Nafn skrár:SteSig-1865-05-07
Dagsetning:A-1865-05-07
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 10 maí sendir su00i ullegg af (æsar fra jfs) i 2 póstum

Hraungerði dag 7. Maí 1865

Elskulegi föðurbróðir!

Fyrir þrem dögum fjekk jeg yðar góða og skemtilega brjef af 23 Apríl fyrir hvört línur þessar eiga að færa yður mitt besta þakklæti, mjer kom óvart sú heppni að brjefið mitt til Systur skildi ná í Norðanpóstin, mjer þikir hann hafa verið bísna þolinmóður það verður mikill munur á þessu brjefi mínu og yðar brjefi, einsog optar því ekkert get jeg sagt yður í frjetta skini eða sem þjer getið haft gaman af en jeg vona að þjer virðið mjer það til vorkunar, og hugsið eptir hvað mikill mismunur erá að vera í sjálfum Hufuðstaðnum, ellegar hjerna i fen= onum í flóagreiinu sem er svo illa reimdur fyrir fen og forræði að allir

sem á ferð eru forðast hann einsog þeir geta og fyrir það vill honum svo illa til með allar frjettir, nema fiski= =leisis frjettirnar þær fær hann, ef mjer þætti ekki heldur snemt að bregða búskornum h eptir eirn vetur þá held jeg, jeg, hefði nú helst viljað það fyrra svona fellur, það lítur ekki út fyrir að jeg ætli að hafa heppni af sjónum því staðurinn minn hefur altaf verið heldur heppinn með menn sína þángað til nú, en þó þetta sje slæmt fyrir sveitamennina er þó vonandi að þeir komist bærilegast útaf því en eir sem ekkert hafa við að stiðjast nema sjóin einan, jeg ætla því að bera mig vel og bregða ekki og minast þess að Mörg er búmanns rauninn. hjer um dagin fjekk jeg brjef frá Systir minni á Brbst og fylgdi þar með seðill frá Stebba sem hann hafði látið ynnaní til hennar

hann skrifaði mjer ekki annað af sjer en að sem þjer voruð bún= ir að seiga mjer úr yðar brjefi, hann var á ekki búinn að fá brjefið frá mjer sem jeg skrifaði honum í haust, og bað fyrir á Húsavík að koma til hanns, hann sagðist á ekkert vita hvar jeg væri eða hvort jeg væri gift eða ógift, jeg halla að það brjef mitt hafa drukknað næri landi þarsem það komst Norður á Huvík, Mikið ótti mjer slæmt með St frænda að honum skildi vilja til skissa jeg er líka að hugsa að hann hafi ekki verið komin svo hátt að hann hafi mátt við að falla eins djúpt og Jón betur þeir hættu því þ gamni_ þá er nú þetta brjef á enda hjá mjer heilsið kærlega húsbændum yðar, Maðurinn minn biður líka hjartanlega að heilsa yður forlatið svo blaðið yðar elskandi bróðurdóttir

St Siggerd

E.S. Maðurinn minn biður mig að spurja yður hvort þjer ekki viljiðmun= ið geta gert svo vel og utvegað sjer í Reykjavík eða ef ekki á að panta fyrir sig danska útleggíngu yfir Gæsar

Myndir:12