Nafn skrár:BenHal-1879-06-08
Dagsetning:A-1879-06-08
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Davenport 8 júní 1879

Elskulegi Torfi minn

Af hjarta oska jeg þjer og þínum tímanlegrar og eilífrar farsældrar

Jeg var búinn í gærkveldi að hugsa að jeg skyldi gánga um 3 mílur í dag til að finna frændur mínar n.l. H. og Jón frá Brekku Gilsfjarðar, enn þegar jeg vaknaði í morgun mundi jeg eptir því að mig hefði mest alla nóttina verið að dreima heim að Olafsdal og vorum við í gróflega miklum biggingum mog um stángi og jeg að seiga þjer frá amríku, folkið stóð hissa að sjá til okkar hvað myklu að við komum í verk á stuttum tíma, enn við unnum eptir amirískum sið mest með vjelum sem mjer þótti að báðum veitist hægt að stíra (og hef jeg máske ekki svarað allt af sem rjettast til þegar jeg hafði verið spurður að því og því) enn það vildi til að það var allt draumur, svo Sigríður sagði að mjer væri best að vera heima

hjá sjer í dag og skrifa þjer fáar línur því þær mindi komast heim með Júlí ferðinn. Jeg fjelst strags á þetta góða ráð, þó fáar verði frjettir sem jeg gjet sagt þjer, því það er mesta furða hvað græni liturinn ætlar að verða fastur við mig, þó jeg reini með lífs og sálar kröptum að losast við hann, þá held jeg að hann ætli að hánga í mjer til leingstra laga, fyrir góða guðs náð líðu okkur vel og erum alltaf vel frísk á sálu og líkhama svona eptir okkar gamla lagi sem var heima, við verðum líkast til hjer í sama stað út árið það er að seiga til næsta Sepember, enn ekki leingur nema ef Prestur okkar vill gjefa okkur fleiri dollara þá verð jeg kansgi til með að vera til næsta vors, það er samt ekki víst því jeg vildi helst vera eitt ár hjer hjá góðum bónda sem hefði nokkuð stórt bú, til þess að jeg lærði betur að verða sem góður amiríku bóndi, því jeg vildi síður verða í lakari röð. Presta að vísu hef jeg heirt eptir hönum að hann mindi vilja halda mjer so leingi sem

hægt væri enn það verður þá að sjást að hann vilji eitthvað til að vinna, jeg er hand viss um að hann gjetur vitað að það sje unnið hjá sjer fyrir litlum peningum, sem fleiri Canadamenn, jeg held það verði af fara best hjer sem annarstaðar að maður hafi vakandi augu fyrir vel ferð sinni sjálfur með guðs að stoð, ef vel á að fara, jeg ætla að sega þjer okkur til hrass og jeg veit þjer til ánægu, að jeg heiri bæði í þessu húsi og hjer í kring að folk hælir okkur og er mjög hægilegt og leggur gott orð til okkar, og er mykið varið í fyrir út lendinga að mæta því, jeg skal líka sega þjer hvað okkur þienaðist á fæðingardag Victoriu Drottingar, það er síður hjer í kring að flestir gjefi þá frídag og mátti sjá mart mart flagg uppi snemma morgus 24 Mai um morguninn beiddi húsbóndi minn mig að plæga sá og herfa, jeg sagði honum að það sæist flagg uppi nærri í hverju húsi og taldi upp þá sem jeg þekti að voru vinir hans af heldri mönnum hjer í kring og sagði að þeir gjæfu allir frí dag og þá liti illa út

fyrir hann sem em bættismann að hann eins og ekki vissi um Queens birth day, honum varð bilt við þetta því hann hjelt að jeg vissi ekkert útí þessa salma, enn trúði mjer samt og hafði ekkert á móti því sem jeg segi, enn spurði mig hvert jeg vildi ekki gjera svo vel og hjálpa sjer og herfa dálítið enn hann að sá í 0000 og gjerði jeg það og var nú dálítið leingur að enn hann því hann var að bú sig undir skjemtilega samkomu sem hjer var haldinn um daginn eptir kl. 1 so kjem jeg heim kl hálf 12 þá stendur Sigríður úti hjá sínu húsi og stína og eru nú búnar að príða upp hjá sjer eptir því sem föng voru til, Sr. seigir við mig hvað eldur það sje sem hun sjá á lmænir á húsi stutt frá jeg leit við og hleip strags á stað þegar jeg kjem veit einginn neitt, enn logaði uppur allri þjeku á kokkhúsinu sem var á fast við í veru húsinu jeg hitti húsmóðurina og seigi henni hvað sje einginn var heima nema kvenn fólk og so vara karl, þá einu sinni var jeg fljótur að hugsa og snúa mjer við og lagði ráð á hvað gjera skyldi og heppaðist vel og var búinn að drepa all niður þegar folk kom, og

