Nafn skrár:SteSal-1885-04-17
Dagsetning:A-1885-04-17
Ritunarstaður (bær):Eyrarlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Salómonsen
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Eyrarlandi 17 Apríl 1885

Elskulega góða frændsystir mín!

Guð géfi að þessar línur mínar, mættu sjækja vel að þess bið jeg af hjarta. Jeg gjet ekki látið hjá líða að færa þjer með pennanum, hjartans innilegasta þakklæti mitt fyrir börninn mín, jeg þakka þjer í hjarta mínu betur enn jeg gjet með pennanum fyrir þaug bæði Elskulega frændsystir jeg þarf ekki að lýsa því fyrir þjer hvað mikið það tekur á mig að frétta um veikindi Ninnu okkar, bæði að vita hana líða og ykkur að stríða og líka að líða yfir henni. Aungum var það skildara enn mjer meðann jeg hefi nokkra krafta þar til enn jeg er lángt í burtu og gjet ekki verið öðruvísi nálæg enn í anda, Enn Guð veit að hugur minn er hjá ykkur nótt og dag, mjer er bannaður svefn frameftir öllum nóttum og þá jeg loksins sofna þá er jeg óðari vöknuð aftur og hugsa um að nú meygi dætur þínar vaka við þá sóttarsæng sem jeg finn höllunn til að var, þessi hugsan og hræðsla um að jeg muni kanski eiga að lifa Ninnu mína, bannar mjer alla ró, jeg veit að sá sem gaf á líka frjálst að taka, Enn þó gjet jeg ekki án þess að úthella tárum hugsað til þess ef hönum þóknast að taka hana á undann mjer, þó jeg mætti og ætti að hugga mig við að kvelda tekur og á dæginn líður fyrir mjer, enn jeg er nú búin að missa marga ástvini og á fáa eftir hjerna meijin

E.S. Jeg var first að hugsa að skrifa utan á brjefið hans Dúa míns að Hjaltastað enn jeg hætti vð það aftur og bið jeg þig að gjöra svo vel að láta skrifa utan á það, þángað sem hana lifi hann staður farin fra okkur af vel þeir skina

E S Helga biður að heilsa þin sama

og við þá, er hjarta mitt svo fast bundið, meðann jeg dvel í þessum dauðans likama, og sje það ekki móti Guðs vilja beðið því bið jeg hann að taka mig á undan þeim, þaug syskininn Dúi og Ninna seigja mjer frá þeirri, innilegu nákvæmni sem þið auðsínið henni, Guð Almáttugur launi þjer og þínum fyrir það þess bið jeg af hjarta, Líka lýsa brjefin frá ykkur með hvað mikilli viðkvæmni þið hugsið til mín, jeg gjet ekki lýst því fyrir þjer hvað mjer tekur það sárt að þettað veikinda stríð með Ninnu okkar skildi nú bætast ofann allt það stríð sem þú mín elskaða frændsystir ert búin að hafa yfir þeim sem veikir hafa verið á þínu heymili, en til hver er jeg að fást um þettað jeg bæti ekki úr neinu með því(, Með póstinum sem fór 25 marts ritaði jeg Ninnu um burtköllun Katrínar bróðurdóttir minnar. Það er þúngt fyrir foreldra hennar að frétta það. þau ætla að koma með Thýru ef G l f þan 12 þ m kom sunnanpóstur með hönum fjekk jeg brjef frá frú Havstein og þar í sorgar fregn þó hún ekki kjæmi að óvörum, þá er þó einhver vonar neisti, sem lifir meðan lífið er, það var hinn 14 marts, sem Guði þóknaðist að hvíla, hennar elskuðu Sophiu klk 8 um morguninn, með hægum viðskilnaði í svefni, hún hafði haft ráð og rænu fram í andlátið, og sagt við sína elskuðu mömmu það er gott að þú ert hjá mjer, síðan fól hún sig Guði, og sofnaði, hinn hinsta blund af hverjum hún hefur upp vaknað í bústöðum ljósins, hvar við innann skams vonum að fáuð finna undanfarnar

og dætra, enn kjærast kveður þig með þakklatu hjarta og felur þig og þína Guði, þin þig einlæg elskandi frændsystir Stephanía

