Nafn skrár:SteSig-1866-05-30
Dagsetning:A-1866-05-30
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 6 Juni 66 send bref fra 10 00yg.

Hraungerði dag 30 Maí 1866

Elskulegi foðurbróðir!

það er nú orði lángt síðan jeg hefi einlægt ætlað að skrifa yður en altaf eitthvað fallið fyrir svo ekki hefur orðið af því þegar ferðirnar hafa fallið, en nú á blað þetta loksins að færa yður mitt besta þakklæti fyrir tilskrif af 16 Marts og hirðínguna á norðan brjefonum mjer þótti annars mikið vanta að ekki var brjef frá Föður mínum svo jeg veit ekkert hverninn honum líður, jeg er hræddum að það sje biljótt og kalt hjá honum fyrst svona er hjá okkur hjerna Hvaðan sem menn koma og hvar sem menn hittast er ekki talað um annað en tíðina og kvefsóttina allra helst blöskrar öllum hvað

tíðinn er hörð og vond, og mjög miklir fjárskuðar hafa víða orði bæði í firri og seirni bilnum, ekkert mistum við í fyrri bilnum, en nú er alltaf ad finnast ræflar af y0msum sem fennt hafa í þeim seirni og ekki vitum við hvað margt kann að hafa drepist af þeim því mikið af þeim vantar en og 2 ær og 3 lömb hafa líka hrokið uppaf, þá er að minast á fiskiafl: við áttum þrjá menn og feingum hálft þriðja hundrað eptir þá alla Hjer hafa allir leigið eða því sem næst í kvefinu nema Maðurinn minn hann s hefur ekki feingið snert af því enþá og í mjer n var það lítið en Oli varð mikið veikukr Manninum mínum hefur líka komið það betur að hann ekki hefur verið veikur því nú í 8 daga hefur hann farið í hempuna á hvurjumdeigi og stundum 2 á dag því margt hefur dáið úr þessu þó eingvir nafnkendir, nema

í dag heirðist lát Þórunar konu Sigurðar á Skúmstuðum í Landey= um. Jeg sendi þessar línur með Olafi í Hjálmholti og bið hann að koma þeim þ til yðar mjey mig var svo mikið, að dreyma yður í nótt, og þækti okkur undur vænt ef hjer gætið með eirni línu lát0 lofað okkur að vita hvurninn yður líður við höfum verið að óska að kvefið kæmi ljett á yður og húsbændur yðar, þó ekki sje það búkonulegt þá er jeg samt að hugsa um að fara suður, þó svo na sje hartá með margt það er eittog annað sem jeg kemst ekki af án þess að fá af því jeg tókk svo lítið í fyrra því þá var jeg að bíða eptir betra ári ef við komum verður það líkast til um 1ta Júlí og lángar okkur á til að sjá yður heilann á húfi jeg læt þá við þetta, vera þángað til og bið yður ynnilega forláts á þessu hvafna klóri Maðurinn minn biður að heilsa yður og berið kveðju mína til hjónanna jeg er yðar elsk broðdottir

StSigge

Myndir:12