6 Oktober 1878 Elskulegi Torfi minn Af ást og alúð þakka jeg þjer allt gott mjer auðsínt til orða og verka sem jeg bið af heilum huga og hjarta hinn al góða guð þjer og ykkur hjónum best að um buna Jeg skrifaði þjer fáeinar línur með Teódóri frá glasgow, þar þótti mörgum leiðinnlegt og slæmt að vera, og var það nú víst, fyrir vesæla að ráfa um stein lögð stræti og gjeta valla hvergi sett sig niður eða hvílt Enn mart bar þar fyrir augunn á sjó og landi og mátti sjá mörg skip í smíðum þegar við sigldum ofann fljótið (Jeg oskaði opt í huga mjer að þú værir hjá mjer til að seja mjer það að það sem jeg ekki skildi í) 11 daga vorum við frá Grecock til Kvebekk og voru margir orðnir þreittir af þeirri ferð vegn sjó síki og var Sigríður mín ein í þeirra flokki sem var sjó veik alla leið, við komum á land í Cuebec 1 ágúst að kveldi kl 6 og voru þar bestu við tektir af lands mönnum gott og þrifalegt hús fyrir alla og annað til að vaska við sig í og þurfti ekkert að hafa fyrir neinu farángur kom allur með skilum til hvers eins Allir sem fóru til Ontaríó höfðu hjer frítt fæði og hjeðann á samt ferð til Toronto, bjartur skrifaði þjer frá Cuebek og vona jeg að þú sjert búinn að fá það enn samt mun þjer veðaverða farið að leiðast eptir þessu sem von er og bíð jeg þig fyrir gjefa mjer hirðuleisi mitt með að klóra þjer ekki firri línu (enn orsökinn var að fá meira til að skrifa) Sigtr. Jónasson kom til akkar á Lárens fljóti til að taka á móti þeim sem ætluðu til Nýa íslands og skipta fyrir þá peningum í Kvebek og voru skiptin svo að þeir feingu 5 d og 10 sent moti 20 Kr enn Guðmundur skipti við Krjöger fyrir sig og sína 5 dol móti 20 Kr Sigtr stóð fast með því að ekki færi til nílendunnar nema vel sjálf bjarga menn og þó þeir ættu þar kunninga þá sagði henni að þeir lifðu ekki á því og jeg sá að honum stór mislíkaði við þá sem ekki foru eptir orðum hans sem var í ímist að þeir hjeldu áformi sínu enn samt urðu margir eptir fyrir hans fortölur hann sagði öllum að best væri að vera eptir í Toronto það er að sega til að fá vinnu án þess að jeg held að hann hafi vitað um það, en til að snú sem flestum frá yslandsferð. enn með sjer vildi hann alls hafa sem dollarar voru margir hjá. Nú urðu allir að á kvarða sig til þess staðar sem hver ætlaði til nú vegna þess að Sigríður var so vesöl að jeg treisti henni valla neitt hjeðann auk þá heldur að fara til Minnisóta þá hugsaði jeg eptir orðum þínum að fara sem skemsd þetta ár og seii með sjálfum mjer að þínum ráðum og tilsögn skuli jeg sem mest fylgja og hefur mjer ætíð að góðu orðið) so læt jeg skrifa okkur til Toronto og bjartur líka því hann vildi heldur verða okkur samferða samt sagðist Guðm. standa við orð sín sem hann hafði við þig talað enn samt fanst mjer hann verða feiinn að verða laus við okkur að mista kosti sagðist hann hafa nokkra um að sjá (þó þessir gængu frá sei jeg) jeg skrifa honum bráðum greinilega jeg vil gjeta þess líka að þegar við vorum að fara inn Larens fljótið stuttu áður enn við komum að lendinga stað g sofnaði Sigríður og dreimdi að þú koma til sín og seiga við sig að við skildum gjæta að því að gánga ekki inn í hótel og slá okkur sem minst út og haga okkur kurteislega og hafa Gísla með okkur eptir þessi orð fórst þú og hún vaknaði enn við höfum alls þessa gætt betur enn ella hefði verið því opt vorum við bjartur á gángi með löndum og þá þurftu þeir opt að fá sjer glas og sögðu þeir okkur