Nafn skrár:SteSig-1865-11-18
Dagsetning:A-1865-11-18
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 2 Marz 66 Hraungerði dag 18 Nóv: 1865 m000 8 febr 66.

Elskulegi föðurbróðir!

Betra er seint en aldrey og svo er fyrir mjer með að þakka yður fyrir seinasta brjefið yðar frá því í Juní í sumar, mig er nú farið að lánga svo mikið eptir að heyra frá yður og því ætla jeg nú að reina að láta þetta blað vinna mjer ynn brjefi frá yður ef það getur, það er af okkur hjer að seigja að okkur líður öllum vel Olafi litla fer velframm enda hefur honum aldrey orðið misdægurt hann er nú 21 vikugamall Jeg hafði einusinni ætlað mjer að minnast á heiskapinn við yður, og er það þá fyrst að

Jeg sendi þetta með manni sem nú kemur og ætlar suður í fjörð, en Maðurinn minn er að húsvitja í dag yðar Ste

eg a af þem honum að hann gekk ekki svo illa framanaf einsog víð= ar, við feingum í alt liðug 6 hæ0 í garð og eru 2 hund: af því hrakn= ingur sem úti var í öllum vosun= um, og verið: var að gutla við þángað til á seinasta sumardag á var seinast átt við hey hjer og voru þá allir búnir að fá nóg af þeim heiskap, taðan náðist mjög vel verkuð svo kírnar ættu að geta mjólk= að i vetur ef þeim væri það lægið við keiptum snemmbæru í haust sem að sönnu er borinn enn ekki fullgrædd enn, svo jeg veit ekki en hvorninn hún muni heppn= ast, sem lítur út fyrir að það muni verða heldur vel, heimtur voru góðar hjá okkur því ekki vantaði ne nema 2 lömb og var það sem ekkert._ I haust heirðum við sagt að Madme Þorbjörg ekka afa míns hefði

farið suður, en tveim dogum seirna en við heirðum þetta, feingum við fullkomna fullvissu um að svo var, því þá kom maður með brjef til mín frá henni hvurju fylgdu 3 skinhoraðir hestar sem hún bað okkur fyrir þjer getið kanski getið nærri hvað vel manninum mínum muni hafa verið við þessa sendingu því þó hann hefði viljað senda þá aptur suður þá voru þeir ekki færir fyrir því, honum var því nauðugur eirn kostur að 0eiku þá einum hefur hann komið fyrir en tvo hefur hann og er hann ekki ohræddur um að þeir drepist úr hor, hvornin standa þeir sig nú Stebbi og Jón? ætli Móðir Jóns geti nokkuð kom= ið í veg fyrir slark hanns? sem jeg hefi heirt að ekki væri svo

við Stebba að senda mjer Skólaröðina Ekkert brjef hefi jeg feingið að norðan í haust og þætti mjer gaman að vita hvort þjer hafið feingið brjef frá Pabba, Nú verð jeg mikið að biðja yður að forláta mjer þetta blað, því hvorki Oli nje rokkurinn gefa mjer nú tíma til að skrifa því báðir reka nú á eptir hvurn uppá sinn máta, berið kæra kveðju mína húsbændum yðar og ynnilegasta þakklæti til yðu husmóðir yðar fyrir sendinguna sem kom sjer svo undur vel í skírnar veitslu Ola, líka á jeg að bera yður bestukveðju frá Manninum mínum með þakklæti fyrir tilskrifið seinast, við Oli þökkum bæði skinnpjötluna henni lukkaðist vel að narra hann, blaðið er þá á enda og við öll kveðjum yður með ást og virðingu jeg er yður elsk: bróðurdóttir

Stefania Siggeirsdóttir

Myndir:12