Nafn skrár: | SteSig-1866-09-24 |
Dagsetning: | A-1866-09-24 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 9 Oct Hraungerði dag 24. Sept 1866 Elskulegi Föðurbroðir! Nú ætlar þá St. frændi að legga upp á morgun eptir að hafa hvílt sig hjer í hálfa aðra viku, og hann á nú að færa yður þetta blað með innilegasta þakklæti fyrir öll þrjú brjefinn yðar, jeg fjekk fyrst það sem þjer höfðuð seinast skrifað en Jón söðli hafði farið austur í hlíð og svo aptur uppað Hruna með brjefið sem með honum var sent, síðan fór það framm á Bakka og svo eptir lánga mæðu til mín alt sundurflakandi, Jón kom hjer þó þegar hann fór austur og maðurinn minn spurði hann hvurt hann ekki hefði brjef híngað en hann kvað nei við, svo hefur nú Jón komið hjer síðan, og meðtók þá þakklæti hjá mjer fyrir skilinn á brjefinu, jeg sendi yður nú aptur brjef sjera H. það er í fyrsta sinni að mjer líkar ekki við hann, hann hefur ekki vitað rjett þarsem hann seigir eða vill láta seygja mjer lát Móður minnar, því brjef hefur komið hjer suður frá henni sem hún hefur skrifað eptir að Faðir minn var dáinn en Systir hennar Þórun kona í Faskrúðsfyrði, hefur dáið í sumar, og hefur því víst virið ruglað samann._ Nú er þá fyrir nokkrum dögum hætt við allan heyskap, og varð kaplatalann tíutíu til Sjötta hundraðs og er maður rólegur yfir því eptir því sem á horfðist í vor, lítið er en að marka heimtur við vitum ekki enn hvað vantar af því fullorðna, en ekki vantar okkur nema 4 lömb og er það gott svona í fyrstu rjettum, mikið er látið illa af hvað veturgamalt fje liðið í sumar sem veit er ekki nema vel._ jeg hætti þá og bið yður bera kæra kveðju mína og okkar húsbændum yðar, bágt er að vita yður skjálfa strax yðar elskandi bróðurdóttir St Siggeirsdóttir |