Nafn skrár:SteSig-1866-09-09
Dagsetning:A-1866-09-09
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

medt 4 sv. 12 Sept

Hraungerði dag 9. Septbr 1866

Elskulegi föðurbróðir!

Það er lángt síðan að jeg ætlaði að sínast við að skrifa yður nokkrar línur með ynnilegu þakklæti til yðar frá okkur hjónum fyrir okkur í sumar okkur gekk ferðinn vel og hittum alt heilt á hófi þegar heimkom. Þó jeg fari nú að skrifa yður þá er jeg nú ekki vel upplögð til þess því í gær kom híngað blaðið Norðanfari og getur hann um að Faðirminn sje sje sagður dáinn, jeg þarf ekki að seigja yður hvað mikið skí dróg apt upp í huga mínum við þessa frjett, því þó jeg ekki gæti búist við að sjá hann kannski nokkur tíma, vegna fjarlægðar, þá þótti mjer svo mikið skemtun að vita af honum lifandi

og að honum leið heldur vel, mjer fannst líka altjend einsog jeg finna hann þegar jeg fjekk brjef frá honum, því þau voru altjend svo góð og skemtileg og lík honum, þó á nú Bjarni litli bágast því hann er nú þarna eirn og munaðar laus, og líklega ráðlaus únglíngur sem lítið mun geta tekið fyrir sig, jeg hugsa valla að hann verði á Guðlaugar snæri því hún fer víst til bræðra sinna Jeg er nú að hugsa að jeg kannski eigi brjef í Reykjavík núna úr pósti annað hvort frá Bjarna eða einhvurjum og lángar mig til að biðja yður gera svo vel og koma þeima á Hjálmholtsbræður sem á morgun ætla suður og með þetta brjef og líka bið jeg yður ef þjer vissuð meira enn eftir Norðanfara, að gera svo vel og skrifa mjer og seigja mjer það._ Af okkur hjer er lítið að frjett okkur hjer líður vel, þó hjer um pláss sje

mjög kránksamt sem stendur bæði á taugaveiki taksótt og háls eða barna veikinni þetta er allt að stínga sjer hjer niður, og verður meira og minna af því, Tíðinn er hjer einsog víst alstaðar hin æskilegasta, og hjer í flóanum heigast víst heldur vel, nema tún voru alstaðar illa sprottinn, við feingum þriðjúngi minni töðu en í firra, og sama var til fellið hjá flestum, það er nú komið í garð hjerna 30 til 6. hdr Mýrinn hefur verið þetta víst í meðallægi en vallendið er aftur ónitt, og er nú eptir sjár í því, því það er svo gott þegar það næst óhrakið, mikið hefur mjer þótt ljett undir bú hjá mjer í sumar, Mjólkinn hefur að sönnu ekki verið svo mjug litil, einsog mjer hefur fundist hun smjer og kast lítil það hafa mjólkað sju kír og 50 ær, en dagssmjerið var þegar best ljet 8 merkur á dag, 2 kirnar voru að sönnu litilfjörlegar því þær eiga að bera

svo snemma, en alt fyrir það er þetta þó mikið lítið ensog badi kír og kindur vóru í góðu standi í vor,_ Jeg hef þá eingu við að bæta nema biðja yður forláts á þessu blaði og að bera kæra kveðju húsbændum I yðar frá okkur með besta þakklæti fyrir syðast, mig lángar ógn eptir að sjá línu frá yður jeg á að bera kæra kveðju til yðar frá manninum

jeg er yðar elskandi bróðurdottir

St Siggeirsdóttir

Jeg heyri nú að sjera Björn á Eyrar= bakka sje dáinn hann hefir leingi m verið mikill aumingi

Myndir:12