Nafn skrár:SteSig-1871-09-11
Dagsetning:A-1871-09-11
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 24/9 71 sendur 1a pl skruddur og úr000 f000 hennar

Hraungerði 11 Septembr 1871

Elskulegi Föðurbróðir!

Það er nú orðið bísna lángt síðan jeg hef sent yður línu, en nú er St: frændi að búa sig til ferða og hann er nú sjálfsagður að bera brjef það er nú aðal efni lína þessara að jeg þakka yður hjartanlega fyrir sendínguna með St: nl: Sálma= bókina sem mjer þótti mjög væntum og Manninum mínum líka, þ hann hefur nú lítið annað gert síðan hún kom en að lesa í henni og læra lög þau í henni er hann ekki kunni áður, honum líkar bókin d vel, en hann er hræddur að ekki komist svo fljótt á að brúka hana því fólk er tregt á að kaupa hana og af leggja þá gömlu af því marga vill vanda skildínga

Af okkur hjer er það að seigja að við öll erum frísk og líður vel, heyskapur hefur geingið með betra móti þángað til nú að maður er hræddur, að hann ætli að verða heldur endasleptur af túninu fjekst nú með mesta móti nl: 70 til annars hundraðs, og verkaðist vel en þó kvíði jeg meir en f nokkurstíma áður fyrir smjer og mólkurleisi í vetur því kírnar eru í svoddan ástandi 2 af 7 eiga nl að deyja fyrir ellisakir, en snemmbæran sem átti að vera gekk af tímanum í sumar, svo ekki er snemmbæra nema kvíga að 1ta kálfi og svo á ekki að bera fyr enná Góu Jeg sleppi að geta um hvað komið er í garð þar til ef guð gefur að það næst sem er úti núna, það er bæði mikið og gott, nl: vallendi, svo það væri mikill skaði ef það ekki næðist, svo eru nú helstu frjettirnar að seigja yður að, Mágkona yðar, og systir

mín Björg, er komin hjer suður, og sest að á Ki Kiðjabergi, því Frú Jóhnsen hefur altaf verið að bjóða henni til sín svo nú þegar Sihau misti forþénustuna hún hefur með sjer son Sihaus á 11ta ári sem hún ætlar sjer að kosta til lærdóms, og verður hann líklega hjer í vetur, St: ætla jeg að lysa fyrir yður hvað systir mín er ern og frísk þó hún sje nú braðum 41 árs Jeg bið St: að skila til yðar nokkru viðvikandi systir sem er bæði gaman og alvara og verðið þjer að taka veel innanúr honum bæði með það og annað hjer frá okkur._ þá er eptir að þakka yður fyrir brjefið sem jeg fjekk frá yður og átti að fylgja bókinni, þjer seigist í því láta fylgja skildingu fyrir skruddurnar, en til allrar lukku hefur ekki orðið af því að þeir færu, enda voru skruddur þær einskis virði, og eigið þjer því aldrey að senda neitt fyrir þær, þessa bók sem

St: færir yður er frá Gísla á Lambastöðum jeg fór að tala hana af honum, en þegar hann heyrði að jeg ætlaði að senda yður hana, sagði hann að þjer mættuð eiga hana fyrir ekki neitt ef þjer bara vilduð níta honum hana St: er nú altaf að reka á eptir mjer svo jeg verð að hætta og fara að biðja yður bera kæra kveðju okkar húsbændum yðar, og mest verð jeg þó að biðja yður að forláta þetta flítirs klór yður elsk brdóttur

StSiggeirsdóttur

Kæra þökk fyrir yðar góða brjef og allar útrjettingarnar fyrir mig. Jeg gef mig líka fang00 undir trúna, að þessi vegur sje eins óhultur og Depasitions_vegurinn og þaraðauki er ódýrara að fara hann, þarsem það munar meira en 3 fiskverðum! Einungis vonast jeg eptir, að aust0l0an láti mig vita í haust, að hún hafi tekið við þessu árgjaldi mínu, ef hún er einsog aðrir, heiðarlegir viðskiptavinir.

Yður þakklátur elsk.

Sæm Jónsson

Myndir:12