Nafn skrár:SteSig-1863-09-23
Dagsetning:A-1863-09-23
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn. ?
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 28 Sepbr_ sent þad m0b pn 42ss) + 32ss 2 0 2 1ass

Breiðabólsstað dag 23 Septenber 1863

Elskulegi Bróðir minn!

Fyrir eiga lynur þessar að færa yður mitt ynnilegt hjartans þakklæti fyrir mig og alla umsjónina á mjer meðan jeg var hjá yður, Okkur gekk ferðin vel Syslumaðurin fór eins vel með mig einog jeg skildi hafa verið konan hanns!!! hann setti mig uppá n besta hestin sinn, og ljet mig einlægt ríða honum, svo jeg kom ekki minum hestum á bak, nema rjett fyrst hann var svona værn, án þess þó að jeg mældist neitt til þess, því mjer datt ekki annað í hug en að ríða mínum lutum, Jeg kom híngað í fyrradag, mjer lyst vel á alt mitt fólk hjer, og það vill vera mjer alt mikið gott, svo það er mjer að kenna en ekki þvi, að jeg er með leiðindum enþá

sem komið er en það máski lagast._ Jeg leifi mjer nú að senda brjef sem jeg ætla að biðja yður að göra svo vel og láta fylgja hinum einsog við töluðum um, Jeg sendi yður líka 4mr og ætla jeg að biðja yður að gjöra svo vel og heilsa Guðríði og biðja hana að kaupa fyrir mig 1 Skrúbbuhaus, sem við sáum að til voru hjá Smhit en afgán= urin á að fylgja brjefonum þó hann másk verði oflítill, svo fer jeg þá að hætta og biðja y00yður að heilsa hjónonum og með þakklæti fyrir mig seinast, og að endíngu bið jeg yður að heilsa fyrirgefa þetta rugl og klór

yðar með virðíngu elskandi bróðurdóttir

St Siggeirsdóttir

P.S. Skrúbbuhausin vil jeg biðja yður svo vel göra og senda mjer með þessum sendimanni Syslumans Hermani sem með þessi brjef fer, yðar með virðingu S.S

Herra Stúdent Páll Pálsson í Reikjavík

Myndir:12