Nafn skrár:SteSig-1865-06-05
Dagsetning:A-1865-06-05
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 10 juni Hraungerði dag 5 Juní 1865

Elskulegi föðurbroðir!

Jeg er nú svo hrædd við yður að þjer grunið mig um hilgsni, að jeg þori ekki annað enn taka þennan helgi dag til að skrifa yður, og þakka fyrir kærkomið brjef af 10 Maí aldeilis meigið þjer vera óhræddir um að rokkurinn minn eða onældan líður ef ekkert fyrir yðar skuld, því lángt er síðan hann var settur útí horn, hvaðan hann valla verður ómakaður fyren í vetur, en ekki þætti mjer mótvon þó yður kinni að þikja brjefin mín koma nógu þjett af því au hafa svo lítið skemtilegt eða merkilegt til að bera einsog önnur kven= fólks brjef sem aldrey þikja merkileg eða standa háttskrifuð hjá karlmönn= onum, þjer hafið heldur ekki fyrir mjer að vera leingi í brjefa skuld, og hvur veit nema það hafi kunnað að slæðast til mín frá yður að vilja heldur ekki vera það til leingdar, svo er nú líka fyrir

mjer þetta gamla að hvur er sjálfum sjer næstur, og jeg hugsa mest um að koma yður í skuld við mig af því brjefin yðar eru okkur báðum hjer, svo kærkom= inn og meigið þjer því vera vissir um að jeg álít fullkomna borgun í brjef= onum yðar þó þau sjeu ekki drekk hlaðinn af frjettum Aðal efni brjefs þessa verður nú annars mest frá manninum mínum sem biður mig að bera yður kæra kveðju sína ásamt þakklæti fyrir bækurnar sem honum þótti mikið gott að geta feingið, þarið hann ekki seigist vera óhræddur um við eptir að hafa ekki litið í latínska bók í 10 ár en ætlar sjer í vitur að hafa til kenslu 2 eða 3 dreingi, hann getur ekki neitað bróðir sínum á Moeiðarhvoli um að taka Steina aptur í vetur, en finnst betra úrþví hann tekur eirn að taka fleiri, þegar allir eigi að læra það sama, og hann því brúki sama tíma við eirn einsog fleiri, hann ætlar að taka 10rd um mánuðinn (4 vikur) með hverjum þeirra hvurnin líst yður á þetta? ánægður seigist han vera með útlit bókanna en síður með að þu ekki getið neitt um hvað þad þær kosta, og seigist hann vona eptir, að þú gerið það næst._ Hann biður mig líka að spurja yður að hvort hann þurfi sjálfur að fara suður með Obligat= ionir okkar til að hefja rentur af þeim eða hvort ekki sje nóg að senda vottorð sýslumans

um að renturnar sjeu afskrifaðar, og geti svo hver sem vill tekið á móti rentonum, hvort þar með þurfi að fylgja vottorð um giptíngu okkar, og ef svo er hvort kgl: leyfisbrjefið nægi þá ekki til þess? Vegna fiskileisisins í ár erum við neydd til að til að selja eina af þessum Obilgationum hún er dagsett 26 Sept: 1812, uppseiganleg með 6 mánaða fyrirvara, og hljóðandi uppá 100rd. Ekki m vætivænti jeg þjer vitið neirn kaup= anda, sem kinni að vilja gefa einsmikið fyrir hana einsog hún hljóðar uppá eða nálægt því? hann er hræddur um að Thorgrímsen ekki muni vilja gefa svo mikið fyrir hana Ekki er nú um annað talað manna á milli en tíðina sem þikir heldur köld og hrjóstrugjörðin er hjer þó víst ekki í lakasta lagi í flóanum, kýrnar eru farnar að fá nóg gras svo þær filla sig á dagin, og er jeg því að vona að fari að lifna í þeim, við erum líka búinn með töðuna en eigum eptir góðan slatta af útheyi, sauð burðurinn hefur geingið allvel flest er borið, og fæða allar ærnar vel, þó þær stálmuðu og bæru flestar í mestu ótíðinni, tvö úng lömb hafa dáið en tvent hefur aptur verið tvílembt svo það stendur heima ennþá sem komið er en 10 heybolla höfum við mist og tvær ær alt úr skitupest sem hjer hefur geingið svo gróf um þessar

sveitir, og margir hafa mist gróft úr henni bæði af gemsum og fullorðnu._ Góðar þóttu mjer frjettirnar um fallið á bómullinni, en hrædd er jeg um að það nái ekki til okkar í ár nl: að kaupmennirnir láti ekki falla þetta sem þeir nú hafa, fyr en þeir eru búnir að selja það, og fá svo nýtt, og með betra verði, jeg ætla því að vera einusini forsjál og sleppa öllum sirsa og ljereftu kaupum í ar ár, og geima alt þess háttar til næsta sumars, og ætla jeg því að sitja heima í sumar og freista mín ekki með að fara í búðirnar, því jeg veit af mjer þar veikri á svellinu því margt geíngur þar í augun Vinnumaður okkar sem fer með þetta blað er nú að sækja fisk, og kaffi og sikur og þessháttar dót. Leiðinlegt er að hugsa til hvað kalt er nú norður á Ströndum hjá Pabba jeg er hrædd að þar sjeu bæði biljir og ís Nú er þó meir en mál að hætta og biðja yður að forláta þetta blað einsog önnur, yðar

ellskandi bródurdóttur

St. Siggeirsdóttir

Myndir:12