Nafn skrár:SteSig-1871-10-20
Dagsetning:A-1871-10-20
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 14 Nov.

Hraungerði dag 20 Oktbr 1871

Elskulegi Föðurbróðir!

Besta hjartans þakklæti eiga þessar línur að færa yður fyrir yðar góða brjef af 25 f.m. með öllu því dyríndi er því fylgdi, mjer þikir annars, þjer hafa orðið hart úti í tilliti til skruddanna, þar sem þjer, eruð búnir að tví borga þær, og skil jeg ekki vel hvurnin það hefur atvikast, Mjer þótti mikið r væntum að sjá festina því hún var, einsog gamall kunningi, og jeg hef svo gman að eiga hana því jeg á svo fátt eptir Föður m: sáluga svo jeg er hrædd að jeg ekki geri einsog þjer sögðuð nl: að offra Bjarna henni þjer meigið heldur ekki lá mjer þó jeg offri henni þeim helst, er mjer þikir vænstum, og mjer offrar flestu nl:

Manninum mínum, og hvað því við víkur að hún haldist í ættinni, eru það öll líkindi til að hún geti það eins vel hjá mjer, og Bjarna, þar 3 eru sem geta tekið við ef þeir lifa, og í þriðja lægi þótti mjer einginn betur kominn að föðurarfi mínum en hann, því með honum atlaði jeg semsje að borga hana, því jeg vissi hvað hún var dyr þegar hann g keipti hana, fyrir 15 árum, og stóð þá nokkurnveigin heima arfurin, en nú sje jeg að hún nokkuð er farin að slitna, og það sem að vest er, að vantar úrlikil sem henni fylgdi úr gulli og sem líka átti að vera til príðis því á liklinum var Skorn líka úr gulli og jeg er hrædd að ef maður skildi vlija punta sjer svo svoleiðis likil að hann ekki gæti kostað minna er 4 rd, og vil jeg því að þaðþeir sem selja festna taki það til greina að likilinn vanti og festin töluvert brúkuð sem vil má sjá á hlekkonum þegar maður skoðar hana, Jeg vil nú biðja yður

það allra fyrsta þjer getið að gera svo vel og láta mig vita hvað hún á að kosta og hvurnin hún á að borgast, nl: hvurt þjer hafið lagt út fyrir hana svo hún sje borguð eystra, Páll móðurbroðir minn sendi mjer heldur hest í sumar með Þóruni systir, sem hrossakjets æturnar ljetu mig hafa 14 rd fyrir svo jeg á eptir hjá Páli 6 dali 74 og gæti þá geingið til St: frænda það sem á vantaði, en sjeuð þjer búnir að leggja út peníngana þá lángar mig að vita það svo jeg gæti borgað hana sem fyrst, því jeg er svoleiðis gerð að jeg ekki vil vera til leingdar skuldug nokkrum manni, og er mjer ekki grunlaust að jeg sæki það til yðar, og þikir mjer ekkert að því, og jeg vildi helst að jeg sækti sem flest til yðar; þá er jeg nú orðin bísna fjölorð um þessa festi, og hætti jeg því öllu tali um hana, okkur hjer líður öllum vel, hvað heilsu snertir og tiðinn er hinn æskilegasta, og heimtur goðar hjá okkur, þó margir heimti hjer illa einkanlega í Grímsnesi

t.d: á Kiðjabergi vantar um 20 fjár fyrir stuttu slasaðist Þ. Kannselli þannig að hann datt úr stiga í ráð húsinu hjá sjer, og meiddist mikið í fæti og viðbeinið laskaðist, skorið mikið undir annari hendinni og annar handleggurinn marðist svo að, í honum er að grafa, svo Læknir er að skera í hann, og kvað hann halda Kannsellirað birgan í rúminu til Jóla, og er það ekki efnilegt fyrir honum skrifaralausum, Masðurinn minn biður kærlega að heilsa yður og hann biður að seigja yður að hann um þessar mundir sje í giftínga þaunkum því þrír ætla hjer að gifta sig við erum búinn að heyra nokkuð af meiningu Jóns Guðmundss um nya, og únga prestinn ykkar og væri gaman að heyra yðar meiningu líka þá ekki sje í Þjóðolfi._ Jeg veit að þjer munuð nú vera buinn að fá nóg af þessu rugli öllu og bð jeg yður ynnilega forláts á því heilsið húsbændum yðar kærlega frá yðar elsk: brdott

StSiggeirsd

Myndir:12