Nafn skrár: | SteSig-1868-10-29 |
Dagsetning: | A-1868-10-29 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 7 Oct. Hraungerði dag 29 Oktober 1868 Elskulegi Föðurbróðir! Þó það sje nú að grípa nokkuð lángt aptur í tíman þá get jeg samt ekki latið vera að votta yður mitt besta þakklæti fyrir siðast, þó leingi ætti jeg í slæmskunni í hendinni í sumar þá er þó óneitanlega lángt síðan jeg hefði getað látið yður sja linu frá mjer, en það er annað sem ekki er hægt að fegra nl: mín einstök pennaleti sem altaf er að verða meiri og meiri, en jeg er sjálfri mjer vest þar sem jeg síp sjálf af með hvað sjaldann þjer skrifað mjer Það er þá af okkur hjer að seigja að okkur líður öllum vel við höfum öll góða heilsu, nógan blóðmör en litla mjólk, samt er jeg nú að vona að smá rakni úr því þar hann ekki vera enda mun honum annað hentara en vera svo nærri upp sprettunni; Brjef fjekk jeg að austan með St frænda og hafði það ekki annað inni að halda en það sem jeg mintist á við yður í sumar, og verður mjer yðar elskandi brdóttir St Siggeirsdóttir E.S. þegar þjer finnið Bjarna þá berð honum kveðju mína og þar með að við biðjum hann að ætla okkur 8 potta af stein= olíu, sem sótt verður hvenær sem við fáum ferð P.s. Það má nú ekki lengur dragast ad láta ydr ad minnsta kosti vita þad, ad jeg medtók med skilum kærkomna sendingu frá ydur. Þjer vorud annars dáindis hillinn ad finna uppá ad senda einmitt þær bækur, sem jeg vildi eiga, en hvoruga var jeg búin ad eignast ádr. Sira Jón sál. Þorl. var kunningi minn; þad sem hann orti eptir födur minn er hvergi annarstadar Ydar skuldbundinn elskl. Sæm.Jónsson |