Nafn skrár: | SteSig-1871-01-02 |
Dagsetning: | A-1871-01-02 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
M. med bref medt 4 1/2 af Vadm. sv. 15 Janr. Hraungerði dag 2 Januar 1871 Elskulegi foðurbróðir! Guð gefi yður gott og gleðilegt Nyár, Jeg hafði altaf ætlað mjer að skrifa yður alt tíðindalaust, heldur er það líka yfir allan okkar svarta flóa, tíðin hjer einsog alstaðar annarstaðar hin æskilegasta, svo ekki var farið að gefa neirni skepnu fyr en nú um Jólin, að farið er að heira því á nóttunni, nl: fjenu, úr fjósinu mínu get jeg nú ekki sagt yður neitt fallegt og get líklega aldry í vetur, 2 báru snemma í haust og komst önnur í 10 merkur en hin í 7 og var þeim þó gefin gamla taðan, en þegar þær þurftu að fara að fá þá gömlu þá mátti heita að alt ditti úr þeim, jeg ól líka kvígu undan annari þeirra, svo hjer hefur matt heita mjólkurlaus bær í allan vetur, en nú á ein að bera með þorra, og vill nú lítið seigja ein kír á Kiðjabergi, og á oðrum dreing er líka von eptir nyarið, Jeg hef í higgu að láta þessu blaði fylgja pjötlu í buxur, þar mig minnir þjer í sumar töluðuð, um að fá einhvurntíma aptur hjá mjer í buxur, en kanski hefðuð þjer ekki viljað fá það fyr en einsog að vetri, en svo stóð á fyrir mjer að jeg þurfti að lata Manninn minn fá í buxur núna í vetur svo jeg hafði það þá svo mikið að þjer gætuð feing= =ið líka af því jeg hef í higgu að bír ekki til þess háttar vað að vetri fyrst jeg þurfti þess núna og svo get jeg valla ímindað mjer annað en að þjer þurfið buxur annað hvurt ár, því það er það minnsta sínist mjer, Jeg þori ekki annað en taka fram að yður ekki næði í þeim, og eins vona jeg að þjer ekki strax gatslítið þeim, það á nú ekki að kosta annað en ef þjer gætuð verið ánægðir með það og svo að binda þessar bækur sem jeg læt vera innaní mjer þikir ofsa gaman að þeim og þætti vænt ef þá gæti hittst á ferð með þær þegar þjer eruð búnir með þær, það mætti líka altað einu senda þær austur á Bakka til Bjarna, ef svo stæði á Jeg er en ekki búin að seigja yður það sem jeg veit þjer þó helst viljið vita nl að við fjörmenníngarnir erum öll frísk og heilsugóð, Mig minnir að þjer í suma sjera Súli í húsbóndi yðar, hafið vitað fyrir fram hvurnin fara mundi fyrir sjera Páli, en þið máttuð óhætt treysta dreinglindi mannsíns míns til þess að hann aldrey hefði gert sem sjera Páll;_ Þetta er þá orðið altof lángt svo ómerkilegt sem það er, og fer jeg því það breiðasta að hætta Maðurin minn biður kærlega að heylsa yður og husbændum yðar og jeg bið sumuleiðis að heilsa þeim forlatið mjer svo brjefið sem jeg er hrædd að þjer ekki getið lesið því mjer hefur verið svo kalt guð gefi það hitti yður heilan á hófi þess biður yðar elskandi brdóttir St Siggeirsdóttir |