Nafn skrár:SteSig-1864-08-29
Dagsetning:A-1864-08-29
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn. ?
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Breiðabólstað dag 29 Agust 1864 sv 16 sepb.

Elskulegi Föðurbróðir!

Nymeðtekið elskulegt tilskrif af 18 þ.m og því meðfylgandi kærkomna sendíngu þakka jeg yður nu svo vel sem jeg get með línum þessum fyrst fyrir alla fyrirhofnina og frammistöðuna, sem þú hafið haft fyrir einbugunum, og festinni er það fyrir utan yðar tilsjón seint mundi hafa komið, en einkanlegast fyrir það sem þjer seigist lata til uppfillingu í kassan því það gladdi mig ekki minna að fá það frá yðar hendi en hlutirnir í sjálfu sjer, og tek jeg þá því lángt fram= yfir alla ali í Vogg. það vildi líka svo heppilega til að dagin sama sem jeg (SS) fjekk brjef yðar kom kærast inn um kvöldið svo hríngirnir þurftu ekki leingi að ligga G00svo varð nú lika tiltekin giftínga

dagur okkar og er hann sá 21 Septenber ef guð lofar, og vona jeg að þu þá latið huga yðar hvarla til okkar, Ekki sendum við yður aftrykk af hríngnum í þetta sinn þar við höfum ekki svo gott lakk sem skildi en hann áhefur vandað það og skal það, þá ekki dragast Jeg vona að brjef þetta og peníngarnir er því fylga, komist með góðum skilum til yðar þar jeg sendi það með Helga Helgason er hjer var á ferð. Jeg á þá ekki annað eptir í þetta sinn en bera yður kæra kveðju frá mannefninu er nú er að fara á stað, og svo að biðja yður að fyrirgefa þetta flitis blað yðar elskandi Bróðurdótti

St Siggeirsdóttir

Myndir:12