að vera með enn ætíð var nei og skildi þó optast með okkur stundum biðum við einhverstaðar úti og fildum þeim þá í búðir til að heira í kaupskap þeirra sem opt var mykill og mjer fanst sumt óþarpt enn við höfðum aldrei peninga með okkur til að vera vissir um að lenda ekki í neinum kaup skap 6 Oktober Kumum í Quebek 1 ágúst fórum þaðann 2 d. sm um nótt kl 12 stóðum við í Montreal og allt folk sem fór til ontararjo fjekk þar með te og mjólk og vaska vatn hver sem vildi, hvergi hef jeg sjeð meiri þrifnað enn þar og eptir því var fólk alúðlegt mjer síndist að það vildi helst bera þá sem voru veikir það var sjálfsagt að leiða þá, fleiri staði nefni jeg ekki því við staða var lítil menn að eins að fá sjer vatn að drekka og var þá opt mikill handa gángur þegar lúðrarnir voru að gjalla að nú væri allt rokið ástað og Jósep irði eptir með hattin í hendinni, við komum í Toronto 4 d. ágúst kl. 9 um morgun þá var besta veður að kveldi gjerði stór rigningu með hagli. eld gángur og þrumur og var sagt haglið hefði gjert 7.000 dollara skaða hjer í borginni Nú sagði Sigtr okkur að strax og bændur frjettu af emígröntum hjer þá kæmu þeir í stór hópnum að sækja fólk, hjeðann væri strax teligrafferað útum land að fólk biði hjer eptir að fá vinnu og við biðum 1-2-3-4 og einginn bóndi kom enn frjettin að það mesta væri úti að gjera hjá bændum og þeir hvergi vildu nje þirðu að taka Islendinga og þá var ekkert nema járn brautar vinna sem eiginn vildi því allir vildu læra bænda vinnu Str fór hjeðann með sína landa á 4 deii og nokkuð fleiri enn ætluðu því þeim leist ekki á að vera hjer eptir og so voru þeir hvattir af þeim sem hjer voru eptir að fara sem flestir með Str því við álitum okkur best að vera sem fæstum eptir jeg held það hafi verið nálægt 60 mans hjer eptir, þegar vika var liðinn þá kom eirn bóndi sem vildi fá 2 einhleipa menn hann tók strax eirn enskan sem var hjer so gjekk hann í valið með ysl. og tekur eirn þann stæðsta og best klædda so þú gjetur nærri hvernin mjer hefur litist á þegar var farið að velja þá stóru. Jeg ráð gjerði mest með að gjera mig stórann enn jeg var alltaf eins og í gráu fötunum mínum því hin áttu að bíða til þess að jeg væri kominn til gós bónda sem nú er, jæa þessir stóru menn komu aptur eptir 3 daga og sögðu að það væri fyrir þann vesta að vinna hjá bændum. enn vinnan er að rjetta gras bindi uppa vagn og aptur af í hlöðu þarna sátum við til þess 16 ág. og höfðum besta fæði allt uppa stjornina Ont. enn jeg skal seja þjer að fremur var mjer farið að leiðast kir setann og stundum hugsaði jeg til Hvols einganna þennan 16 um miðjann dag var jeg eitthvað að snuðra úti. Kjemur bjartur hlaupandi til mín og seigir að Tulkurinn okkar sie að tala við herramann inn í emígranta húsi og vili þeir finna mig, það kjemur strax í mig dálítil bláshræring hristi mig og hleipi upp fiðrinu enn seii samt þegar hann sjer mig hvað jeg er lítill þá vill hann mig ekki og áður enn jeg verð kominn þá verður hann búinn að taka einhvern stóra karlin. bjartur seiir að jeg skuli ekki vera að þessu masi þarna og sneipir mig til þess að fara inn, þú mast máski eptir hvernin emígranta húsið er það er stort hús gólfið í miðju er nokkuð látt og hærri pallur til beggja hliða og geingið inní báða gafla hussins og allir sem inn komu geingu eptir þessu láa gólfi og ef um eitthvað var að gjera stóð þar stór hópur nú var jeg í mínum gráu fötum með stórann stráhatt á