Nafn skrár:SteSig-1864-09-28
Dagsetning:A-1864-09-28
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 14 Oct 64

Hraungerði dag 28 Septbr 1864

Elskulegi Föðurbróðir!

Hjartans þakklæti eiga linur þessar að færa yður fyrir yðar góða brjef, af 16 Septbr. hvurt jeg fjekk austan frá Br.bólstað í gær því hingað komum við 24da einsog Stebbi frændi máske hefur sagt yður því þeir komu híngað með okkur, þjer sjáið hjeraf að jeg ekki er leingi búin að vera hjer, og get því litið sagt yður af mjer hjer, nema velliðan mína i allastaði, og að jeg er svo vel ánægð, sem jeg held að nokkur geti verið og get jeg víst aldrey fullþakkað það góðum guði hvað gott hluti kipti hann hefur útvalið mjer, jeg hefi lítið af bústörfum að eiga en sem komið er, og verður liklega ekki núna fyrst, því Teingda móðir og systir taka það af mjer, þær eru mjer hvurannari betri og vilja bera mig á höndum sjer, mig langar líka til að brjóta það ekki af mjer, fyrst jeg bar lukku til að komast í þessar kringumstæður._

hjer um dagin fjekk jeg Obligatiónirnar frá systir á Húsavík og er hún nú búin að afgreiða alt sem hún hafði gefið mjer, Maðurinn minn biður yður svo velgjöra og komast eptir hjá Landfógetanum, hvað mikil renta sje borguð af Uppseigjanlegri Konúnglegri Obigation, Nov 2565, útgefinni 11 Desenber 1801._ Mjer er heldur farið að leiðast eptir brjefi frá Pabba því jeg hef nú ekki sjeð línu frá honum síðan hann skrifaði mjer í Febrúar í vetur, en af honum hefi jeg seinast frjett, núna með Stebba frænda, að hann ásamt Bjarna bróðir hafði komið austur á völlur í sumar, og gat Stebbi ekki annars en hann hefði verið glaður og frískur. ( og Jarpur hanns feitur og fjörugur vel) Jeg hefi þá lítið meira til að skrifa í þetta sinn, þegar jeg betur er komin inní búskapin skal jeg reina að skrifa yður eitthvað um hann, jeg vona að þjer gerið svo vel og skrifið mjer endrum og sinnum og látið mig ekki gjalda hvað brjefin min eru mögur því mig lángar svo mikið til (einsog þú seigið í brjefi yðar) að stuðla til að hugur

Yðar sje hjá mjer og okkur hjer._ Þá er nú brjefs efnið búið í þettasinn Maðurinn minn biður mig að bera yður kæra kveðju sina og það sama bið jeg yður, gera til húsbænda yðar, en þjer sjálfur eruð kærtkvaddur í huga af Yðar elskandi bróðurdottir

St Siggeirsdóttir

Myndir:12