Nafn skrár: | SteSig-1865-02-26 |
Dagsetning: | A-1865-02-26 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Hraungerði á Öskudaginn 1865 sv 17 Marts. send austanbréfs. Elskulegi Föðurbroðir! Nú í dag legst jeg í sekk og ösku og yðrast sárt eptir hvað lengi jeg hefi dreigið að skrifa og þakka yður fyrir tvö kærkominn brjef það seinni af 16 Nófember, það fjekk jeg nú að sönnu ekki fyr en eptir meir en manað= ar út og okkur þikir svo gaman að því Maðurinn minn skrifar aungvum í Rvk og fær því aldrey brjef þaðan, og þó jeg að sönnu hafi skrifað þeim frændum mínum, og feingi í haust loforð hjá þeim, um að skrifa mjer og láta mig vita hvernin þeim geingi þá eru þeir ekki farnir að enda þetta loforð en, þjer gétið til í brjefi yðar að Þórun frá Hofi muni skrifa mjer frjettir að norðan, en það lítur svo út að vel, jeg hef nú haft meir en rokkinn minn mjer til skemtunar í vetur tíðin alt framm að Jólum var svo undur góð, og aungu þurfti að gefa þangað til en síðan hefur nú rjett einlægt verið gefið öllu, jeg lofaði yður að seigja yður einhvurtíma um svo Pabbi gæti feingið góðan hval bíta með góðu verði, undarlegt þikir mjer að ekkert brjef skuli hafa komið frá honum í haust og sumar til neins okkar en núna með Norðanpósti vona jeg þó að það komi, og verður nú ekki langt fyrir ykkur í Rvk: að bíða eptir honum, en leingra hjer fyrir okkur, en þá kem jeg til að legga lítið eitt í pósttöskuna og hjálpa þar uppa skuldirnar og um leið sendi jeg líka fyrir það í haust, fyrir þessi brjef bið jeg yður líka, að koma á frá yðar elskand brdottur St Siggeirsdo |