Nafn skrár: | SteSig-1870-02-13 |
Dagsetning: | A-1870-02-13 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Hraungerði dag 13 Febrúar 1870 sv 26 febr. send Elskulegi Föðurbróðir! Loksins á þú þetta blað að votta yður þakklæti mitt fyrir tilskrifið seinasta er að öllu var gott að öðru leiti en því að mjer fannst þjer heldur þúngur í hug til sóknar konanna minna, (því leingra gátuð þjer ekki látið misþók =nun yðar gánga en til þeirra, en þær eru minstur hluti allra flóa kona, en mjer heyrist þjer gramur við þær allar) og verð jeg því að reina að mika yður við þær nokkuð, skuldin er víst að mikluleiti hjá mjer, að því leiti að jeg var búin að lána hanna svo mörgum, og það áður en þjer skrifuðuð mjer og senduð mjer þessa, því Bjarni var búin að senda Ola litla eina áður og um hana voru svo margir búnir að biðja um, en einsog þjer getið nærri mun jeg ekki neita sóknar konum mínum um svo lítin hlut ensog t.d. það, margir hafa og það sett útá bókina að hún ekki sje barnabók sakir þess sínum, og jeg tala ekki um, hefði henni dóttið í hug að gefa nokkrum barna= börnum sínum þá hefði það ekki hrokkið lángt á milli þeirra allra._ Að fara úti að tala um heyfaðmin treisti jeg mjer ekki en Maðurinn minn seigist skuli færa yður heira s Jeg er nú farinn að búa til skir en það verður að líkindum ekki lengi því á morgun ætlum við |