Nafn skrár:SteSig-1865-02-26
Dagsetning:A-1865-02-26
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hraungerði á Öskudaginn 1865

sv 17 Marts. send austanbréfs.

Elskulegi Föðurbroðir!

Nú í dag legst jeg í sekk og ösku og yðrast sárt eptir hvað lengi jeg hefi dreigið að skrifa og þakka yður fyrir tvö kærkominn brjef það seinni af 16 Nófember, það fjekk jeg nú að sönnu ekki fyr en eptir meir en manað= ar útirist alt rifið og sundurflakandi og hefði það víst aldrey haft heilsu til að komast til mín alla leið he0fði ekki einkvur góður maður (jeg veit ekki hvur) miskunað sig yfir það og sleigið utanum ræfilin af því til mín, það sannast annars á mjer máls hátturin. To sjer stríði vesæll maður, því jeg missi mikið meira en þjer, við að skrifa yður ekki, þarum jeg fyrir það, fer á mis við að fá frá yður brjef og frjettir úr blessuðum höfuðstaðnum, sem mjer og

og okkur þikir svo gaman að því Maðurinn minn skrifar aungvum í Rvk og fær því aldrey brjef þaðan, og þó jeg að sönnu hafi skrifað þeim frændum mínum, og feingi í haust loforð hjá þeim, um að skrifa mjer og láta mig vita hvernin þeim geingi þá eru þeir ekki farnir að enda þetta loforð en, þjer gétið til í brjefi yðar að Þórun frá Hofi muni skrifa mjer frjettir að norðan, en það lítur svo út að Reík: ekki gefi henni tíma til að skrifa, því hún hefur aldrey skrifað mjer síðan hún kom þángað en gerði það stöðugt áður,_ Mig er nú farið að lánga mikið eptir að frjetta frá yður, og norðan piltum frændum okkar, jeg hefi nylega sjeð Skólaröð og er Jón Olafsson, þar neðstur og stóð þar við að það væri fyrir háska= lega nótu sem hann hefði feingið, svo mjer er nú forvitni á að vita hvað greiið hefur brotið, líka þikir mjer leiðinlegt að vita ekki hvornin Stebba geingur. _ Þetta brjef verður frjetta fúlt því hjer í blessuðum flóanum ber lítið til tíðinda, mjer líður mikið

vel, jeg hef nú haft meir en rokkinn minn mjer til skemtunar í vetur tíðin alt framm að Jólum var svo undur góð, og aungu þurfti að gefa þangað til en síðan hefur nú rjett einlægt verið gefið öllu, jeg lofaði yður að seigja yður einhvurtíma um sp skepnurnar hvað margar þær væru, og er þá fyrst ærnar á milli 50 og 60 Lombin 60 og kyrnar 7 3 tuddar og 13 hestar, þetta er nú að sönnu ekki margt, en má þó ekki vera vel meir til þess það geti verið í bærilegustandi þó ekki falli sem best 13 eru heimilis fólkið en í vetur eru 15 nl: tveir kinsludreingir annar Þorsteirn frá Móeyðarhvoli en hinn sonarsonur Magnúsar alþíngis manns Læknirinn frá Moeiðarhvoli var hjer nylega hann sagði velliðan bæði frá sjer og Brbóstað, þjer hafið líklega frjett einsog við að 20 hvali hafi átt að reka frá Langanesi og austur á Djúpavog, og vildi jeg óska að einhvorn hefði rekið á Sk00gastöðum eða að minstakosti þar í grendínni

svo Pabbi gæti feingið góðan hval bíta með góðu verði, undarlegt þikir mjer að ekkert brjef skuli hafa komið frá honum í haust og sumar til neins okkar en núna með Norðanpósti vona jeg þó að það komi, og verður nú ekki langt fyrir ykkur í Rvk: að bíða eptir honum, en leingra hjer fyrir okkur, en þá kem jeg til að legga lítið eitt í pósttöskuna og hjálpa þar uppa skuldirnar og um leið sendi jeg líka fyrir það í haust, fyrir þessi brjef bið jeg yður líka, að koma á rjettanstað nl á póstin, jeg skrifaði svona snemma af því vinnumenn okkar tveir fara nú suður til sjóar en við fitumvitum ekki um neinar vissar ferðir seirna._ þetta merkis brjef er þá ei 0n0la og hugsa jeg að þjer ekki sjáið stort eptir því Maðurin minn biður kærlega að heilsa yður og seigist fuslega játa að þjer hafið kent sjer að lakka og sendir hann yður nú lökk sem lökkuð voru eptir yðar fyrirsögn heilsið hjartanlega husbændum yðar,

frá yðar elskand brdottur St Siggeirsdo

Jeg gleimdi að geta um að 25 og 26 Janúar var hjer 20 gráðu frost og þótti það nokkuð mikið, forlatið blaðið S.

Myndir:12