Nafn skrár: | SteSig-1865-06-05 |
Dagsetning: | A-1865-06-05 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 10 juni Hraungerði dag 5 Juní 1865 Elskulegi föðurbroðir! Jeg er nú svo hrædd við yður að þjer grunið mig um hilgsni, að jeg þori ekki annað enn taka þennan helgi dag til að skrifa yður, og þakka fyrir kærkomið brjef af 10 Maí aldeilis meigið þjer vera óhræddir um að rokkurinn minn eða onældan líður mjer þetta gamla að hvur er sjálfum sjer næstur, og jeg hugsa mest um að koma yður í skuld við mig af því brjefin yðar eru okkur báðum hjer, svo kærkom= inn og meigið þjer því vera vissir um að jeg álít fullkomna borgun í brjef= onum yðar þó þau sjeu ekki drekk hlaðinn af frjettum Aðal efni brjefs þessa verður nú annars mest frá manninum mínum sem biður mig að bera yður kæra kveðju sína ásamt þakklæti fyrir bækurnar sem honum þótti mikið gott að geta feingið, þarið hann ekki seigist vera óhræddur um við eptir að hafa ekki litið í latínska bók í 10 ár en ætlar sjer í vitur að hafa til kenslu 2 eða 3 dreingi, hann getur ekki neitað bróðir sínum á Moeiðarhvoli um að taka Steina aptur í vetur, en finnst betra úrþví hann tekur eirn að taka fleiri, þegar allir eigi að læra það sama, og hann því brúki sama tíma við eirn einsog fleiri, hann ætlar að taka 10 um að renturnar sjeu afskrifaðar, og geti svo hver sem vill tekið á móti rentonum, hvort þar með þurfi að fylgja vottorð um giptíngu okkar, og ef svo er hvort kgl: leyfisbrjefið nægi þá ekki til þess? Vegna fiskileisisins í ár erum við neydd sveitir, og margir hafa mist gróft úr henni bæði af gemsum og fullorðnu._ Góðar þóttu mjer frjettirnar um fallið á bómullinni, en hrædd er jeg um að það nái ekki til okkar í ár nl: að kaupmennirnir láti ekki falla þetta sem þeir nú hafa, fyr en þeir eru búnir að selja það, og fá svo nýtt, og með betra verði, jeg ætla því að vera einusini forsjál og sleppa öllum ellskandi bródurdóttur St. Siggeirsdóttir |