Nafn skrár:SteSig-1864-02-22
Dagsetning:A-1864-02-22
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn. ?
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 16 marts. Breiðabólstað dag 22 Febr 1864

Elskulegi Föðurbróðir!

Lynur þessar eiga fyrst og fremst að færa yður ynnilegt þakklæti mitt fyrir brjefið, og sendínguna í haust, jeg sá af skildíngonum sem þjer senduð mjer tilbaka hvað vel þjer höfðuð gört, við mig og brjefin mín, og nú verð jeg að gánga uppi sumu dulunni, og biðja Yður svo velgera og leiðbeina á samahátt, og hinum, meðfylgandi brjefi, líka lángar mig mikið til að biðja yður, að gera svo vel

ef Yður sýnist það ekki vitleisa, að ná brjefonum mínum, sem jeg vonast eptir að komi til mín, með norðanpósti, og senda mjer þau, ef þjer vissuð af ferð áður en póstur geingi hínað austur, en þjer sjáið betur en jeg hvað best væri i þessufalli._ Lítið get jeg sagt Yður af mjer, Æ, systir mín, og alt frændfólkið mitt, er mjer svo undur gott, að jeg get ekki óskað eptir því betru, en ekki hefur mjer geing= sem best að útrima öllum leiðind= um, þó hefi jeg haft ráð yðar og keppst við að spinna, og ætla jeg að það ráð, muni hafa verið

eitt með þeim betri, við þeim sjúk= dómi, þó best hafi mjer lukkast í því tlliti, hvað systir mín og dóttir hennar eru skemtilegar._ Nú fer jeg þá að hætta, og biðja yður að bera kæra kveðju mína hjónonum, og Guðríði, líka bið jeg yður að forláta blaðið og kvabbið, gerið svo vel og heilsið Stebba frænda þegar þið sjáið hann

frá yðar elskandi Bróðurdóttur

St Siggersdottir

Myndir:12