Nafn skrár: | SteSal-1883-07-09 |
Dagsetning: | A-1883-07-09 |
Ritunarstaður (bær): | Eyrarlandi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Eyf. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3527 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Salómonsen |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Eyrarlandi 9 Júlí 1883 Elskulega góða frændsystir! Guð láti línur þessar heymsækja þig og alla þína ástvini heilbrigða og glaða þess bið jeg af hjarta, því næst þakka jeg þjer og þínum góða manni innilega allar ykkur mjer og mínum í tje látnar miklar velgjörðir, jeg finn það vel að jeg hafi ykkur mikið að þakka og gjöri það í hjartanu betur enn jeg gjet með pennanum, jeg minnist vel þeírra mörgu ánægjustunda er jeg og mínir dvöldu hja ykkur já jeg minnist eíns hinnar fyrstu komu okkar til ykkar sem hínnar síðustu og allra þeírra þær i milli það var ætíð eíns og pennaleti ollaði því að það ekki varð með fyrstu ferðonum eftir það að þið fóruð, og svo kom það fyrir sem þjer elsku frændsystir er af annara brjefum kunnugt að skamt hefur verið millum að póstferðirnar hafi frændsystir hvað missir þessi hefur sært mig og syskini míns ógleymannlega þórarinns, enn l s G jeg á þó enþá 2 góð börn, mikið kenni jeg í brjóst um mág þeíra og R systir að missa báðar elskulegu litlu stúlkurnar sínar og hann sem var búin að missa svo mikið áður, þúngt held jeg að Bínu sál hefði orðið að sjá á baki Halldóru sál, enn Guð leit í náð til hennar að taka hana á undan hún saknaði ósköp mikið Katrínar sálugu, og burtköllunn þórarinns míns tók hún sjer mikið nærri, hún hafði ætíð svo góðar fyrri sent þjer línu, enn þar nú er að því komið að Ninna mín á að fara gjet jeg ekki látið hjá líða að senda þjer nokkrar línur með henni, tilfínningar mínar knú mig til þess að færa ykkur mitt innilegt hjartans þakklæti fyrir að þið seigið hana velkomna í ykkar hús og gefið henni um leið forgjald til að komast þángað, sem hún nú að líkindum hefði ekki haft ráð með að hafa að öðrum kosti, fyrst mesta jarðneska sléttann okkar knje í fyrra sumar, jeg má ekki leíngur vera svo eíginngjörn að hafna þessu góða boði ykkar fyrir Nínnu mína, enn sárlega hvíði jeg að lifa í fjarvist henar -, enn þó er jeg nú hennar vegna glöð í anda, þó beisk verði skilnaðuar tárinn, og Guð veit að jeg seigji það af hjarta að fyrst jeg þarf að skilja við þessa eínu dottir mína vil jeg hvergi eíns vel vita hana sínsvo hjá þjer, Guð gefi að hún að maklegleikum verðskuldi alla þá elskusemi er þú og þínir hafa auðsínt henni og munu gjöra, elsku systir jeg fel þjer hana á hendur og bið þig að vera hennar húsmóðir og ráðuneyti, já elskann mín góða segðu henni til og vandaðu um við hana þegar hún þarf þess með sem jeg ekki efast um að oft kann að verða, jeg skal nú ögn fara að spauga við gömlu konunar seigjum að úngu stúlkurnar sjeu ætíð eíns hugsunar samar sem vera ber, og hirtnar með föt sín, og þetta bið jeg að á mínna hana um, jeg er svo glöð |