Nafn skrár: | SteSig-1868-05-18 |
Dagsetning: | A-1868-05-18 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 8 Juli Hraungerði dag 18 Maí 1868 Elskulegi Föðurbroðir! Loksins á nú blað þetta að færa yður innilegt þakklæti mitt fyrir heldur tvö en eitt kærkomið tilskrif það fyrra fekk jeg sama daginn og jeg skrifaði yður seinast en það seirna er jeg að kalla nýbú =inn að fá það hafði nl leingi hvílt sig á Bakkanum._ það er víst og satt að mjer er altaf að fara aptur með að nenna nokkurntíma að skrifa enda hefur mjer fundist jeg lítið hafa að skrifa meðan ekki sást nokkurnveiginn fyrir endan á því hvurninn þessi vetur mundi fara með okkur hjer Þjóðólfur greinir frá tíðarfari og sképnuhöldum víðast hvar nema hjá okkur, Maðurinn minn seigir þetta vera þann besta vetur sem verið hafi síðan hann kom híngað og segir það sjeu alt slóðar sem verði heylausir í öðrum eins vetri hjer í flóan= um þarsem aldrey sje að ætla uppá þau heldur í góðri verkun Annar vinnumðr er nú komin heim úr vorinu hann hefur 80 til annars hundraðs hinn er ekki kominn en það mun vera nálægt því hjá honum líka._ Jeg fjekk mikið af brjefum að norðan í vetur Systir minni Björgu líður vel hún er en hjá búið vel og leingi og en er trúlofaður bróðir þeirra Guttormur stúlku ættaðri þar úr Vopnafyrðinum Birgittu Jósepsdóttir þetta er nú orðin mikil romsa af þessu frændfólki okkar en jeg hugsaði það gæti skeð að þjer hefðuð gaman af því líka var mjer skrifað að Amtmaður Havstein væri mjög slæmur og geingi það mest útyfir konuna, hún hafði átt tvíbura í haust og hafði hann þá orðið mjög vondur við hana því hann sagðist ekki eiga nema annað en hitt hefði hún átt með einhvurjum öðrum, bræður hennar höfðu ætlað að taka hana frá honum með valdi en hvurnin það hefur farið veit jeg ekki._ blaðið er þá á enda og þjer kannski orðin leiður á öllu þessu Maðurinn minn biður kærliga að heilsa yður og berið húsbændum St Siggeirsdóttir |