Nafn skrár: | SteSig-1866-12-13 |
Dagsetning: | A-1866-12-13 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 16 Dec. Hraungerði dag 13 Desenbr 1866 Elskulegi Föðurbróðir! Jeg hafði altaf ætlað mjer að þakka yður með laungu og snjöllu brjefi fyrir yðar elskulega tilskrif frá í haust, því það var svo góðra gjalda vert en nú fer þetta öðruvísi því maður kemur nú hjer rjett eptir að komið er á fætur og seigir okkur að maður hafi verið hjá sjer í nótt sem ætlar niður í dag, og vill hann því ekkert bíða því hann er hræddur um að hann verði farinn aður en hann kemur heim aptur, það er þá að geta þar sem jeg veit að þjer helst viljið vita sem er að okkur hjer öllum líður vel, við höfum að sönnu verið að fá snert af þessari ólukku háls iltu sem hjer er að gánga og börn að deygja úr Maðurinn minn er ekki heima hann fór í gær að grafa barn frá mestann hluta æfi sinnar verið hjá Mad: Þorbjörgu, en þegar hún fór suður fór hún til Páls og Þórun= ar systir hún hafði áttað fara til Pabba ef hann hefði lifað en svo var tekið fyrir að send mjer hana, og af því hún fjekk svo gott þá króknaði hún ekki, ann ars held jeg hún hefði gört það af klæðleysi, Nú kemur það sem girir brjefið verst af öllu og það er að jeg ætla að biðja yður stórrar bónar og það er að gera svo vel og kaupa fyrir heima þá verð jeg nú líka þó skömm sje að, að biðja yður gera svo vel og borga þetta fyrir St Siggeirsdottir |