Nafn skrár:BenHal-1879-10-09
Dagsetning:A-1879-10-09
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

1879

Davenport 9. októ

Elskulegi Torfi

Af ást og alúð þakka jeg þjer þitt elskulega tilskrif 23 aug. meðtekið 26 September, sem mjer þótti gott og gamann að lesa "sem firri frá þjer", fyrst og fremst að heira vel líðann þína og þinna og til vonandi búnaðarskóla hjá þjer, og er jeg mykið glaður í anda að það skyldi hafa framgeng þá þikir mjer gott að frjetta af hlöðunni með kjallara undir og smíðajunni húsinu þínu, og er ekki ör grant að mig lán lángi til að vera kominn til þín í smíða húsið, fáar þikir mjer kyrnar þær fá víst að smakka töðu, og jeg held möngu láti það að hafa mitt fjós og falllega hlöðu þá þótti mjer gamann að frjetta af rjettar rifrildinu og því meiri forvitni verður að frjetta af glímu vellinum hverir hafa betur og gamann þókti mjer að frjetta hvert

vináttann helst á milli Yndriða og Guðbrands, falllega gjekk það fyrir Helga, þetta þikir þjer víst frjetta fátt og verður það nú í þetta skipti því hvergi hef jeg tíma nje frjettir nuna sem stendur gjet einungis sagt þjer það að fyrir guðs náð líður okkur öllum vel enn ekki var jeg nema árið hjá gamla Tóva, og erum við nú hjá bonda þeim sem jeg gat um við þig í sumar, Ræs, þar rjeði jeg mig í 8 mánuði og hef 12 dl um Mánuð frítt hús og mjólf fyrir Stínu og ímsar aðrar smákvaðir sem ekki verður reiknað, og lifum við nú í góðu brikk húsi og hjá ríkum og góðum bónda og ætla jeg nú að læra hjá honum það sem jeg gjet á höndur og tungu (þegar það er búið) þa væri gamann að koma heim og hafa með sjer ímislegt af verkfærum sem maður hjeldi að mætti bruka heima og aðrir gætu haft gott af, því mjer finst allt af að jeg mindi hafa skjemtun af því ef jeg gjæti verið öðrum til gagns jafn framt mjer sjálfum (hjer hugsar

hver um sig) og það er nú gott í vissu falli það irðu þá kansgi færri á sveit í öðru falli er jeg að hugsa um að landar mindu ekki mykið vilja bjóða í þennan karl þó hann kjæmi heim aptur og 0000 kanski líka brigði við veðráttuna, því jeg kann mjög vel við hana hjer, og mjer hefur liðið vel sem af er og aldrei verið neitt ó indi í neinu okkar 4ra jeg hef af gangs eptir árið 35 dol, 85 dl er búið að bíta brenna og slíta, nú ætla jeg að græða meira næsta ár, ekki gjet jeg sagt þjer neitt hvað jeg hugsa framm í tímann hjer, 000 nema bara jeg vil græða peninga og ef geingur vel, þá er óvíst hvert heldur maður fer leingra verður eða kjemur bjarti líður vel hann er hjer 3 mílur frá okkur og gjetum við fundist á hverri helgi Jeg hef áður sagt þjer hvað hann hefur, hann hefur gott pláss, ekki vitum við neitt um Lárus síðann í Mars og höfum þó verið að skrifa enn aldrei feingið svar Jón Brandsson hefur skrifað mjer nýlega

og lætur hann ekki svo illa yfir sjer samt þikist hann muni flytja til Dakóta næsta vor, Hafliði Kristjan og Björn Sæm, heldur er á honu að heira að þeim hafi ekki þott Guðmundur vera ráðagóður þegar vestur kom, Jón þikist hafa margra dollara skaða við það sem hann hafi ráðlagt sjer til og seiir að það sje ekki von að þeir spái ráð fyrir öðrum sem ekki gjeti sjeð fyrir sjer sjalfir, á þessu heirir maður andann í þeim þar vestur frá og mörgu fleiru þessu líkt sem Björn hefur skrifað mjer, enn þó jeg skrifi þjer það, þá veit jeg að það kjemst aldrei svo lánt að þeir hætti að skrifa mjer

Jón þikist vona til þess að hann fai að sjá okkur í haust og bíður mjer frítt hús og mat í vetur hann seiir að Margrjeti þókti skjemtun að fá að sjá Sigríði mjer skilst að henn muni hafa leist með köflum, enn first var jeg ráðinn og svo er einginn vestur ferða hugur í mjer, jeg á mína 95 dol óeidda og hugsa ekkert til að hreifa mjer fyrst um sinn

