Nafn skrár:SteSig-1867-03-05
Dagsetning:A-1867-03-05
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 9 Mart 67 skr. 8 Juni og send 0.0 þor umbedin 4 (op00r. (kostudu 800.)

Hraungerði, sprengikveld 1867.

Elskulegi Föðurbroðir!

Eptir nú að hafa hálf spreingt bæði mig og aðra á hángiketi og sperðlum eftir eld gömlum sið þá held jeg að útfallið verði að brjefaskriftirnar sitji endahnútinn á með að spreingja mig því jeg er nú í óða önnum að skrifa norður með Hjálmholts bræðrum og vinnumanni okkar sem hjá þeim rær því eptir að þeim sleppir þá er lítið um ferðir hjeðan og suður það hefur altaf leingi dreigist fyrir mjer að þakka yður fyrir yðar góða til skrifa í vetur og það sem því fylgdi sem kom í góðu standi._ Heldur hefur verið kalt og svalt í vetur og yfir flóanum hefur verið að kalla ein íshella öllum svo þjer getið nærri að ekki hefur verið um annað að tala en að gefa öllum skepnum, þó er lakara að heyra hjer ofan úr sveitum svosum hreppum og biskupstúngum

því þar höfðu svo margir verið farnir að skera, við höfum heyrt að Skúli lækn= =ir hafði verið orðin svo smeikur að hann hafði skorið 10 lömb, en þau höfðu nú að sönn verið að dragast uppi sketu, og 8. hesta hafði hann verið búinn að fá að af heyi því það hafði, skemst hjá honum í einu kumli hann munar svo miklu þegar tekur fyrir hesta útigánginn að fá þá svosum 50 hesta á garðinn þeir taka nú tuggu uppí sig, hann er nú eins vís að fyrna í vor fyrir þessar því það eru ekki búmenn sem ekki kunna að barma sjer, einsog þjer líka geti sjeð af því að við ekki börmum okkur svo mikið, hjer er heldur ekki svo hagað að menn treisti uppá beitinu á vetrinn, og því freistast minn ekki til að setja meyra á en nokkurn veigin að garðurinn getur fóðrað, kírnar hafa nú lukkast í besta lagi svo, þær sem stendur fæða búið að smjeri og skiri til, svo ef þú gætuð

horfið til mín gæti jeg vel bætt yður ádfrað, við þessar þrjár rólur sem eru fyrir, einkum þegar nú blessaðir karlmennirnir fara sem mjer finnst þurfa svo stóra aska og diska þeir eru nú kanski einsog þjer kanski munið þvín sem róa út við erum nú að vona eptir að þeir fiski í vetur 2 róa í garðinum enn eirn í Þoláks = höfn sásem þar rær fer nú frá okkur í vor og að Moeyðar= hvoli við ötlum að reina að vera án hanns nema kanski að fá ljetta dreng í staðinn._ Guðlaug ekkja Föðurmins sáluga hefur beðið mig að láta taka mind af mind Foður míns sáluga og senda sjer hana en af því nú er Fótógraf í Reykjavík en kanski fer með póstskipinu þegar það kemur þá þori jeg ekki annað en senda han0a núna því jeg vil gera þetta fyrir hana, en af þessu flítu að jeg verð að gera yður ómak með að biðja yður gerasvo vel og þa fá þetta gert, það eiga að vera þessi litlu Vesít = kort sem eru litlar mindir á pappir

hjer með fylgja þeir 100 skildingar sem jeg skulda yður. yðar StS

með aungvum römmum jeg held fyrst jeg geri þetta hvurt sem er þá eigi jeg að láta taka fjórar svona mindir, svo hvurt systkina minna geta átt sina hvurt, svo er best að allar gángi til mín því ekki get jeg átt við að senda Guðlaugu þær mindina fyr en í sumar, þegar þjer nú farið þi til þessa minda manns hvurtsem er kannski þjer þá væruð svo góður við okkur hjerna að sitja fyrir honum þ nokkur augnablik (því ekki er það leingi) og senda okkur svo, jeg seigi yður satt, okkur þætti baðum mikið væntum ef þjer vilduð vita mind af yður hjá okkur, jeg hugsa að þjer ekki sjeuð svo fáfeingilegur, einsog sumir sem ekki vilja láta taka af sjer mind af því þeir sjeu orðnir svo gamlir, og farið að fara aptur._ Nú er jeg þá víst búinn að masa yður til leiðinda enda er nú blaðið á enda berið kæra kveðju mína og okkar húsb: yður en Maðurinn minn biður sjerilægi að heilsa yður, fyrirgefið nú blaðið yðar elskandi brdóttir

St Siggeirsdóttir

Myndir:12