Nafn skrár:SteSal-1885-06-04
Dagsetning:A-1885-06-04
Ritunarstaður (bær):Eyrarlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Salómonsen
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Eyrarlandi 4 Juní 1885

Elskulega góða frændsystir mín!

Með þeirri innilega hjartans bæn til Guðs að þessar línur mínar meigi sækja vel að þjer og öllum sem okkur er ant um. birja jeg þar, Næst, henni, þakka jeg þjer af öllu hjarta fyrir þitt astrika heittekníngar sama, blessað, brjef sem lísir því, sem fir var mjer ljóst að þú ert sem víst kjær móðir við aumíngja elsku Ninnu okkar, jeg gjet ekki með pennanum vottað þjer og þínum, það þakklæti, sem Guð eínn veit að jeg með klökku hjarta vil færa ykkur, jeg hefi aldrei tilfínníngarlaus þeígið velgjörðir, og þá er líklegt að jeg þakki það, sem þeím er gjört, vel sem jeg elska heytara enn lífið í mínu eíginn brjósti, það er huggun og von mín að sá sem í öðrum heymi, ekki lætur eínn vatns drók, ólaunaðann. verða, hann muni þar launa ykkur fyrir mig og mína, Elsku frændsystir, Guði einum er kunnugast, hvað mikið það tekur á mig að frétta um þessi, sífeldu veíkíndi, sem eru ríkjandi á þínu heymili, bæði fyrir þá sem undir þján íngunum líða, og svo fyrir þig og aðra sem yfir þeim veiku þurfa að stríða, og um leyð líða með þeím, og meðul þeirra sem þettað tekur svo mikið á er blessuð Ragnheyður þín, hennar elskulegu brjef, sem gladdi mig með betri fréttum af Ninnu fjekk jeg með Shýru, enn aftur varð jeg svo, oróleg

að heílsa, jeg bið þig að færa öllum þínum ástmönnum hjartans kveðju mína, og þá sjerstak leg þínum góða manni0. ykkur báðum þakka jeg hjartanlega fyrir börninn mín, og jeg bið Guð að launa læknirnum að han vill reynast vel, Guð annist þig og þína og launi þjer fyrir þína, vesælu en heyttelskandi frændsystir, Stephaníu

að frétta þar af að Margrjet þín, var ekki, frískari en hún var þá þitt blessað brjef var skrifað, þettað blað atla jeg að senda með landpóstinum, ef að hann kjemur firri austur en Thyra, vil jeg ekki láta, hann fara svo að jeg ekki sendi með hönum nokkrar línur, og eíns til Ninnu okkar í þeirri von að hún verði svo hress að hún hafi sinna á að lesa þar, Enn Ragnheyði þinni atla jeg að skrifa, með Þorbirni, enn ef svo fer að þettað brjef kjemur firri til skila bið jeg þig að færa henni hjartans þakklæti mitt fyrir blessað brjefið hennar, Elsku frænka jeg veit að þú hugsar oft til mín, enn það máttu aldrei láta þjer koma til hugar, að jeg ímindi mjer að Ninna okkar hafi orðið veik fyrir nokkra vangá frá þinni hálfu, nei því fer svo fjarri, jeg er fullviss um að þú hefur í alla staði ámintt hana um að fara gjætilega með sig, og strax orðið hrædd við hóstan hennar enn sjálf var hún aldrei vara söm með sitt óhrau sta brjóst. þrátt fyrir það sem jeg var þó æ og æfinnlega að biðja hana að hlúa að sjér, og vera ekki uti í kveld loftinu, eitt var það líka annað sem gjört. henni oft stamt að hún var alla jafna fótköld, enn var ekki géfinn fyrir að vera í tvennu til fotanna sem hún þó hefði átt að gjöra á vetrum, enn til hvers er jeg að þessu það veit jeg ekki, Enn það seigi jeg þjer gull satt mín hjartkjæra frændsystir, hver sem endirinn verður á hennar veikindum, þá veit jeg að þú og þínir hafið allt gjört sem i mannavaldi stendur til að bæta henni heilsuna til þessa lífs, einsvo þið fir hafið gjört við þá ástvinina er þið eruð búin að skila Guði

gott fyrir taugarnar, Jóhanes mágur okkar þoldi það ekki og það eftir að hann var farin að klæðast, alltaf er hann lasinn, þó á fótum, Elskan mín fyrirgefðu þettað ljóta blað, Helga biður

hennar eiginn brjef lísa því líka að hún finnur það vel, það er mjer þúngt að hugsa til þess hvað þettað eíkur þitt stríð sem fir var mikið, En fyrir Ninnu, og mig var það mikið Guðs til lag að hún var í því líkum, höndum sem hún er hjá þjer, það hefði eitt hvað vantað á að jeg í eínstæðingsskap og fátækt mini hefði gjétað veitt henni það sem hún hefur hjá ykkur jeg sem oft ekki gjet feíngið mjólkur dropa til að lísa með, kaffið mitt, auk þá heldur, mjólk handa veikum og, hjérna í kuldanum held jeg að hún hefði ekki lifað leíngi, Elsku frændsystir mín, mjer hefur nú komið til hugar, hvert þú valdir, ekki að jeg kjæmi austur með Lauru, til að rjétta hjálpar hönd hjá þjer í sumar, first þú ert svo stúlku fá, ef þessi vesöld verður, þó jeg sjé nú orðinn bjálfi, og einsvo illa sjófært skip, þá er þó enþá nokkur seígja í mjer þegar á liggur jeg bið þig að gjöra svo vel að seigja mjér vilja þinn um þettað með næstu póstferð, mjer væri það kjær skilda og það sem jeg finn innilega köllunn til, Enn ef þú ekki gjefur um það, þá er jeg að hugsa um að fara til Jakobs bróðir með Júlí ferðinni á Thýru, hann kom með henni 17 maí, hann bað kjærlega að heilsa ykkur og sagði að sig hefði lángað til að koma að Hólmum, ef bini hefði til verið meðan að skipið stansaði a Eskifirði, hann bað mig að fara til sín þettað ár, til að sjá um í húsinu með bridin hann var mikið hnugginn ifir burtköllum Katrínar hann vildi helst, að jeg færi með þeím vestur, en það