Mjer þikir skjemtun að lesa dag blöðinn og heira af frammförunum heima og erum við Hjálmar opt að tala um hvað við eigum að taka fyrir ef við kjæmum heim, jeg er nu sjalfsagt við fastar bætur enn hann er nú við mart fleira hann er buinn að sja svo mart og er eptirtektasamur og var kallaðu þjóðhags smiður heima, mest hefur hann lagt fyrir sig hjer húsa biggingar og fær hann gott veð fyrir það handverk hvert heldur er grjót brikk trje eða kalk og væri hann máski best settur í Reikjavík, og sínast um um leið verslunar að ferð amiríkumanns það er nokkuð ólíkt að koma hjer búðir eða heima eins og þú sagðir mjer, sleppum nú þessu það fer líkast til alt í hundana fyrir okkur Hjálmari við byggium svo mart sem ekki stendur leingi, Jón frá brekku vinnur hjer borgar vinnur í Toronto ekki held jeg að hann græði svo mykið Jeg gjæti vel í mindað mjer að jeg hefði meira af gangs eptir árið enn hann er líka góður í ensku

karl og kerling urðu hálf rugluð eða n.l. þegar þaug vissu að jeg var búinn að ráða mig hjá öðrum og það tók út yfir að það skyldi vera í næstu dirum, því heldur sögðust hefðu viljað að við hefðum farið svo sem 10 mílur, karl reiddi sig á það að hann var nokkrum sinnum búinn að seia að það væri besti staður hjá sjer jeg held í Canada og hjelt hann ugglaust að jeg tristi því og annað hitt að hann sagði að ben mindi ekki slá sjer mykið út og vissi lítið í kring hann sædi á kvöldinn eins og hann væri vanur við skript eða lestur, enn ben vissi vel hvað tíma leið og skaust út á kvöldinn og buldraði og buldraði við þjóðina hjer í krin og vissi vel hvað bændur mindu gjefa flestum sortum af fólki, svo gjetur fólk kansgi ímindað sjer að mjer mindi ekki líka að stað næmast leingi hjá presti, jeg fæ enn þá ef jeg vil til rentu fir á mista land gamla Tova, enn mjer þikir líkast til að jeg vilji ekkert við hann eiga mjer, Tíðar far hefur þott hjer gott næst

lítið sumar vorið þótti g nokkuð myklir þurkar og sumarið allt frem þurt enn samt heiri jeg að menn tala um í góðu meðalagi uppskjeru, heitast var um manaðam´mot Júlí og augúst þá var talað um 90-100 gr í skugga og var þá vott að vísu September var fremur kaldur og sá jeg þar hjelu um næstu, enn altaf heiðbirta það sem af þessum má hefur verið væta með köflum og svo fjaska hiti sem væri Júlí eða agúst, það er talað um mikla rigningu í vestur ríkum í vor og framan af í sumar fyrir 00 vest og í manitoba þótti þeim að ket töfrurnar sínar fara illa vegna vætunnar enn nú seiir Framfari um tíma norðan kulda og frost um næstur, ekki líst okkur yslendingum sem erum hjer að það muni vera sjerlega skjemtileg sambúð með þeim í Manitoba, nu´er mykið lítið af Dakóta og Yslendingar farnir að flitja þángað, þaðan er sögð goð uppskjera í sum frá 25 til 85 bush. af ekrunni jeg held það að flestir þikast vita hvert

þeir eiga að fara þegar verið er að tala um amiríku ferðir heima, enn þegar hingað er komið þá veit einginn hvert á að fara því þá er allstaðar betra, bjarti fer vel fram og er ánægður þar sem hann er nú enn þó held jeg þegar fram líða sk stundir og hann frjettir af sínum frammförum heima að honum þógti gamann að koma heim aptur, jeg verð nú góð Torfi að biðja þig að fyrirgjefa þetta óníta og ljóta riss, jeg bið að heilsa öllum kunningunum það er að seia sem eru hjá þjer og hjartans kveðjur til Guðlaugar og allra barnanna af hjarta oska jeg að guð gjefi þjer og þínum að meiga sja framan í góða og skjemtilega tíma, hinn al góði guð veri þjer allt í ollu þess oskar af alúð þinn einlægur vin

B. Hálfdánsson

Adressan mín er sú sama nema ekki til Tóen Póstal greislu maðurinn þekkir mig og lætur ekki mín bjref fara á flæging 000 ef jeg gjet þá skal jeg skrifa þjer betra brjef næst, hjer er með brjef til Guðlaugar þinnar frá Siggu

Myndir:1234