Nafn skrár: | SteSig-1866-03-02 |
Dagsetning: | A-1866-03-02 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 16 Marts. ferd 9 bref komuð med 12. posti Hraungerði dag 2. Marz 1866 Elskulegi föðurbróðir! Eptir lánga útivist hef jeg fyrir skömmu meðtekið yðar kærkomna brjef af 10 Janúar fyrir hvurt mjer fyrst nú gefst tækifæri á að þakka yður._ Mig og okkur rak í rogastans þegar við sáum af brjefi yðar að þjer ekki hefðuð feingið seðilkorn sem jeg skrifaði yður seint í Nóvenber að mig minnir með Manni hjer af næstabæ sem fór í Hafnarfjörðin, jeg var því leingi búin að vona eptir brjefi frá yður þegar það kom mjer var því farinn einsog yður að þika skritinn þögn yðar og jeg var farin einsog þjer að íminda mjer ímis= =legt um það allra helst var jeg hrædd um að yður væri farið að leiðast að svara úr mjer ruglinu, og varð jeg því mjög feiginn þegar jeg fjekk þetta brjef, yðar og af þessu sjáið þjer nú hvað allar getgátur yðar um þögn mína hafa verið óverðskuldaðar Mjer þikir annars skritið að brjef þetta skuli hafa glatast á svona stuttri leið, mig minnir jeg væri eitthvað að rugla við yður um búskap í því, jeg ætla ekki að fara að hafa það upp aptur því hvur veit nema að þjer nú sjeuð búinn að fá ræfilinn af því Frá okkur hjeðan er lítið að frjetta okkur öllum hjer líður vel, Oli vex og veldafnar hjer eru einlæg frost og staðviðris húskveðju, og svo varð það úr að við fórum upp að Mosfelli, og svo riðum við útað Klaustur hólum með prófastinum, (Mad ekki mjer hefur hann skrifað síðan í sumar með þíngmönnum, enn nú vona jeg að brjefin að norðan sjeu að= eins ókomin til yðar þó þá kunni að dragast að þau komi til mín. Lítið er um ablabrögðinn hjer austan= fjals nem af hákalli, hjerum dæginn reru 7 og var þá mest 17 en minst 10 hákallar á skip, og eirn hafði róið áður og feingið líka 10 hvaraf eirn var tunnuhákall valla hefur orðið fiskivart hjer austanfjalls._ Sóttveiki er hjer víða á bæum einkum hjer uppum sveitir t.d: í Birtín= aholti í ytri hreppnum hefur aldrey verið slókt ljós síðan um höfuðdag í sumar, það er þaðann 1 dreingurinn sem hjerna er til kennslu, þjer hafið aldrey sagt mjer hvornin yður lítist á að halda þessa dreingi fyrir 10 rd um mánuðinn fyrir hvurn Maðurinn biður að bera yður kæra kveðju sína forlatið mjer blaðið og berið kæra kveðju húsbændum yðar frá yðar elskand brdóttir St Siggeirsdottir |