jeg mykið hrós fyrir framm gaug gaungu því mykið var í veði, þetta var hús þess sem jeg hef áður sagt þjer frá Kr. Ræs hann gaf okkur Sigriði sinn dollarin hverju því jeg sagði að það mætti þakka henni að það hefði sjeðst svo flott, og erum við þar í miklu u uppá haldi eptir þetta, það er nú nó komið af þessu raupi enn vegna fátæktar verður alt allt til að tína bjartur fjekk brjef frá bróður sínum snemma í vetur hvar í hann spir bjart hvert hann mindi gjeta haft gott af ef hann sendi honum far seðil til að komast til sín, og skrifaði bjartur uppá það svo 0000andi brjef að hann mindi verða mjög þakklátur við hann ef hann losaði sig sem fyrst hjeðann því hann lærði hjer ekki nema hjegóm skap, því þá var hann búinn að sjá að skólinn mundi fara í hundann, og vetrar vinnan mundi verða að flitja á burð heim sem og verð svo leið og beið að bjartur fjekk ekkert svar og sendi bjart aptur postker til Lárusar og uppá það fjekk bjartur

brjef í Mars svo lútandi að fa brjefið hafi hann ekki feingið enn post 00000 hafi komið með skylum og þar sjá í hann vilja hans með að vilja finna sig enn hvað sje nú vest rjett nú sem standi gjeti hann ekki sent til hans farseðil enn hann voni að það þurfi ekki leingi að bíða og skuli hann reina að fá sjer vinnu ifir lítinn tíma, svo leið Apríl og skrifar bjartur enn og nú er 8 Júí Júní og hefur ekkert svar komið frá Lárusi og gjetum við ekki vitað hvað kjemur kjemur til, við höfum núna frjett úr ensku blöðonum fjarska leg veikindi í vestur ríkonum einkanlega í Nebraska og erum við nú hrædd um Lárus að hann sje eitthvað hindraður frá að gjeta latið okkur vita um sig, bjartur er hjer enn þá og hefur víða reint til að koma sjer í góðann stað enn hefur ekki geigið vel nema fyrir lítt kaup fyrst hjer hjá presti okkar og vildi hann gjarnann hafa hann ár lánt enn og efnið gjefa honum föt og fæði og 2 dollara að auk um mánuð hvern og sagði honum að hann skildi gæta að því að

að þetta væri ekki so látt því borðið kostaði yfir mánuð 10 dl föt yfir mánuð 15 dl ekki var jeg við þennann samning, því bjartur þikist ekki þurfa að hafa mínar ráð leggingar sú um hingað kom, þegar jeg heirði þetta þá spurði jeg bjart að hvað það væri sem ætti gjefa fyrst svo væri allt reiknað og mjer findist nú að hann inni hjer kauplaust l 1 ár þó hann færi ekki að vinna hitt árið fyrir 2 d þó so væru margir staðir í amiríku að jeg væri viss að hann mindi einhver staðar fá 3ja dollara um mánuð, svo það varð ekkert af þessum samingi, og er hann nú ráðinn árlánt hjá Doktór sem hefur föst laun 20.000 þusund dollara yfir árið og er talið að auka laun hans sje hjerum bil helfingi meiri svo hann verður víst ekki hart úti með að gjalda bjarti 5 dol á manuð það á að gjaldast við hvern mánuð frítt broð v rúm og þvott og dálítið af fötum og hæg vinna, þetta er ut gjerður samningur, og í þessa vist fer hann 8 Júlí næst komandi og seiga allir að staðurinn sje góður, hjer verð hann þangað til, hann gat ekki leingur dreigið sig eptir þessu billi frá Lalla

Mikið láta þeir vel yfir sjer í Minnota, Jón Br. svo seigir sjer finnist að þeir eigi ekki að sem ekki gjeti það þar, samt vil jeg vera búinn að læra enskuna aður enn jeg fer þángað og sem vel gjetur skjeð að aldrei verði (jeg sje líka að jeg gjet hitt þig dálítið firri þegar þú kjemur ef jeg stað næmist hjer, kansgi líka að jeg verði búin að eignast svo stort land að það verði nó fyrir okkur báða, gamann væri að lifa þann dag

Mikill held jeg sje flokka dráttur í þeim í nyja yslandi, og eru menn hjer á því að það muni ekki vera skjemtilegt líf þar enn þá og fremur ljótt landslag fjarska mikil leir bleita á vorinn sum staðar grjót og send holur og bleitu skrorpur í milli svona hefur eirn sagt mjer af því sem þar hefur verið, Tíð hefur verið hjer mest murkur og bjartviðri síðann seiast jeg skrifaði þjer, menn eru nú með það seinasta að sá og planta, bjartur og Sigríður biðja hjartanlega að heilsa þjer og öllum þínum og jeg í sama máta, og ykkur öllum oska jeg af hjarta tímanlegrar og eilífrar blessunar, þinn einlægur vin so leingi sem heitir

B. Hálfdánsson

Myndir:1234