að sjá frá henni staf, enn ekki vil jeg vinna til að hún skrifi mjer, til þess að henni laki við það, það er hætt við að bið verði á því að hún þoli það, til muna því það er ekki

sá hann sjalfur að jeg gat ekki. fir enn jeg var búin að bera það undir þig, mín elskaða frændsystir, hvernig jeg á að snúa mjer í þessum raunum og mótlæti sem góðum Guði nú á ný hefur þóknast að láta mjer að höndum bera, við þessi veikindi hennar Ninnu okkar fyrir hana vil jeg öllu til kosta þó það væri að skyrtum gjörði jeg það glöð ef jeg gjæti nokkuð bætt henni með því ef hún skildi nú verða svo heilsulaus þettað ár þó hún lifi, að hún ekki gjetur unnið neitt, þá finn jeg vel að jeg á aunga skildu á að, þú bætir henni ofann á þitt stríð og jeg vildi svo feiginn gjeta haft hana hjá mjer, en aftur er jeg nú svo hrædd um að hennar heilsa þá ekki þildi það viður væri sem við í þessu basli, heitum að hafa, og það, irði eitthvað ólikt því sem hún hefur haft þáþjer, hjásem, mín elsku frændsystir jeg veit ekki hvað jeg á nú að gjöra fyrenn jeg fæ línur frá þjer, jeg bið Guð að hjálpa mjer og mínum, og fel hönum á hendur, sem himna styrir borg, Hvernig hagur þinn stendur, og hvað þjer veldur sorg, Hann sem fær bilgjur bundið og bugað storma hér, þann fótfátt stig gjetur fundið út sem fær er handa þjer, þetta og annað Guðlegt hugga jeg mig við Bátt er það hvað J, þinn er heilsu laus, jeg vona að ekki hafi orðið mikið úr lasleika Kristins þíns, Margur má um sártt binda í morgun frétti jeg að Rósu á Kroppi væri sáluð, að nýlega afstaðnum barnsburði þettað er mikið sorglegt, og aumingja hjóninn í Möð= rufelli. Páll og Guðny, mistu í vor Dyrdleifu dóttir sína, og barn sem fæddist í vetur, jeg þakka þjer fyrir þá áminningu, að láta ekki Ninnu merkja að jeg

sje ángurvær, það vildi jeg feiginn gjöra, enn þó jeg þeigi, þá þekkir hún mig svo vel að hún veit að jeg er það undir þessum kringgumstæðum sem við nú erum, feiginn varð jeg

þan 5 Júní, Elskulega frændsystir, Jeg hefi verið að reýna til að fá ullarskyrtur, enn ekki gjetað feíngið þær, jeg veit að Ninna þarf að vera í þeim, og hefði kanski betur farið ef jeg fir hefði hert í því að láta hana brúka þær, jeg þakka þjer hjartanlega fyrir ullar bolinn sem þú hefur látið sauma, skildu þeir ekki gjöra eins gott gagn, jeg vildi feiginn útvega ullar skyrtur handa henni að sunnann ef þú á litur að þær sjeu betri enn blessaðir bolirnir sem þú hefur látið sauma, jeg fór í gjær út á Oddeyri, Fína og þær dætur hennar ásamt möllu biðja hjartanlega að heilsa ykkur, ef Petrea sál ekki hefði dáið ur tæringu hefðu þær gjarnann viljað láta mig fa ullar skyrturnar hennar, Guð veit að jeg er hrædd við næstu fréttir frá ykkur, þó jeg vilji reyna til að vera róleg, þú skrifar mjer að Dúi minn hafi farið rjet fyrir sumar dægin firsta

jeg þakka þjer hjartanlega fyrir hann, og það gleður mig mikið að frétta að þjer geðjast vel að hönum, hann er vel af Guði gefin, bara að hann gjæti sín þess bið jeg himin föðurin af heytu hjarta, hann var of mikið farinn að slá sjér í sollinn hjér á Akureyri í seírni tíð, það er nú lángtum betra með reglu og siðferði hjer enn var, um þaug ár ár sem han var hjer, Nú atlar séra Guðmundur að fara á morgun með póstinum, konum hans fer b með barn að þeírra, á Lauru, næst, það heytir Guðrún, jeg bið þig að gjöra svo vel að koma til skila inn lögðu brjefi, að þessu búnu kveð jeg þig og bið þig enþá að fyrirgefa þettað ljóta blað, Guð heyri bæn mína og gjefi að það sjæki vel að hvernig sem það er úr garði gjört jeg treysti þjer til að fyrirgefa þinni, þjer þakklátu elskandi frændsystir

Stephaníu

Myndir:1234