Nafn skrár:SolPet-1874-01-15
Dagsetning:A-1874-01-15
Ritunarstaður (bær):Bakka
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Björg var kona Bened. í Tungu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3029 4to
Nafn viðtakanda:Björg Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sólveig Pétursdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bakka 15 janúar 1874

Elskulega besta Björg min Guð gefi þer gleði legt Nitt ár og alt til lukku og blessunar hiartan lega þakka eg þer firir sendinguna með manni minum á samt alt gott

first og seinast jeg bað guð að hjálpa mer þegar hann fekk mer böggulinn það fanst mer ó bærilegt firir mig að eiða þeiri vöru frá þer enda ereg ekki farin að hreifa

neitt við þvi enn jeg mesta allan hug þegar eg heirði um hestana þina þó tók úti fer þegar þaug voru alveg talin frá og varð so aum að eg neitti hverki svefs nie matar

mer fanst eg verða alveik þegar var verið að tala um það þvi sitt bagdi hvur til um það eins og vant er þó eg á öðru leitinu gæti ekki trúað þvi

og hafði altaf þá von og traust til d drottins að hann mundi bæta úr þvi enda brást mer ekk sú von jeg lofaði Guð heitt þegar frettist að þú værir búin að fá þaug öll

lifandi það var eins og letti af mer stórum stein eg hefði betur þolað þann skaða firir aðra enn þig nú er eg orðin so brött og búin að fá allan hug til að láta upp túðu

pottin ef so heppi lega tækist til að eg feingi að sá þig þú skalt ekk trúa hvað mer finst ?? lánt síðan þú komst þvi heldur finnast mer dirdar

lillirdagar her so það irði sannar leg gleði stund firir mig ef þú kæmir til að tala ögn við mig mer til skemtunar og so til að súpa hjá mer eirn mórauðn

og upp á það kveð eg þig og bið guð að annast þig og alt þitt þess óskar af einlægu hjarta þin vesæl vin kona Sólveig Pjetursdóttir

til

Björgu Jónsdóttur konunnar

á

Túngu

elsku björg mkin firirgefðu mer þetta ljóta klór þú hefur vist aldrei feingið eins auðvirdi legt brjef eg ætla að

biðja þig að láta það sem fljótast i eldinn e jeg bið að heilsa stúlkunum

ætið sæl og blessuð

Myndir:12