Nafn skrár: | SteSig-1867-05-01 |
Dagsetning: | A-1867-05-01 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv. Elskulegi föðurbróðir ! Loksins fæ jeg þó ferð til að þakka yður fyrir yðar goða brjef af 9. Marts og svo fyrir umsjónina á brjefonum mín um að norðan sem því fylgdi þjer trúði ekki hvað mjer þikir væntum að þjer takið þau að yður að tína þau saman þegar Pósturinn kemur, svo jeg má vera óhrædd um að þau dagi þar leingur hann seigir Syslumann mikið goðann við sig, enn hann seigist sjálfur vera svo ófullkomin því meira þurfi að kunna en fara að skrifa._ Hjeðan frá okkur er nú litið að frjetta okkur öllum líður hjer vel en óttaleg hafa harðindin verið, og ósköp hvað fólk hefur orðið illa úti með hey og vest hvað það hefur komið jafnt yfir svo svo fáir hafa getað hjálpað; við höfum en nóg hey fyrir okkur enda er fyrir laungu farið að skila heydollum svo þeir eru komnir 10 og 2 folöld sem voru í fóðri, af því jeg er nú svo fátæk af efni bæði af búskapnum og öðru þá held jeg að jeg verði að geta þar þá það sje ekki merkilegt að nú er seinasta kýrin mín að stálma en orsökin helsta til að jeg seigi yður þetta í frjettaskini er sú, að jeg er svo montin af þessari kvígu minni því hún er jafngömul búskapnum mínum jeg nl: ól hana fyrsta veturinn sem jeg var hjer, og finnst mjer jeg því helst eiga hana, jeg hef líka verið svo heppinn að hún þykir afbr: agðs falleg og eptir því bíst hún nú vel til hún mjólkar nú 4 merkur í mál en er þó ekki borinn, jeg mun ekki gleima að seigja yður seirna í _hvað hún kemst þetta er orðið altof lángt og leðinlegt kvígu bull Já þá er að minnast á póstinn í brjefi yðar þarsem þjer helst hafið það á móti því að verða við bón minni, að þjer ekki þikist orðin nógu gamall til að láta taka mindina af yður, jeg er svo hrædd um að þessi blessaður myndari sem nú er í Reykv: hafi ekki þolinmæði til að bíða þángað til að þjer þikist vera orðnir nógu gamlir._ Maðurinn minn bað mig að skilja sjer eptir rúm í blaðinu enda ætla jeg nú að slá botnin það allra bráðasta í þessa laungu og leiðu vitleisu og vona að hann bæti það svo upp sem komið er að þjer lofið öðru hvoru okkur að sjá línu frá yður aptur, berið kæra kveðju mína husb. yðar og fyrirgefið þetta ómerka blað yðar elskandi brdóttur St Siggeirsdottir Fyrirgefið þjer ónæðið yðra skuldbundn. SæmrJónssyni. |