höfði jeg geing nú á stað og í þeim enda á sem jeg vissi að fæst mindi vera og geing nú kvikt og snarast strax uppá hærri pallin og geing innan eptir honum og staðnæmist á móts við mann þirpingu sem þá var allt í kríngum þennan ókjenda og Hjálmar so hjet túlkur okkar Hjálmar vísar honum á mig og hann heilsar mjer glaðlega og jeg gat tekið þar síðann seiir H. mér að þessi maður vilji taka mig í 3 daga fyrst til að reina mig og síðann ef sjer falli ár lánt ef jeg vilji, jeg seii honum að það verði nú eitt að gánga yfir okkur 3 því þessi dreingur sie bróðir konunnar og skilji jeg hann ekki við mig fyrst um sinn Hjalmar þessi bíður mjer að k taka þaug heim til sín á meðann reinslu tímin standi yfir mjer, það er að seja ef ysl. irðu farnir so þaug þirftu ekki að vera hjer ein nú fer jeg um kveldið kl 4 og þá í gufuvagn 2, 3 mílur hjer frá enn til vonandi hús bóndi liet mig hafa atressu á fyrsta vagn stöðva stað þar átti jeg að fara út og fá þar leið beiningu heim, ekki var leingi farið yfir hálfa þriðju mílu jeg las á póst office og stoð allt heima og út með sama og fjekk leiðbeingingu enn var kominn fáa faðma þegar hús bondi minn kjemur aðra leið í hestvagni og vísar hann mjer að koma í vagn til sin og var jeg ekki seirn á því 8 Oktober 1878 Elskulegi Torfi minn Jeg held þjer verði farið að leiðast þetta rugl enn þú verður nú að hafa það samt því ekki er nema hálf sögð saga enn þá. Við höldum nú áframm í hestvagni spöl korn so snír hann hestinum að einu hliði jeg hugsa strax að þar ætli hann inn og er nú ekki seirn að ljúka upp aður enn hann saði mjer og heiri jeg að hann seiir aldeilis rjett um leið að hann kjemur inn um hliðið so bíður hann meðann jeg læt aptur og fer jeg aptur í vagn upp dálitla brekku gjegnum skó og að fallegu húsi og þá erum 0 við komnir heim so tökum við af hestinum og jeg skjer gras í maskinu og so mat búum við fyrir klárinn, síðann förum við inn og þurfi heima fólkið að skoða þetta skrímsl sem komið var, so spir hann mig hvert jeg vilie hafa fata skipti því nú var jeg í mínum vestu fötum, mjer er vísað í hús til að hafa fata skipti og so kjem jeg aptur og bíður þá húsbóndin mín og bíður mig að koma með sjer útí fallegann epla garð og hefur með sjer verk færi sem er líkast vallar klóru nokkuð minna og þar sem er trie hans er mjög kant járn eða stál sem beiist á eirn veg og er egg að neðan með þessu vekfæri síndi hann mjer hvernin jeg ætti að höggva upp milli gras sem þarf burt að rína frá þei sem vagsa úr hann tók bara frá eirnri plöntu og sendi mjer leið so á meðann jeg tók frá annari og seii aldeilis rjett og hleipur síðann burt þarna var eg við 1 tíma þá var kom regn og mjer sagt að fara inn með því að þá for að koma mirkrið og ljós kveikt og var þá heldur enn ekki farið að vita hvað mijkið eg gæti talað og jeg spurður í marga vegi þá kom hand bókin fram á borðið og jeg verð að telja framm fólkið sem mjer fildi og gjörði jeg það (það er að seja það verkfæri) þetta geingur stundum 000 síðann kallar húsmóðurinn á mig og við förum ofaní kjallara þar stendur Strokkur hún spir mig hvert jeg kunni að strokka jeg seii nei hún tekur síðann snöggvast í strokkinn og biður mig að gjöra eins og gjöri jeg það og er þann eirn kóf sveittur að berja strokkin með lángri bullu þar til að húsmóðurinn kjemur aptur og þikir þá full strokkað, so er tekinn kvöldmatur og frammaf því farið að sofa Jeg hátta hjá unglíngs pilti sem kom hjer