Nafn skrár: | SteSig-1868-01-20 |
Dagsetning: | A-1868-01-20 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 24 Marts Hraungerði dag 20 Janúar 1868 Elskulegi föðurbróðir! Rjöð af óviríðíngu fyrir minn slóðask= ap sest jeg nú við að skrifa yður og þakka yður tilskrifið í haust, tíðinn hefur leikið við okkur og skepn urnar okkar einsog allra Maðurinn minn er ekki einusinni farinn að taka reiðhestinn sinn en fyrir það í sumar._ Altaf er taugaveikinn að stínga sjer hjer niður híngað og þángað þó hefur eingin dáið í prestakall= inu síðan á slætti því þó kvefið væri slæmt gerði það þó ekki útaf við neirn hjer um pláts, en fyrir austan hafði fólk dáið úr því hjer á bænum urðu allir meira og minna slæmir af því, Maðurinn minn gat tvisvar ekki messað fyrir því og var mjög lengi slæmur af því, en jeg og bræðurnir komustum dável útaf því, Geir er altaf heilbrigður og vex því og veldafnar og rís vel undir nöfnonum en sem komið er hann má heldur heita spakur þó mjer þiki hann nokkuð árvakur þegar hann vekur mig kl: 4 á nóttinni og lofar mjer ekki að sofna úr því, mjer hættir þá við að verða lin við rokkinn á kvöldinn._ Jeg hefi leingi ætlað mjer að heimsækja Höfuðstaðinn og húsvitja í búðonum í sumar, en nú lítur svo ílla út með verslunina að jeg held jeg gerði snjallast í að sitja heima, Gaman þætti mjer að heyra hvurninn yður geðjast að hegðun og háttalægi Bjarna að því leiti sem þjer þekkið það, jeg er altaf svo hrædd að það þurfi sterk bein að þola góða daga nl: Reykjavíkur lífið það er þá orðið mál að enda þetta elskandi brdóttur Ste Siggeirsdóttir Jeg gleimdi helstu frjettonun þá ljót ar sjeu nl þjóf |