Nafn skrár:SteSal-1883-07-09
Dagsetning:A-1883-07-09
Ritunarstaður (bær):Eyrarlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Salómonsen
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Eyrarlandi 9 Júlí 1883

Elskulega góða frændsystir!

Guð láti línur þessar heymsækja þig og alla þína ástvini heilbrigða og glaða þess bið jeg af hjarta, því næst þakka jeg þjer og þínum góða manni innilega allar ykkur mjer og mínum í tje látnar miklar velgjörðir, jeg finn það vel að jeg hafi ykkur mikið að þakka og gjöri það í hjartanu betur enn jeg gjet með pennanum, jeg minnist vel þeírra mörgu ánægjustunda er jeg og mínir dvöldu hja ykkur já jeg minnist eíns hinnar fyrstu komu okkar til ykkar sem hínnar síðustu og allra þeírra þær i milli það var ætíð eíns ogsem við hjónum til ástríkra foreldra þá við komum að ykkar húsum; þettað er liðið enn endurminnínguna geymi jeg í þakklátu hjarta, ásamt mínníngu þeírra ástkjæru er þess nutu með mjer og nú eru hjeðan farnir, elskulegu frændsystir þá við skildum síðast er var að kveldi þess 9 Jan 1881 fór jeg frá þjer upp í undirvöll og þar sat jeg þánga til Skipið er flutti ykkur frá okkur var komið úr augsín svo fórum við heym og var þá klk 2 um nóttina þá atlaði jeg mjer ekki að láta líða svona lángt þánga til jeg sendi þjer línu, um andanndráttar

annað eptir enn kveðja þig og biðja þig að heilsa kjærlega þínum góða manni og bið jeg ykkur bæði innilega fyrir barnið mitt og þakka ykkur fyrir allt gott mjer og mínum auðsínt Guð haldi sinni verndarhendi yfir þjer og þínu húsi þess biður þín þig elskandi frændsystir Stephanía

fyrirgefðu og lestu í málið þín sama

og pennaleti ollaði því að það ekki varð með fyrstu ferðonum eftir það að þið fóruð, og svo kom það fyrir sem þjer elsku frændsystir er af annara brjefum kunnugt að skamt hefur verið millum að póstferðirnar hafi ekki komið með þaug brjef er fært hafa ykkur sárar sorgar fregnir, jeg veit fyrir víst að hluttekníng ykkar er innileg í þeirri sorg og þúngbærn missir er Guði hefur þóknast að leggja á okkur, þið hafið líka fundið hvað sárt það er að sjá vonarblóminn fölna, enn tekið því með undirgefni og ekki möglað, það vil jeg líka feíginn gjöra, og seigja af hjarta verði Guðs vilji, enn skamsýni mín og veikleiki ollir því, að síðann jeg misti minn elskaða ógleymanlega þórarinn er jeg sem viður vindi barinn og því kjark lítil og þreklaus, jeg vil ekki þreyta þig með því að tala hjer nema aðeins fáein orð um missir minn, Ninna mín sem jeg vona að færi þjer þessar línur gjetur sagt þjer greinilega frá banalegu og viðskilnaði síns elskaða bróðurs, hann lagðist 6 Júlí enn þann 18 sama mánaðar klk 6 bæð varð hanns ódauðlega sál laus við þessa líkamskóna, Guð gaf mjer stirk og krafta til að setja við banasæng hanns hinn síðustu þúngbæru nótt, og blessuð Jomfrú Möller var alltaf hjá mjer systir hanns var reíndar meira hjá hönum enn jeg í banalegu hanns, af því sem jeg heyri svo illa var það betra að hún væri þar enn jeg, þú gjetur nærri elska

við þær að sældu stundum enn verið hefur Ninna mín hefur aldrei hjá mjer verið sem eiginn herra, enn mjer finst að þær hafi oft hagað sjer sem þær væru það bæði Mág H og þá er ekki að búast við að vel fari enn nog um þetta brendu strax og geymdu hjá þjer efnið, nú er ekki