í vor frá Englandi, hann fer ur öllum fötum frammá lopti legst síðann á hnéin við fóta gafl á ruminu og heldur báðum höndum fyrir augun stundarkorn áður enn fer í rúm við sváfum samann í 3 nætur og fór vel so skildum við rum og er hinn hjeðann farinn nú, daginn eptir vakna jeg firstur enn ligg samt kir og er nú að hugsa um hvernin mjer muni fnast að vinna í dag því ekki vildi jeg þurfa að fara aptur á emígranta húsið eins og sumir jæa nú er farið á fætur þveiið sjer og borðað síðann tek jeg sama verkfæri sem kveldið fir og held á því allann þennan dag og kjemur húsbódi minn til mín 2 um daginn og líkar vel verkið nú er Laugardagskvöld seigist hús b að jeg meigi finna konuna ef jeg vilie henn til skemtun og kom til sín a S.d. kvöl enn mjer þikir nokkuð seint og er kir til S. þá fer jeg að reina að spjalla við húsmóðurina áður enn jeg fer hvert jeg meii ekki láta konu mína og bróður hennar koma á Mánu daginn og geingur það vel og fer hún með mig í hús sem er laust við að al í veru húsið og spir mig hvert jeg gjeri mig ánægðann með að vera í þessu húsi í sumar hun þikist skuli láta gjera við það so það verði gott að lifa í ár lánt jeg seigi já og fer nú á nægður á stað að gjeta sagt þeim hvar kom Nú kjem jeg til ysl. aptur og er nú fljótt spurður að hvernin mjer hafi líkað jeg læt lítið yfir því, þá þikast þessir 2 ekki þurfa að spirja hvernin sje að vera hjá bændum þá spirja þeir mig hvert jeg ætli aptur jeg seigi já og konan og bjartur komi á morgun þeir verða hissa á þessu því til tekið var að jeg ætti að vinna fyrst 3-4 daga til viku S. og bjartur verða glöð þegar jeg sei þeim hvernin mjer hafi litist á allt því jeg seigi þeim sem hefur reinst fólkið er allt ágætt gott við okkur Sigríður og bjartur koma so á Manudaginn með allt dótið kl 8 um morgun með jarnbraut og það heirs heirist heim þegar vagnin stansar á stasíóninni og mjer er sagt að fara á stað með hest og vagn til að sækja allt Kramið (og þá var jeg fljótur) og var tekið vel á móti þegar heim kom, Hjálmar þessi sem jeg hef gjetið um og var tulkur okkar ysl er úr Eiga fyrði og er búinn að vera hjer í 4 ár á konu og 2 börn, þegar hann var búinn alveg að koma okkur hjer fyrir þá gaf jeg honum 5 dl hann hefur komið til okkar á hverjum Sunnudeigi og kona hans æfinlega eitthvað sent Sigríði, allir lanndar sem urðu lagar eptir í Toronto urðu að fara í járna brautar vinnu 80 mílur til Kolimutt kaup þar er 1 dol um d og fæða sig þetta fæst til jóla enn 9 Oktober 1878 Jeg kaupi Frammfara og Ysafold hjá Sigtr mestur hiti hjer eptir að við komum 90 gráður á skugga jafans heið birtur og kul af einhverri átt og nu er besta sumar veðrátta þessa viku að hega fyrir kír er jeg stort gras sem 0000 tonn er i því indin korn enn hvað tekur þá við veit jeg ekki Hjálmar fór með þeim og var viku að koma þeim niðurl so kom hann til okkar því allt var óútgjert með kaup og varð sú niður staðan að húsmóðurin tók bjart að 00 sjer uppá þann máta að hann vinni fyrir föt og fæði til vors og hefi 3 máðu mánuði til að vera á skóla í vetur so seigir hún að hann verði ótvílugur með mál henni fellur ágæta vel við hann og öllum og hann spjallar við það eins og heima Jeg rjeðist uppá þann máta að vinna í 12 mánuði og kaup er 120 dl. og jeg hef frítt hús, það er álíka stórt og húsið þitt nema nokkuð hærra við erum hjer 4 en í þessu husi bjartur við hjónin og stulka sem Sigríður hefur tekið að sjer að sjá um í vetur