ekkert í það að hún fari hingað meðan nokkur efi er á að hún

verði kyr. Sandra talar um að útvega mjer stúlku fyri vestan, en jeg vil ekki fá mann- eskju fyrir eitt ár kanski, svo langt að Frú Möller orðar víst ekki ullarpok- ana okkar eða rjettara sagt bandpokann? Ullarp. frá Jakopi þurfti ekki að senda til mín því hefir víst átt eins mikið í honum og jeg. Jeg ættla að biðja ykkur að láta ekki Einar snikkara stela sauma kassanum mínum, hann lofaði að hafa hann til um leið og borðið; ekki skil jeg samt að þið sendið hann fyr en við sjáum fyrir endan á því að ferðin verði á milli á næsta ári Jeg þarf hann ekki framar en verkast vill þá jeg vilji ekki láta Einar hafa hann. Æ! nú er Sandra alveg að fara svo jeg má til að kveðja þig Líði þjer og ykkur öllum ætíð betur en beðið fær

þín elskandi dóttir

Sofía

Myndir:12