Nafn skrár: | SteSig-1867-03-05 |
Dagsetning: | A-1867-03-05 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 9 Mart 67 skr. 8 Juni og send Hraungerði, sprengikveld 1867. Elskulegi Föðurbroðir! Eptir nú að hafa hálf spreingt bæði mig og aðra á hángiketi og sperðlum eftir eld gömlum sið þá held jeg að útfallið verði að brjefaskriftirnar sitji endahnútinn á með að spreingja mig því jeg er nú í óða önnum að skrifa norður með Hjálmholts bræðrum og vinnumanni okkar sem hjá þeim rær því eptir að þeim sleppir þá er lítið um ferðir hjeðan og suður það hefur altaf leingi dreigist fyrir mjer að þakka yður fyrir yðar góða til skrifa í vetur og það sem því fylgdi sem kom í góðu standi._ Heldur hefur verið kalt og svalt í vetur og yfir flóanum hefur verið að kalla ein íshella öllum svo þjer getið nærri að ekki hefur verið um annað að tala en að gefa öllum skepnum, þó er lakara að heyra hjer ofan úr sveitum svosum hreppum og biskupstúngum því þar höfðu svo margir verið farnir að skera, við höfum heyrt að Skúli lækn= =ir hafði verið orðin svo smeikur að hann hafði skorið 10 lömb, en þau höfðu nú að sönn verið að dragast uppi sketu, og 8. hesta hafði hann verið búinn að fá að af heyi því það hafði, skemst hjá honum í einu kumli hann munar svo miklu þegar tekur fyrir hesta útigánginn að fá þá svosum 50 hesta á garðinn þeir taka nú tuggu uppí sig, hann er nú eins vís að fyrna í vor fyrir þessar því það eru ekki búmenn sem ekki kunna að barma sjer, einsog þjer líka geti sjeð af því að við ekki börmum okkur svo mikið, hjer er heldur ekki svo hagað að menn treisti uppá beitinu á vetrinn, og því freistast minn ekki til að setja meyra á en nokkurn veigin að garðurinn getur fóðrað, kírnar hafa nú lukkast í besta lagi svo, þær sem stendur fæða búið að smjeri og skiri til, svo ef þú gætuð horfið til mín gæti jeg vel bætt yður með aungvum römmum jeg held fyrst jeg geri þetta hvurt sem er þá eigi jeg að láta taka fjórar svona mindir, svo hvurt systkina minna geta átt sina hvurt, svo er best að allar gángi til mín því ekki get jeg átt við að senda Guðlaugu St Siggeirsdóttir |