ekki gjet jeg sagt þjer hvað hún heitir það fjölgaði að fara nótt þess 8 kl 2 og guð gaf að það gjekk allt vel það koma sjer líka best því hvergie var sótt ifir setu kona nje læknir húsmóðir inn kom þegar var fjölgað og hjalaði so til eptir það sem þurfti Sigríður var á fótum daginn fyrir til kvöld og jeg held að hún að hún muni frískast fljótt aptur, jeg seiga þjer að það er nú hálpart ólund í mjer að það skildi ekki vera dreingur því mjer sínist að kvenn fólkið gjeri hjer lítið af uti vinnu) jeg ætla að seiga þjer hvað jeg hef bitið og brent í mánuð það er alls uppa 6 dl. 32 sent af k hverju fyrir sig nenni jeg ekki að skrifa nema nema kaffið og sikur 0 kaffi P te 25 sent 2 P sikur 20 sent 1 P smjer 20 sent Kol í stó 1 dl. (Eldstó með pottum og pönnum fyrir 9 dl Mr. Turver keipti hana fyrir mig hann fær allt með nokkurs prís það eru hjer eptir laun prests eins og hann er hann er ní búinn að seiga af sjer þikir hitt næðis betra hann er nokkuð gamall maður og vill nú lifa góðu lífi sem eptir er og gjetur það líka því það er sagt hjer að hann sje ríkur so við gjetum feingið það sem við viljum til að lifa á það vantar heldur ekki að hún bjoði Sigriði og gjefur henni mijkið þau fá besta orð hjer í kríng, so jeg á lít okkur fremur heppinn svona uppá fyrsta gáng H. sagði mjer eptir honum að hann hefði sagt sjer að jeg mindi verða hjá sjer 6 ár því sjer þókti það skrítið ef sjer fjelli vel við mig að mjer gæti ekki fallið vel við sig hann segist hafa sagt að jg jeg mundi vilja fara að 0000 það fyrsta að jeg gæti, jæa gott og vel jeg skal hjá honum lend sagði kall, jeg sje nú hvernin veturinn fer með mig, hann hefur 11 ekrur istar og so nokkuð stórann epla garð og alls konar í vexti jeg á að plæa glæp í haust er eirn hestur 2 kír 3 svín 25 gæsir 30 hænsn jeg fer nú að hætta þessu rugli eg bið þig nú að lesa í málið þar sem of eða van er sem er víða því nú er ekki besta rjett ritun Nú bið jeg að heilsa sjerstaklega konu þinni á samt öllum blessuðum börnunum og vildi jeg að eitthvað af þeim væri komið til mín þegar jeg er orðinn góður bóndi hjer, þar næst sistrum mínum á samt öllu fólki í þínum bæ Hvoli og Kleifum vertu so ætíð kjært kvaddur í anda og sannleika af þínum einlægum vini sem óskar þjer lukku og alkyns yndi so leingi sem heitir B Hálfdánsson Sigríður biður mig að skila kjærri kveðju til þín og þinna og sinna sistra og þær að skrifa sjer þo hún ekki gæti það nú þá skulu þær fá það seirna þá ætlar hún að sega þeim alla ferða sögu 00 sína og so hvað mijkið að hún egi þá til jeg skal sejga þeim nokkuð það er þá fyrst eina dóttur mjög næsa seigir húsmóðurinn klukku og Eldstó, Mart er nú eptir enn að seiga þjer Torfi minn enn þó verð jeg að hætta nu þetta er allt kvöld vinna og kl er nú 1 og í firra málið hleip jeg með það í stasíjónina til Mr. Grin, við bjartur höfum alltaf haft bestu heilsu jeg aldrei snert af magaveiki höfuðverk eða neinu það er líka kominn grófur hugur í mig að græða jeg á nú óeidda 60 dollara sem jeg læt ekki vita af hvað sem tautar þeir eiga að vera til húsins jeg má til að lifa spart til að gjeta orðið sem fyrst ríkur kansgi að þú komir og þá verð jeg að vera so að jeg gjeti tekið almennilega á móti þjer og lofað ykkur að vera fyrsta árið það er nú ekki um að tala að jeg tak so stórt land sem jeg gjet að hverju sem það verður Elskan mín hjálpaðu mjer um þ. v. fjelags Alm 79 jeg gleimdi því í sumar vertu sæll B. H son |