Nafn skrár:SteSig-1871-04-05
Dagsetning:A-1871-04-05
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hraungerði 5 Apríl 1871

send karfa 16/4 71

Elskulegi föðurbróðir!

Hjartans þakklæti á nú þetta blað að færa yður fyrir 2 eða þó jafnvel þrjú kærkomin brjef, það seinasta nu samstundis með Jóni Repp, er þrátt fyrir sína laungu útivist kom nú með bækurnar og allt með góðum skilum já bandið á bókonum líkar mjer uppá það allra besta, en þegar jeg sá hvað þjer höfðuð lagt með þeim, þá mínkaðist jeg mín svo mikið að jeg stokkroðnaði, því jeg veit best að jeg ekki á, það fyrir vaðmáls pjötlurnar, og tek jeg því við því, og þakka yður það sem gjöf en ekki borgun fyrir pjötluna, bara þjer vissuð hvað mjer þætti væntum ef þjer einvhurntíma vilduð leita til mín með eitthvurt lítilræði, og er þetta gæti jafnað á milli okkar, þá vona jeg þjer gerðuð það

Jeg efast ekki um að, þjer eruð búnir greinilegar en jeg, að frjetta frá Breið= abólsstað, því við höfum ekki öðruvísi en á skotsponum frjett lát Töndu minnar, en ekkert veit jeg nær hún hefur dáið, en heyrst hefur að hún ætti að jarðast í dag, því þeir höfðu verið látnir vita dagin Eyríkur í Kampholti og hreppstjórin okkar Gísli í Bitru, Mjer finnst nú mjög eiðilegt að huxa austur að Stað: og bið mun verða á að jeg geri þángað ferð, enda fór jeg þángað seinast í fyrira haust, mikið líklegt þikir mjer að þær dætur hennar hafi mikið, mist í henni og þó ekki minna þeir fátæku í kríngum hana, er hún ómæld hjálpði og gaf, mjer finnst samt jeg eirna mest vorkenna yður, því þó ekki sæust þið opt, finnst mjer sem þjer, missa mikið og verða einsog meira eirn eirn á eptir, þjer hefðuð því betur, farið á kreik í fyrira umar að skoða

hey=firníngarnar þar eystra (og þá hefðuð þjer kanski litið til okkar hjer um leið) en nú er jeg hrædd að heyfirningarnar tómar verði ónógar að koma yður á stað. Af okkur er það að frjetta að við erum öll frísk, Maðurinn minn, biður mig að ætla sjer hjer pláss fyrir nokrar línur og hætti jeg því það bráðasta og bið yður að forláta þetta blað, einsog alt annað ofullkomið af hendi

yðar elskandi bróðurdóttur

St Siggeirsdótir

sv. 16 Apr 71

Á skírdagsmorgun

Elskulegi tengdabróðir!

Það veit nú reyndar ekki á gott, ad jeg beiddi um þetta rími í blaðinu; jeg flý til yðar í öngum mínum þó ekki fari rjett vel á því fyrir mjer að fara að kvabba á yður strax í dag, þarsem þjer eruð nýbúinn að minnast mín med kverinu, ígærkveldi meðtókum með beztu skilum af herra Repp, er jeg nú ástsam_ legast þakka yður fyrir. Svo er mál med vexti, að jeg síðan 1860 hefi verið í blaðafjelagi með Pól000álum í Rv. sýslu, svoad jeg hefi fengið að lesa hjá þeim Berlíng fyrir 1. a 2rd á ári; nú er það fjelag upphafid og þeir þar eystra búnir að mynda annad, sem jeg er útilokaður frá af einhvorri "injuria Temporum" Útaf þessum

missir er jeg nú mjög svo ergilegur. Efað nú þjer eða húsbóndi yðar, eða þá einhver annar yður þekktr kærleiksríkur náungi skyldi halda eitthvert dáríkt blað, mundi þá ekki sá hinn sami fyrir yðar góðu orð tilleiðanlegur til að ljá mjer blaðið, eptirað hann er búinn að lesa það, náttúrlega fyrir einhverju þosum er þó ekki ætli að yfirstíga 2rd árlega, því meira má jeg ekki? Jeg vildi helst fæðr0lautst; því það er ekki eins volumine00t og hin stærri blöðin og því hægara til flutnings. Jeg þyrfti að fá blaðið frá næstl. nýári. jeg skyldi benda mönnum, er hjelm. færu til Rv. til yður að taka blaðið eptir hentugleikum. En jeg ætla ekki strax að fara að gjöra mjer vonir, sem máske bregðast, en leið yður aðeins að láta mig vita sem fyrst, hvort þjer getið nokkuð hjálpað mjer í þessu efni. Hvur veit nema þjer komið í sumar að skoða fyrn- ingarnar hjá fólkinu? Þegar þjer þá réðið í blaðið hjá mjer, skal jeg láta blasa ámóti yður gamalt hey garð_ fast með i 200 í og máske stabba að auk. En heyin eru nú svo slæm, að það er langtum minna gaman að fyrna nú en endranær; þá er það eintúm taðan sem slæm er og mun jeg lítið af henni fyrna._ Það sem nú helst amar að búskapnum í þessari einmuna góðu tíð er skitapest og ormasýki í gamlingum og jafnvel í fje á 2. vikur, það er hryllilegt að sjá þann ormafjölda; tilað reka þann djöful út þarf eitthvert læknismeðal, því ekkert hey og engin meðferð dugir. Jafnvel mestu passamenn og þeir, sem hafa alt gott lambahey búast sumir við að missa flest ef eigi öll sín lömb. Jeg hvíði fyrir heytollas 0ildaga000 að fá lifandi orma í dauðum og deyandi gamlingum Fyrirgefið nú þennan eptirmála yðar þakklátum elskandi

SæmJónssyni

Myndir:12