Nafn skrár: | SteSal-1885-06-04 |
Dagsetning: | A-1885-06-04 |
Ritunarstaður (bær): | Eyrarlandi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Eyf. |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3527 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Salómonsen |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | |
Dánardagur: | |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Eyrarlandi 4 Juní 1885 Elskulega góða frændsystir mín! Með þeirri innilega hjartans bæn til Guðs að þessar línur mínar meigi sækja vel að þjer og öllum sem okkur er ant um. birja jeg þar, Næst, henni, þakka jeg þjer af öllu hjarta fyrir þitt astrika heittekníngar sama, blessað, brjef sem lísir því, sem fir var mjer ljóst að þú ert sem víst kjær móðir við aumíngja elsku Ninnu okkar, jeg gjet ekki með pennanum vottað þjer og þínum, það þakklæti, sem Guð eínn veit að jeg með klökku hjarta vil færa ykkur, jeg hefi aldrei tilfínníngarlaus þeígið velgjörðir, og þá er líklegt að jeg þakki það, sem þeím er gjört, vel sem jeg elska heytara enn lífið í mínu eíginn brjósti, það er huggun og von mín að sá sem í öðrum heymi, ekki lætur eínn vatns að frétta þar af að Margrjet þín, var ekki, frískari en hún var þá þitt blessað brjef var skrifað, þettað blað atla jeg að senda með landpóstinum, ef að hann kjemur firri austur en Thyra, vil jeg ekki láta, hann fara svo að jeg ekki sendi með hönum nokkrar línur, og eíns til Ninnu okkar í þeirri von að hún verði svo hress að hún hafi hennar eiginn brjef lísa því líka að hún finnur það vel, það er mjer þúngt að hugsa til þess hvað þettað eíkur þitt stríð sem fir var mikið, En fyrir Ninnu, og mig var það mikið Guðs til lag að hún var í því líkum, höndum sem hún er hjá þjer, það hefði eitt hvað vantað á að jeg í eínstæðingsskap og fátækt mini hefði gjétað veitt henni það sem hún hefur hjá ykkur jeg sem oft ekki gjet feíngið mjólkur dropa til að lísa með, kaffið mitt, auk þá heldur, mjólk handa veikum og, hjérna í kuldanum held jeg að hún hefði ekki lifað leíngi, Elsku frændsystir mín, mjer hefur nú komið til hugar, hvert þú valdir, ekki að jeg kjæmi austur með Lauru, til að rjétta hjálpar hönd hjá þjer í sumar, first þú ert svo stúlku fá, ef þessi vesöld verður, þó jeg sjé nú orðinn bjálfi, og einsvo illa sjófært skip, þá er þó enþá nokkur seígja í mjer þegar á liggur jeg bið þig að gjöra svo vel að seigja mjér vilja þinn um þettað með næstu póstferð, mjer væri það kjær skilda og það sem jeg finn innilega köllunn til, Enn ef þú ekki gjefur um það, þá er jeg að hugsa um að fara til Jakobs bróðir með Júlí ferðinni á Thýru, hann kom með henni 17 maí, hann bað kjærlega að heilsa ykkur og sagði að sig hefði lángað til að koma að Hólmum, ef sá hann sjalfur að jeg gat ekki. fir enn jeg var búin að bera það undir þig, mín elskaða frændsystir, hvernig jeg á að snúa mjer í þessum raunum og mótlæti sem góðum Guði nú á ný hefur þóknast að láta mjer að höndum bera, við þessi veikindi hennar Ninnu okkar fyrir hana vil jeg öllu til kosta þó það væri að skyrtum gjörði jeg það glöð ef jeg gjæti nokkuð bætt henni með því ef hún skildi nú verða svo heilsulaus þettað ár þó hún lifi, að hún ekki gjetur unnið neitt, þá finn jeg vel að jeg á aunga skildu á að, þú bætir henni ofann á þitt stríð og jeg vildi svo feiginn gjeta haft hana hjá mjer, en aftur er jeg nú svo hrædd um að hennar heilsa þá ekki þildi það viður væri sem við í þessu basli, heitum að hafa, og það, irði eitthvað ólikt því sem hún hefur haft þan 5 Júní, Elskulega frændsystir, Jeg hefi verið að reýna til að fá ullarskyrtur, enn ekki gjetað feíngið þær, jeg veit að Ninna þarf að vera í þeim, og hefði kanski betur farið ef jeg fir hefði hert í því að láta hana brúka þær, jeg þakka þjer hjartanlega fyrir ullar bolinn sem þú hefur látið sauma, skildu þeir ekki gjöra eins gott gagn, jeg vildi feiginn útvega ullar skyrtur handa henni að sunnann ef þú á litur að þær sjeu betri jeg þakka þjer hjartanlega fyrir hann, og það gleður mig mikið að frétta að þjer geðjast vel að hönum, hann er vel af Guði gefin, bara að hann gjæti sín þess bið jeg himin föðurin af heytu hjarta, hann var of mikið farinn að slá sjér í Stephaníu |