Nafn skrár:SteSig-1868-10-29
Dagsetning:A-1868-10-29
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 7 Oct. Hraungerði dag 29 Oktober 1868

Elskulegi Föðurbróðir!

Þó það sje nú að grípa nokkuð lángt aptur í tíman þá get jeg samt ekki latið vera að votta yður mitt besta þakklæti fyrir siðast, þó leingi ætti jeg í slæmskunni í hendinni í sumar þá er þó óneitanlega lángt síðan jeg hefði getað látið yður sja linu frá mjer, en það er annað sem ekki er hægt að fegra nl: mín einstök pennaleti sem altaf er að verða meiri og meiri, en jeg er sjálfri mjer vest þar sem jeg síp sjálf af með hvað sjaldann þjer skrifað mjer Það er þá af okkur hjer að seigja að okkur líður öllum vel við höfum öll góða heilsu, nógan blóðmör en litla mjólk, samt er

jeg nú að vona að smá rakni úr því þar r rjett er nú komið talið snem= bærunnar, Jeg held jeg verði að minn ast á heiskapinn hann mun hafa átt að heita í meðallægi 5 hdr: í Garð taðan náðist heldur í goðri verkun, og er jeg að vona eptir meiri mjólk og sm smjeri í vetur en í fyrra en í Vallendinu sem seinast var sleigið og hirt hitnaði svo í að upp varð að leisa og lá við bruna þó er það ekki svo að ekki sje gott fóður í því, heimtur eru góðar því kalla má að kollheimt sje Ekki er hjeðan úr flóanum neitt að frjetta Nyi Syslumaðurinn okkar er altaf að reina að fá sjer hjer Jörð en getur ekki feingið því hann vill ekki vera nema þar sem fallegt er A en það er hjer nú ekki víða og kallarnir sem á þeim þeim Jörðum eru hafa verið þar leingi og vilja ekki u upp standa hvað sem í boði er, en á Bakkan=um vill

hann ekki vera enda mun honum annað hentara en vera svo nærri upp sprettunni; Brjef fjekk jeg að austan með St frænda og hafði það ekki annað inni að halda en það sem jeg mintist á við yður í sumar, og verður mjer það líkast til nauðugur eirn kostur nl: að taka Móður mína í vor._ Til að spara mjer ómak læt jeg Mannin minn skirfa sjálfan hjer aptanvið eitthvað sem hann vildi láta mig fara að skila, jeg vona þó þetta brjef sje ekki þess verðt að þjer skrifið mjer aptur þá vonast jeg samt svo góðs til yðar að þjer ekki breitið við mig eftir mak= =legleikum heldur lofið mjer að sjá sem fyrst línu frá yður mig lángar svo til að vita hvurninn yður líður hjeils heilsið hjartanlega frá mjer húsbændum yðar Guð gefi yður goðan og gleðilegan vetur þess biður af hjarta

yðar elskandi brdóttir

St Siggeirsdóttir

E.S. þegar þjer finnið Bjarna þá berð honum kveðju mína og þar með að við biðjum hann að ætla okkur 8 potta af stein= olíu, sem sótt verður hvenær sem við fáum ferð s0

P.s. Það má nú ekki lengur dragast ad láta ydr ad minnsta kosti vita þad, ad jeg medtók med skilum kærkomna sendingu frá ydur. Þjer vorud annars dáindis hillinn ad finna uppá ad senda einmitt þær bækur, sem jeg vildi eiga, en hvoruga var jeg búin ad eignast ádr. Sira Jón sál. Þorl. var kunningi minn; þad sem hann orti eptir födur minn er hvergi annarstadar þrautad og þurfti jeg því endilega ad eignast þá bók. Þar er víst margt fallegt í, en ekki get jeg neitad því ad mjer sárnar ad sjá þar í vers sira Hallgríms; madur getur ekki annad en álitid ad svo stór error eigi slidir stóran gálga._ Ekki líkar mjer ad öllu ordin. frædin; hún sýnist ekki ætlud þeim sem byrja þarsem hún er svo langtum stærri en litli Madu. svo kann jeg ekki vel vid þessa útlensku terminor en er þar samdóma mínum ógleymanlega kennara Bjarna sál. rector; jeg sje eptir ad missa velura ay anno 00 Jeg læt því kennslupilta mína brúka Madvig altjend fyrst um sinn. En hvad sem um þetta er, þá þurfti jeg sjálfsagt ad eignast líka þessa bók og var tilgangurinn med þessum línum ad færa ydur mínar beztu þakkir fyrir bádar bækurnar. Jeg á einungis eptir ad óska ydur góds vetrar; hann byrjar reyndar ekki vel, en allir eru ad vona eptir gódum bata eptir svo langan og leidan haustkálfi!

Ydar skuldbundinn elskl.

Sæm.Jónsson

Myndir:12