Nafn skrár: | SteSig-1869-11-08 |
Dagsetning: | A-1869-11-08 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Hraungerði dag 8 Nb: 1869 sv 13 febr 69 Elskulegi föðurbróðir! Mal er nú komið að þakka yður fyrir yðar seinasta góða brjef og það sem því fylgdi en sem ekkert átti að vera, því fyrst en það að þjer áttuð meira hjá mjer og okkkur en þessu svaraði, og þvi fyrir utan var mjer nóg borgun ef yður hefði getað líkað það, og einsvel og þjer hafið borgað hana, Núna um dagin og er hjer rjett fyrir ofan ána, Af búskepnum er ekkert að frjetta nema að reiðhests efnið fór ofan í hjerumdægin hann var á þriðja vetur og fleigivakur það er þriðja hrossið sem við höfum mist þetta árið, og ber jeg hálf illa þann missir einkum þegar það er úngt og vakurt því jeg er mikið fyrir hesta (Þjer verðið að forláta þó þetta brjef sje efnislítið því jeg er illa fyrir kölluð að skrifa og kemur það mikið af því að Geir minn er veikur hann er að fá ógn stórt kíli innan á lærið og er bara altekinn með því, jeg hef því lítin tíma aflögum því jeg er optast sjalfsögð með hann en við þrjú erum vel frísk._ Jeg bið yður því mikillega að forláta blaðið Maðurinn minn biður kærlega að heilsa yður og við bæði biðjum að heilsa húsbændum yðar._ já en bið jeg yður að forláta þetta blað yðar elskandi brdóttir StSiggeirsdóttir |