Nafn skrár:SteSal-1886-07-06
Dagsetning:A-1886-07-06
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Salómonsen
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Akureyri 6 Juli 1886

Elskulega frændsystir mín!

Guð launi þjer og þínum, fyrir öll gjæði við mig og mína, lífs og liðna þess bið jeg af hrærðu hjarta. Það er allt uppskrifað á Lífsins bón og jeg vona að hann sem á hinum mikla end urgjaldsdeggi, ekki mun láta einn vatnsdrik ólaunaðan verða, borgi ykkur fyrir bæði mig og mína Sjerstaklega þakka jeg ykkur hjónum nú með þessum línum af öllu hjarta fyrir, veður gjörðníngin á mjer á þessu síðast liðna, okkur öllum svo minnilega ári, , l,s,G jeg var þó aldrei svo utann við mig af söknuði, að jeg ekki hefði vit á að finna og meta að jeg var sem í foreldra húsum meðan jeg dvaldi hjá ykkur, Eirninn þakka jeg ykkur eins innilega fyrir Dúa minn sem enþá var hjá ykkur þa jeg mændi augonum í þá áttina sem Hólmar eru, Elskulega góða systir mín jeg þarf ekki að lýsa því fyrir þjer, hvað innilega jeg samhryggist ykkur, nánustu ástvinum ykkar elskulega Jóhannesar við burtköllun hans þú þekkir sjálf svo vel tilfinníng= ar mínar, að þú gjetur gjört þjer hugmind um það, líka vissir þú, að hann var mjer einsvo öllum er þektu hann rjet, einkar kjær. jeg hafði þekt hann

Oddeyri, og mindi hann koma til skila, og 00eynaþess, jeg veit að mágur okkar er búin að skrifa greinilega um það gjöri jeg það ekki, Elskan mín góða fyrirgefðu mjer þetta ljóta blað R systir biður hjartanlega að heilsa ykkur hjónum, og jeg bið þig færa þínum góða manni hjartans kveðju mína með þakklæti fyrir mig og mína þig kveð jeg með hjartans kossi í anda þín þakklát elskandi Stephanía

frá því hann var barn, eínsvo þú, Jónínu okkar sál Við gjetum ekki að því gjört, okkur finst svo sorglegt að sjá æskuna fölna, þó við vitum að þeírra er ávinning= urin sem fara hjeðan, og við unnum af öllu hjarta elsku börnonum okkar hinnar eílífu gleðinnar á hún= num, þaug blessuð börninn okkar smá fjölga þar, þó þaug fækki á jarðríki, Og líkindi eru til að við ekki eígum svo mörg ár olífuð hjer á jörðu að lángt verði þánga til við fáum að koma til þeírra, þá jeg kom til akureyrar beið mín brjef frá frú Havsteín R systir tók það, af pósthusinu, þángað kom það með Thýru, innan i því var brjef til Margrjetar þinnar er jeg læt hjer innann i Frú Havstein biður hjartanlega að heilsa ykkur öllum, og biður mig að votta ykkur sína innilega hluttekníngu, í sorg ykkar og söknuði, hún þekti og kunni að meta Johanes sáluga, hún skrifar líka að Marínó sinn hafi við burtköllunn, J, mist sinn besta og hreinskilnasta skólabróður, jeg fjekk 2 brjefin í eínu frá frúnni annað hafði hún skrifað dæginn eftir á stúnguna, þá hafði hún vorn, Enn hún var ekki búin að senda það þá honum þyngði, og vildi svo ekki senda það fyren hún var hver endirinn yrði á veíkindum hanns. hún skrifar mjer að sig oft hafi lángað til að sjá J sál í veikindum hanns, Enn hún hafi ekki gjört

komu fram, menn af Akureyri. Og þá var búið að taka dót mitt uppúr lestinni, og keípti jeg þá af þeím fyrir k0k að flitja þad það í land og hjer upp eftir, jeg bað svo um að byrgja kassin mætti koma líka með mínu dóti, En þeir sögðu að alt fraktg0s yrði flutt upp á viktugum

