Nafn skrár: | SteSig-1871-09-11 |
Dagsetning: | A-1871-09-11 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 24/9 Hraungerði 11 Septembr 1871 Elskulegi Föðurbróðir! Það er nú orðið bísna lángt síðan jeg hef sent yður línu, en nú er St: frændi að búa sig til ferða og hann er nú sjálfsagður að bera brjef það er nú aðal efni lína þessara að jeg þakka yður hjartanlega fyrir sendínguna með St: nl: Sálma= bókina sem mjer þótti mjög væntum og Manninum mínum líka, Af okkur hjer er það að seigja að við öll erum frísk og líður vel, heyskapur hefur geingið með betra móti þángað til nú að maður er hræddur, að hann ætli að verða heldur endaslep mín Björg, er komin hjer suður, og sest að á St: færir yður er frá Gísla á Lambastöðum jeg fór að tala hana af honum, en þegar hann heyrði að jeg ætlaði að senda yður hana, sagði hann að þjer mættuð eiga hana fyrir ekki neitt ef þjer bara vilduð níta StSiggeirsdóttur Kæra þökk fyrir yðar góða brjef og allar útrjettingarnar fyrir mig. Jeg gef mig líka Yður þakklátur elsk. Sæm Jónsson |