Nafn skrár:SteSig-1868-07-06
Dagsetning:A-1868-07-06
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 8 Juli skr Ö Sæm. 28/7 og sendt grallann med Bjarna

Hraungerði dag 6 Julí 1868

Elskulegi Föðurbroðir

Blað þetta á fyrst og fremst að færa yður mitt ynnilegt þakklæti fyrir síðast, ferðinn gekk vel við vorum áferð um nóttina og komum heim um nóttina altaf feingum við gott veður jeg hitti alt heilt á hófi heima og Maðurinn m: var orðin að miklu leiti góður af kílinu en jeg er nú aptur búinn að takavið, með ígerð og slæmsku í vinstri hendinni, svo væri það sú hægri gæti jeg ekkert gert og get nú enda lítið, jeg vona samt mjer verði batnað það þegar þjer komið austur í sumar, og þó nú sje halfgert viðvaníngs lag á skinnu vona jeg það líka virði komið í gott lag þá._ þá birja jeg nú á öðru máli nl: að Madm Þorbjörg Jónsdóttir Ekkja Afa míns sáluga, hefur mikið lagt að okkur með að lána sjer 100 rd og bæði höldum við það óhætt og viljum gera það fyrir hana, en af því Maðurinn minn seigir henni ekki sje eins þjert með Oblígatíon

einsog peníngum þarsem með þessu á að borga skuld í Glasskói en Oblígatsíonir í svo láuverði en penínga höfum við ekki til, og erum víða búin að reina að fá þa hjer, ek en hefur ekki tekist líka er það annað að hann ekki þorir að senda Oblígatsíón í þessari g rigníngatíð hún lofar að borga þetta á tveim árum, en hún er í þessu hraki nú af því og svo fljótt er geingið eptir skuldinni, en Páll móðurbroðir minn á að selja jarðarpart sem hún en á eftir fyrir austan en þá penínga getur hún ekki feingið svo fljótt sem hún þarf, helminginn af þessu talar hún líka um að borga jafnvel strax í haust með því að láta það koma til í kostpeníngum Stefans Haldórssonar, sem við að líkindum hvurtsem er þurfum að borga sem meðlag með Móður minni annað hvurt til Helgasens eða ef Stefán framveigis verður í kosti hjá henni sjálfri Nú vildi jeg óska að þjer annaðhvurt sjálfur gætuð lánað henni eða útvegað henni til láns þessa 100 rd, Maðurinn minn vill innist anda fyrir að þetta skuli verða borgað á þessum tíma sem hún tiltekur, og til frekari fullvissu fyrir yður, biðst hann til, ef góð ferð fjelli í sumar að senda yður Oblígatsíón, sem part

frá sjer ef þjer viljið, og sjálfsagt ef þjer komið sjálfur en ef þjer getið nú orðið við þessum tilmælum þá biður maðurinn minn yður gánga svo vel frá láninu sem verður til frekari fullvissu fyrir sig, Þetta er þá orðið lángt og leiðinlegt mál, og jeg uppgefin í hendinni, grallaran læt jeg Manninn tala um þjer meigið nú ekki láta hugfallast með að reina að koma í sumar berið kæra kveðju mína húsbændum yðar með þakklæti fyrir síðast, fyrirgefið svo þetta leiðinda blað

yðar elskandi brdóttur

St Siggeirsdottur

Ps Jeg sendi grallarann í fyrradag með Gísla á Lamba_ stöðum, en iðrast nú eptir hvað jeg bjó illa um hann í þessari vandræðalegu rigningatíð; mjer var núna send bók ofanúr Hrepp vel umbúin í skinni og þó var hún skemd af vætu. Ef yður nægir að skoða grallarann, vonast jeg eptir honum aptur einhverntíma með góðri ferd. En langi ydur til ad eiga hann, þá megid þjer það líka, og eigid þjer þá ekki að borga hann. Þjer eigid vissulega meira gott, skilid af mjer en þetta lítilræði

Ydar SæmJónsson

Myndir:12