ástvini okkar, þan 24 var hún jarðsunginn, þan dag var það brjef sem jeg fjekk frá Valda frænda dag sett, han seigir að sjer finnist einsvo öll gleði vera nú flúin sem stund úr heymi þessum, hann var þá líka nýbúin að frétta látið hennar systir sinnar, Blessuð frú Havstein er mikið sorgfull þó hún beri missirinn með kristilegri stillíngu og undirgefni undir Guðs vilja, Páll Melsteð frændi okkar skrifar Önnu dóttir sinni að hún hafi látið svo mikið á sjá í vetur að maður skildi hugsa að hún væri 20 árum eldri en í haust, hún sendi mjer kvæði sem Björn Olsen hafði ort eftir S sál, jeg íminda mjer að hún skrifi Margrjetu þinni og sendi henni það þó hún hafi kanski ekki gjört það núna með þessari póstferð, það eru oftast Jópspóstar sem koma alltaf frjettir maður um sjúkdóm eða dauða úr einhverri átt þeir eru sælir sem lausnina fá, enn margur sem eftir lifir má um sárt binda, frá Reykjarfyrði fjekk jeg lika brjef með þessari ferð. Þar lá einginn þá brjef það var ritað, nema Olafur litli sem enþá ekki var búin að fá mátt í fotinn, það gróf þaug ósköp í lærinu á hönum, enn Sigvaldi teingdabróðir minn skrifar mjer að Lambertsen teíngdasonur Jakobs bróður sje alltaf meira og minna lasin síðann hann misti sínu góðu konu Katrínu og gángi illa að sofa, og er það eðlilegt, Aumingja Emilia sem nú má sjá um bæði að stjórna í husinu og aumast blessuð moður lausu börnum hún er ekki nema 16 ára og má nærri gjeta hvað hún á bátt, og aumast er jeg er hrædd um að hún fái svo litla hjálp þó mamma hennar komi

hafi átt gott hjá ykkur, enn hann var svo aumur út af því að hann hitti systir sína veika. Elsku systir fyrirgefðu þettað leiða og ljóta klór sem jeg enda með hjartans kveðju til mans þíns

heym, enn nóg um þettað, Um trúlofun F Havsteins frænda okkar álit jeg óþarfa að rita jeg veit að systur hanns skrifa greynilega um það, jeg vil einungis géta þess, að það gladdi mig að heyra það, mjer finst að húslíf hanns muni verða skemtilegra, með góðri konu sem jeg voni að Guð gefi hönum, jeg íminda mjer líka að hann kunni með hana að fara, hann hefir verið svo góður við sína nánustu, Líka veit jeg að þaug Jóhanes mágur okkar og R systir skrifa ykkur greynilega um las= leika hans og þess vegna gjöri jeg það ekki, jeg er nú farin að vona að batinn haldi áfram og að Guð gefi hönum betri heilsu með sumrinu ef einhvötíma hlínar í veðrinu, Aumingja systir hún hefur haft dapran vetur, af því þó hann kresstist, þá var það fram yfir jólinn sem hönum alltaf smá lakaði aftur, svo við vorum svo hræddar, leingi vel að það væri bara of bráunn en ekki veru legur bati, Guð gefi þjer nú góðar fréttir af dreíngjonum þínum, þess bið jeg innilega um leyð og jeg bið hann að gjefa mjer nú góðar fréttir af ykkur öllum, og ef það er ekki móti hans vilja beðið þá bið jeg hann að gjefa Ninnu minni bata til þessa lífs, jeg er nú svo skelfíng hrædd um að henni hafi sleígið niður aftur, og að hún hafi verið lakari enn hún var þan 2 marts þá skrifaði hún mjer þó, Enn Dúi minn seigir mjer nú reyndar í brjefi sínu að þið vilið ekki að hún reyni það á sig og var það vel gjört heldur að letja hana þess, þvi það er eðlilegt að lasnir hafa illt af því, Góða systir jeg bið þig fyrir brjefinu til barna

minna, ef Dúa minn sem að líkindum verður komin í burtu frá þjer, jeg þakka þjer hjartanlega firir hann einsvo hana Ninnu, hann seigir mjer hvað han

Myndir:12