það af þeirri ástæðu að hún vissi ekki hvort honum væri um það, Enn hún fór ásamt fleyrum er hann þektu að sjá hann í hanns síðusta rúmi, hún kjemst þannig að orði (þar hvíldi hann rólegur og sakleysislegur hún skrifar mjer að sjer hafi þókt falleg og sönn líkræðan prestsins (Jóhannes sál eftir skilur fagra Endurminningu hjer vistar sinnar, og er það mikil huggun fyrir alla þá sem sakna hanns sárast, þið foreldrar hanns og syskini saknið sárast. Enn móður hjarta þínu svíður þó mest því gjetum við frú Havstein svo vel gjetið nærri, þar við líka höfum samkinja óhílguð sar, Hún skrifar að skola= bræður hanns ættu að taka sjer hans lífsferil til eftir breytnis ( Elskulega systir brjefi þessu fylgir nú Kjötskurðarmaskínan frá okkar sælu Jónínu R systir hefur reynt hana bæði á kjöt og físk og fellur henni vel við hana, og finst gott að hreinsa hana sem líka er mjög á ríðandi að sje gjört vel svo þær ekki riðgi, þið sjáið kvernig á að skrúfa hana fasta meðann hún er brúkuð og svo hvernig að hægt er að láta hjá djúpan disk til að taka á móti því er úr henni kjemur aftur, þegar henni er snúið þarf að þrísta með skeið, eða spæni ofann á það sem í skálinni er hvort heldur er kjöt eða fískur til þess að hríg fær grípi það. Enn ekki má gjöra það með fíngronum Örmum, það gjetur verið hættulegt, því

gröm við þá á Oddeyrini fyrir þetta, þeím enn ekki öðrum er það að kjenna, Jakob Björns son var með á Láru, hann hafði á Eskifirði lofað Dúa að sjá um dót mitt í Land þá híngað kjæmi þetta ætlaði hann að gjöra enn þá skipið var búið að hafna sig á Akureyrarhöfn

hnífarnir eru svo beyttir að hætt er við þeír skaðlega skjæru mann í fíngurgomana, það má láta það sem úr henni kjemur upp í skálina aftur og aftur þánga til það er orðið nógu fínt, R systir hefur ekki brúkað hana nema als 3 sinnum 2 ávið fisk og eínu sinni á kjöt, hún vildi ekki vera að brúka hana, nema aðeins til að reyna hann hvernig hún væri, og hafði brúkað hana að eíns 2 þá jeg kom, Enn jeg fjekk hana til að lofa mjer að brúka hana eínu sinni svo jeg féingi að reyna hana, og var það til að skjera nýan fisk, við ljetum hana 3 skjera fiskin, R þurkaða hana upp aftur, jeg sagði henni að hún mundi ekki trúa mjer fyrir því, Jeg bið Kristinu sem fer til Möller fyrir maskínuna, (brjef þetta) Og borðdúka tau er R systir tók fyrir mig út í reikning mannsins þíns á Oddeyri, systurnar nemdu þetta við mig út á Eskifirði, enn það var ekki hægt að fá ofpassaðan borðdúk nema þá svo lítinn, jeg vona að ykkur líki þetta, fyrir hversdagslegan dúk finst okkur það vera gott, álínum af því kostar 2 kr og 50 aura jeg er svo heppinn að gjeta komið þessu á Kristínu jeg er þá viss um að það kjemst til skila ef hún kjemur lifandi austur, Enn færi jeg að biðja þá á Oddeyrinni að koma því fram á Láru gjet jeg hugsað mjer að þeir sendu það til að leita að

Eggjakassanum frá ykkur sem enþá ekki er kominn til skila, og mun Johannes mágur okkar vera búin að rita manninum þínum um það efni, jeg er svo

Myndir:12