Nafn skrár:AdaBja-1901-08-25
Dagsetning:A-1901-08-25
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth Nebr 25 Agust 1901

Elskulegi bróðir

Jeg meðtók þitt góða og alúðlega brjef með skjilum og þakka þjer af hjarta firir það, mjer þótti gaman að fá svo miklar frjettir og að heira vellíðan ukkar og að það hjónin eruð ennþá við góða heilsu og að þið hafið gott árferði mjer þótti slæmt að þið skjilduð ekki fá mindirnar sem jeg sendi en jeg vona að þið hafið fengið þær síðan an en en ef þær hafa ekki komið þá segðu mjer það í næsta brjefi og þá skal jeg senda þjer aðrar okkur líður vel við erum við góða heilsu börnin hafa verið frísk og hafa dafnað vel í sumar þettað hefur

verið það heitasta sumar sem jeg man eftir það var 106 til 108 í skugganum meir en í viku snemma í July það var líka mikið þurt ifir mesta part af filkjonum uppkjera er mjög misjöfn og rír ifir höfuð en hjer í Neb erum við mjög lánsamir það var að vísu mikið þurt hjer en við fengum regn í tíma bæði firir hveiti og mais jeg hafði 12 ekrur af hveiti og þreskti 300 bu. hafra hef jeg ekki þreskt ennþá en þeir eru rírir Corn var nærri því skrælnað upp en regn kom í tíma og það lítur nú vel út hjer í kríng beitilönd voru ljeleg vegna þurkanna og ripir grennri en vanalega en það lítur útfirir að það verði gott haust því gras er nú orðið gott Lárus hafði skaða firir viku

liðinni elding sló hlöðuna hans og allt brann til jarðar hlaðan kostaði 500 dollara en hann fjekk var assuíeraður firir 250. Lárus bír á landinu sem hann tók farst hann hefur biggt einstaklega fallegt hús með 8 herbergum stórt barn og margar aðrar útbiggingar hann á eins snoturt bú eins og finnst hjer í kring. það er nú öðruvísi um mig jeg á ekkert heimili ennþá en jeg hef nú von um að geta kjeipt 80 ekrur innan skams í það minnsta er jeg að safna til þess land er nú í góðum prís frá 40 til 50 dollara ekran Já þú getur um í brjefi þínu að þú sjert að hugsa um að selja Olafsdal firir búnaðar skóla jeg er viss um að amtið

gæti ekki kjeipt betra pláss mjer finnst þú ættir að fá góðan prís þú ert nú víst farin að sjá ávöxt verka þinn skólapiltar frá Olafsdal eru líklega að kjenna öðrum dreingum og jarðirkjan er víst mikið á framförum um allt landið er mikið af fje selt til Englands og eru ekki duglegir bændur að efnast þú hefur fallegt bú í Olafsdal en hvernin hefurðu sumarbeitiland firir svo margar ær og kjír og hesta í Olafsdal eða hefurðu sel í belgsdal hvar er Bjartmar Kristjánsson og Gísli Jónsson frá Kvalsá

Jeg er nú svo ónítur að skrifa svo jeg bið þig firirgefningar hvað það er stutt með hjartans kveðju til Guðlaugar og barna þinna og forn kunninga minna jeg er þinn elskandi bróðir

Bjartur Albert Barnason

Myndir:12