Nafn skrár:SteSig-1867-05-01
Dagsetning:A-1867-05-01
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 00 8 Mai 1867 Hraungerði dag 1. Maí 1867

Elskulegi föðurbróðir !

Loksins fæ jeg þó ferð til að þakka yður fyrir yðar goða brjef af 9. Marts og svo fyrir umsjónina á brjefonum mín um að norðan sem því fylgdi þjer trúði ekki hvað mjer þikir væntum að þjer takið þau að yður að tína þau saman þegar Pósturinn kemur, svo jeg má vera óhrædd um að þau dagi ekki uppi eða verði að varagiplum þarna í Höfuð= staðnum ekkert þ höfðu þessi norðanbrjef min að færa mjer í frjettum jeg fjekk brjef frá Bjarna bróðir og var það helst sem hann sagði mjer að Olivarius Syslu= maður á Eyskifyrði hefði feingið sig fyrir skrifara í haust og var þá umtal= að, að hann yrði hjá honum þetta árið jeg tala ekki um hvað vænt mjer þækti ef B. gæti borið gæfu til að verða

þar leingur hann seigir Syslumann mikið goðann við sig, enn hann seigist sjálfur vera svo ófullkomin því meira þurfi að kunna en fara að skrifa._ Hjeðan frá okkur er nú litið að frjetta okkur öllum líður hjer vel en óttaleg hafa harðindin verið, og ósköp hvað fólk hefur orðið illa úti með hey og vest hvað það hefur komið jafnt yfir svo svo fáir hafa getað hjálpað; við höfum en nóg hey fyrir okkur enda er fyrir laungu farið að skila heydollum svo þeir eru komnir 10 og 2 folöld sem voru í fóðri, af því jeg er nú svo fátæk af efni bæði af búskapnum og öðru þá held jeg að jeg verði að geta þar þá það sje ekki merkilegt að nú er seinasta kýrin mín að stálma en orsökin helsta til að jeg seigi yður þetta í frjettaskini er sú, að jeg er svo montin af þessari kvígu minni því hún er jafngömul búskapnum mínum jeg nl: ól hana fyrsta veturinn sem jeg var hjer, og finnst mjer jeg því helst eiga hana, jeg hef líka verið svo heppinn að hún þykir afbr:

agðs falleg og eptir því bíst hún nú vel til hún mjólkar nú 4 merkur í mál en er þó ekki borinn, jeg mun ekki gleima að seigja yður seirna í _hvað hún kemst þetta er orðið altof lángt og leðinlegt kvígu bull Já þá er að minnast á póstinn í brjefi yðar þarsem þjer helst hafið það á móti því að verða við bón minni, að þjer ekki þikist orðin nógu gamall til að láta taka mindina af yður, jeg er svo hrædd um að þessi blessaður myndari sem nú er í Reykv: hafi ekki þolinmæði til að bíða þángað til að þjer þikist vera orðnir nógu gamlir._ Maðurinn minn bað mig að skilja sjer eptir rúm í blaðinu enda ætla jeg nú að slá botnin það allra bráðasta í þessa laungu og leiðu vitleisu og vona að hann bæti það svo upp sem komið er að þjer lofið öðru hvoru okkur að sjá línu frá yður aptur, berið kæra kveðju mína husb. yðar og fyrirgefið þetta ómerka blað yðar elskandi brdóttur

St Siggeirsdottir

Postscriptum Það er langt frá því, að ég ætli mjer eða geti bætt upp, framandskrifaðan pistil; þó finnst mjer hefði mátt geta þess_ fyrst minnst var á kýr á annad bord_ að þær hafa ekki mjólkað eins vel og í vetur sídan 1860. En ekki þori jeg að halda áfram þeim hugleidingum, sem þær útaf gætu risið s: minnast á skyrsnafn eda smjörbyrgðir, svo ekki komist þad upp um mig, að jeg gangi um soðbúr, einsog talað er um, að einhver gamli biskup um hafi ekki gjört._ Annad var líka erindi mitt. þegar jeg í fyrrasumar kom til landfógeta, baud hann mjer ad hafa skipti á mínum gl. obligadiónum fyrir nýar; því miður hafði jeg þær ekki med mjer þá; spurði jeg hann þá; hvort þessi i Eydi gætu ekki gengid fyrir sig á næsta sumri, o: nú í sumar, en þad sagði hann væri óvíst, hann yrði máske búinn ad farga þeim þá. má eg nú ekki biðja yðr ad grennslast eptir fyrir mig, hvort hann í sumar á lestum muni geta skipt vid mig á 80000 yl. obl. fyrir nýar? þætti mjer æskilegt ad vita annadhvort fyrir útgöngu þessa mánadar._ Margur gleðst nú yfir balanum, sem kom med sumrinu, og er hann þó ekki enn orðinn til verulegs gagns hjer í sveit, því allar mýrar eru hjer enn undir klaka. Mikill og idusamur verðr heyskarturinn, því fjöldi manna er nú ad gefa ám frá kúnum; þad sannast, ad mörg skepnan fer úr hor á þessu vori, einkum ef kuldaköst koma; sem vid er ad búast. Jeg finn nú ekkert til þess, þó jeg eigi fáar skepnur því ánægjan yfirgnæfir yfir því, ad þær eru allar í góðu standi. Hvenær á ad veita Árnessýslu? Jeg hefi ekki getad sjed á Berlengi,ad henni sje slegið upp, og þó heyri jeg, ad L. Sveinbjörns. ætli hjeðan máske þegar í fardögum; máske verðr þá sendur hingað einhver inderrex._

Fyrirgefið þjer ónæðið yðra skuldbundn.

SæmrJónssyni.

Myndir:12