Nafn skrár: | SteSig-1871-04-05 |
Dagsetning: | A-1871-04-05 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Hraungerði 5 Apríl 1871 send karfa 16/4 71 Elskulegi föðurbróðir! Hjartans þakklæti á nú þetta blað að færa yður fyrir 2 eða þó jafnvel þrjú kærkomin brjef, það seinasta nu samstundis með Jóni Repp, er þrátt fyrir sína laungu útivist kom nú með bækurnar og allt með góðum skilum já bandið á bókonum líkar mjer uppá það allra besta, en þegar jeg sá hvað þjer höfðuð lagt með þeim, þá mínkaðist jeg mín svo mikið að jeg stokkroðnaði, því jeg veit best að jeg ekki á, það fyrir vaðmáls pjötlurnar, og tek jeg því við því, og þakka yður það sem gjöf en ekki borgun fyrir pjötluna, bara þjer vissuð hvað mjer þætti væntum ef þjer einvhurntíma vilduð leita til mín með eitthvurt lítilræði, Jeg efast ekki um að, þjer eruð búnir greinilegar en jeg, að frjetta frá Breið= abólsstað, því við höfum ekki öðruvísi en á skotsponum frjett lát Töndu minnar, en ekkert veit jeg nær hún hefur dáið, en heyrst hefur að hún ætti að jarðast í dag, því þeir höfðu verið látnir vita dagin Eyríkur í Ka hey=firníngarnar þar eystra (og þá hefðuð þjer kanski litið til okkar hjer um leið) en nú er jeg hrædd að heyfirningarnar tómar verði ónógar að koma yður á stað. Af okkur er það að frjetta að við erum öll frísk, Maðurinn minn, biður mig að ætla sjer hjer pláss fyrir nokrar línur og hætti jeg því það bráðasta og bið yður að forláta þetta blað, einsog alt annað ofullkomið af hendi yðar elskandi bróðurdóttur St Siggeirsdótir sv. 16 Apr 71 Á skírdagsmorgun Elskulegi tengdabróðir! Það veit nú reyndar ekki á gott, ad jeg beiddi um þetta rími í blaðinu; jeg flý til yðar í öngum mínum þó ekki fari rjett vel á því fyrir mjer að fara að kvabba á yður strax í dag, þarsem þjer eruð nýbúinn að minnast mín med kverinu, ígærkveldi meðtókum með beztu skilum af herra Repp, er jeg nú ástsam_ legast þakka yður fyrir. Svo er mál med vexti, að jeg síðan 1860 hefi verið í blaðafjelagi með missir er jeg nú mjög svo ergilegur. Efað nú þjer eða húsbóndi yðar, eða þá einhver annar yður þekktr kærleiksríkur náungi skyldi halda eitthvert dáríkt blað, mundi þá ekki sá hinn sami fyrir yðar góðu orð tilleiðanlegur til að ljá mjer blaðið, eptirað hann er búinn að lesa það, náttúrlega fyrir einhverju þosum er þó ekki ætli að yfirstíga 2 SæmJónssyni |