Nafn skrár:SteSig-1870-08-15
Dagsetning:A-1870-08-15
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hraungerði dag 15 Agúst 1870

sv. 18 Juli

Elskulegi föðurbróðir!

Loksins ætla jeg þá með nokkrum línum að þakka yður fyrir okkur í sumar, og er nú orðið svo langt síðan að jeg ætti að hafa nóg að tína í þetta blað okkur gekk vel austur og höfðum besta veður heim, það var búið að færa frá þegar við komum heim, ærnar áttu að heita 70 70 að tölu og mældi jeg úr þeim liðugri viku eptir að fært var frá og var þa mjólkin úr þeim í mál 39 merkur í mál, en dags smjörið úr þeim 6 merkur á ær en þetta var nú þegar best ljet mjólkin mínkað oskiljanlega fljótt og eins smjerið, svo nú er það orðið ekki meira en helmíngur þ við það um það var, og er það ekki ónáttúrlegt

þá þær ekki geri gagn einsog tíðin hefur verið í sumar og þær verða að sinda inanum vatnið, í högonum, kírnar eru 7 einsog þjer kanski munið, og eru 2 snembærar úr þeirri mældi jeg lika þegar glaðast var í þeim og var það bara ein sem varí liðugum 9 mörkum og svo flestar hinar í 6 og 7 og önnur sem fyrst á að bera í 4um, þetta var nú í mál, en dags smjerið úr þeim 6 og 7 merkur, lítin tíma og þótti mjer það mikið eptir mjólkur= hæðinni, enda minkaði það aldrey eins að tiltölu einsog mjólkin, líka hefur mjer fundist kostur eptir öllum vonum úr svo lítilli mjólk, því jeg hef átt full ervidt með að safna nokkru, því lítið hefur viljað gánga af 16 örkum sem jeg hef þurft að láta í þó held jeg það ætli að verða líkt og vant er, enda mun ekki of reita í vetur, tunið var nú hert í vikunni sem leið, og vantaði þá þriðjúng við það sem af því fjekkst

í firra og það sem verst var að eingin baggi var óhrakin, en flest mjög mikið hrakið, einsog hjá rjett öllum hjer 43 hestar eru komnir í garð af mírarheyi líka hröktu, og mikið er til sleigið af f valllendi sem mann lángar nú mikið eptir þessirá, Nú er jeg þá buin að fara með yður um alt hjá mjer, í garðin og búrið, og útá eingjar og veit jeg að þjer fyrir laungu eruð orðin stein leiður og uppgefin, okkur líður öllum vel, nema hvað jeg er altaf að keljast í tannpínu sem gerir mig sinnu lausa og ónitu til allra hluta og þikir mjer það leiðinlegt ætli þeir læknirarnir viti ekkert nýtt meðal eða ráð við henni? Jeg á að bera yður og húsbændum yðar kæra kveðjur mannsins míns og biður mig að seigja yður að nú sje alt kvitt og klárt á milli systir yðar og sín, hún fjekk Eirík Helgason til að taka á móti peníngonum fyrir sig, en sjera Páll

á Ásgautsstöðum mun hafa annað í higgu eptir því sem við komustum næst þá er hann var hjer á ferð um dagin mun hann ætla í mál, því hann ætlur sjer ekki að borga nema eptir gamla mat= inu frá 4um til 5rd á ári, og seigist maðurinn minn vira á því að hann vinni það, en honum hafi þótti samvisku sök að leggja úti slíkt mál._ það er nú beðið eptir brjefinu enda mun nú mál að hætta, berið kæra kveðju mína húsbændum yðar, og frændkonu húsbondans fórlatið nu þetta blað um er rispað í mesta flítir og lofið okkur svo að sjá línu við tæki færi þess biður yðar elsk bróðurdóttir

StSiggeirsdóttir

Myndir:12