frændsystir hvað missir þessi hefur sært mig og syskini míns ógleymannlega þórarinns, enn l s G jeg á þó enþá 2 góð börn, mikið kenni jeg í brjóst um mág þeíra og R systir að missa báðar elskulegu litlu stúlkurnar sínar og hann sem var búin að missa svo mikið áður, þúngt held jeg að Bínu sál hefði orðið að sjá á baki Halldóru sál, enn Guð leit í náð til hennar að taka hana á undan hún saknaði ósköp mikið Katrínar sálugu, og burtköllunn þórarinns míns tók hún sjer mikið nærri, hún hafði ætíð svo góðar ortir til sínna, og vissi hvað jeg misti þá hjarta hanns hætti að slá, því var henni það svo tilfinnan legt, hún var svo hrædd um að jeg mundi ekki af bera hvað missir, jeg veit að ykkur hefur verið skrifað að það var 4 Agúst sem Guð kveldi hana, mjer þikir æfinnlega svo sárt að hugsa til þes að við Ragnheiður lágum báðar í mislíngonum þá hún skildi við svo hvorrug okkar gat komið til hennar, enn Guð gaf henni hægann viðskilnað og ekki þúngt helstríð. Ninna mín sem þá var nýstaðinn upp úr þeím leíðu mislíngum kom til hennar, hún gjetur sagt þjer greinilega frá öllum þeím dimmudögum sem þeím algóða hefur þóknað að senda bæði okkur og mörgum öðrum síðann við skildum, festa frændsystir jeg finn vel að jeg þreyti þig með masi mínu og vegna þess að jeg fann áður en jeg birjaði hvernig það mundi verða hefi jeg ekki

2 síðustu 2 arinn sem jeg vildi óska, og stundum of mikið lagað sig eftir þeim sem ekki var þess verð að breyta eftir, þar frændku okkar Margrjet og Halldora eru í sumu tilliti góðar stúlkur, enn þj000 slegt vildi jeg feíginn að Ninna mín þó hefði haft minna samann

fyrri sent þjer línu, enn þar nú er að því komið að Ninna mín á að fara gjet jeg ekki látið hjá líða að senda þjer nokkrar línur með henni, tilfínningar mínar knú mig til þess að færa ykkur mitt innilegt hjartans þakklæti fyrir að þið seigið hana velkomna í ykkar hús og gefið henni um leið forgjald til að komast þángað, sem hún nú að líkindum hefði ekki haft ráð með að hafa að öðrum kosti, fyrst mesta jarðneska sléttann okkar knje í fyrra sumar, jeg má ekki leíngur vera svo eíginngjörn að hafna þessu góða boði ykkar fyrir Nínnu mína, enn sárlega hvíði jeg að lifa í fjarvist henar -, enn þó er jeg nú hennar vegna glöð í anda, þó beisk verði skilnaðuar tárinn, og Guð veit að jeg seigji það af hjarta að fyrst jeg þarf að skilja við þessa eínu dottir mína vil jeg hvergi eíns vel vita hana sínsvo hjá þjer, Guð gefi að hún að maklegleikum verðskuldi alla þá elskusemi er þú og þínir hafa auðsínt henni og munu gjöra, elsku systir jeg fel þjer hana á hendur og bið þig að vera hennar húsmóðir og ráðuneyti, já elskann mín góða segðu henni til og vandaðu um við hana þegar hún þarf þess með sem jeg ekki efast um að oft kann að verða, jeg skal nú ögn fara að spauga við gömlu konunar seigjum að úngu stúlkurnar sjeu ætíð eíns hugsunar samar sem vera ber, og hirtnar með föt sín, og þetta bið jeg að á mínna hana um, jeg er svo glöð

í anda að vita hana taka sjer snið eftir þínum dætrum, Ninna mín er í mörgum greinum góð stúlka, enn mjer gjetur ekki fundist að hún hafa tekið eins miklum framförum

Myndir:12