Nafn skrár:SteSig-1869-11-08
Dagsetning:A-1869-11-08
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hraungerði dag 8 Nb: 1869

sv 13 febr 69

Elskulegi föðurbróðir!

Mal er nú komið að þakka yður fyrir yðar seinasta góða brjef og það sem því fylgdi en sem ekkert átti að vera, því fyrst en það að þjer áttuð meira hjá mjer og okkkur en þessu svaraði, og þvi fyrir utan var mjer nóg borgun ef yður hefði getað líkað það, og jeg til annarar borgunar ætlaðist jeg ekki, og um það hefðuð þjer getað sannfærst ef þjer hefðuð getað sjeð hvað rauð jeg varð af óvirðíngu þegar jeg sá eptir hvað háum sölukonu = texta þjer höfðuð metið þessa litlu og litilfjörlegu pjötlu, því svona er ekki sölukonutextin hár hjerna í flóanum en nú vil jeg biðja yður gera það fyrir mig að biðja mig nú einhvurn tíma eink= hvurs því mjer væri það bara til ánægu að geta gert yður eitthvað til vilja en þessarar pjötlu vildi jeg óska að þjer nituð nú pjötlunnar

einsvel og þjer hafið borgað hana, Núna um dagin í kuldonum datt mjer í hug hvurt þ yður mundi ekki vera kalt að skrifa á litla verelsinu yðar uppi því mig minnir þar sje eingin ofn, og hvurt jeg mundi ekki gjalda þess uppá þann máta að þjer munduð skjaldnar skrifa mjer ef yður væri kalt á höndonum, af þessari huxun varð það að jeg dreif mig í að vinna og prjóna Griffla handa yður ef skje kinni þjer ættuð þá ekki Maðurinn minn brúkar þá altaf á veturnar þ og þikir það svo vænt af því hann getur skrifað með þeim, en jeg verð mikið að biðja forláts á þeirri fljótaskrift sem á þeim er, jeg vona að ef þjer aungva hafið átt fyrir þá komi þeir sjer vel og þjer við tækifæri launið þá með eirni línu annars stíngið þjer þeim undir stól,_ Ekki hefur neitt borið hjer til tíðinda síðan seinast jeg skrifaði yður nema sulturin manna á milli verður altaf meiri og meiri, og hjer geingur ekki á öðru en einlægum kornfundum og hreppstjóra samkomum; Syslumaðurinn okkar er nú loksins búin að fá Jörð það heitir Kiðaberg í Grímsnesinu

og er hjer rjett fyrir ofan ána, Af búskepnum er ekkert að frjetta nema að reiðhests efnið fór ofan í hjerumdægin hann var á þriðja vetur og fleigivakur það er þriðja hrossið sem við höfum mist þetta árið, og ber jeg hálf illa þann missir einkum þegar það er úngt og vakurt því jeg er mikið fyrir hesta (Þjer verðið að forláta þó þetta brjef sje efnislítið því jeg er illa fyrir kölluð að skrifa og kemur það mikið af því að Geir minn er veikur hann er að fá ógn stórt kíli innan á lærið og er bara altekinn með því, jeg hef því lítin tíma aflögum því jeg er optast sjalfsögð með hann en við þrjú erum vel frísk._ Jeg bið yður því mikillega að forláta blaðið Maðurinn minn biður kærlega að heilsa yður og við bæði biðjum að heilsa húsbændum yðar._ já en bið jeg yður að forláta þetta blað yðar elskandi brdóttir

StSiggeirsdóttir

Myndir:12