Nafn skrár:SteSig-1872-01-15
Dagsetning:A-1872-01-15
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2414 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:("stúdent")
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Stefanía Siggeirsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1846-12-03
Dánardagur:1904-02-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fáskrúðsfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Saurstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 9 Martz 72

Hraungerði 15. Jan: 1872.

Elskulegi Föðurbróðir!

Það eru víst öll líkindi til að þjer væruð fyrir laungu hættur að vona eptir línu frá mjer, þar nú eru rjett 2 mánuðir síðan þjer skrifuðuð mjer, seinast nl: 14 Nóvenber og þakka jeg yður nú hjartanlega fyrir það, og skuluð þjer nú fá í stuttu máli að heyra hvurnin á því stendur, að svona hefur dreigist fyrir mjer að skrifa yður það er þá fyrst að seigja yður að þegar við hjónin vorum búinn að lesa brjef yðar vórum við bæði á einu máli með að þjer víst ættuð meira skilið en það, að jeg drægi yður leingi á nokkrum ómerkilegum línum en svo dróst nú að eingin ferð fjell, jeg var líka altaf í vandræðum að svara yður og er það en, þar sem þjer seigið, festina borgaða

Maðurin min biður hjartanlega að heilsa yður og við bæði óskum yður góðs og gleðilegs, þetta nybirjaða ars forlatið svo alt þetta rugl og klór yðar elsk brdóttur Stefanía

og seigið svo jafnframt að þjer ekki álítið neitt áríðandi fyrir mig að vita verðið, því ekki mun vera að tala um likilin því hann er víst einsog þjer seigið Tíndur og Fjöllum gefinn fyrir laungu, og var það ekki í von um að fá hann að jeg var að seija yður frá honum, heldur í tilliti til verðsins n: hefði seljandi sagt yður hvað festinn í fyrsta kostaði en ekki gáð að að geta þess að likill inn þá fylgdi með, og er það víst, að jeg má, einsog þjer seigið þakka fyrir að jeg hef handsamað festina sjalfa, og það á jeg yður að þakka, en óeðlilegt er það víst ekki að jeg vissi hvurt verð á festinni væri, þar hún er óborguð af minni hendi, en fyrir þjer nú viljið hafa það svo, læt jeg nú þar við standa þar til ef guð lofar mjer að lifa í sumar, að jeg get fundið yður, því til þess lángar mig, líka skal jeg fylgja ráðum yðar með það hafa festina ekki mikið á glámbekk, þá er nú enn eptir aðal orsökinn til að jeg

hef ekki skrifað svona leingi, Kíghóstinn dundi hjer yfir hálfann mánuð af vetri, ekki einúng= is yfir alla þrjá dreingin, heldur rjett allt folkið, hvar á meðal maðurinn minn varð mjög slæmur af honum, og er en, en jeg sjálf hef komist frí af honum og vildi það vel til því á meðan dreíngirnir voru vestir nl: frá því hálf: mán af vetri og frammað Jólum fór jeg aldry úr fötum, því hóstinn var opt vestur á nóttunni, hann mínkaði í öllum nokkuð um tíma en er nú farin að vestna aptur við sendum einusinni eptir með= ölum suður handa dreingonum, en það stóð þá svo illa á fyrir mjer að jeg ekki gat skrifað yður þá, jeg er nú heldur ekki í goðu standi til þess en það kemur af því að jeg hef vont kíli í hægra brjóstinu og þikir mjer vest ef þjer ekki getið lesið þetta klór, litlar eru frjett irnar úr fjósinu snemmbærar var kvíga að fyrsta kálfi og komst hún í 6 merkur, svo jeg hef ekki haft í kaffi rjóma hvað þá smjör en nú um dagin átti sú næsta að bera en

þá átti hún svo bátt með að fæða, að það var komið að því að hún væri leidd út og skorinn en svo fór þó að henni varð hjálpað, en hún er altaf veik síðan og því í mjög lítilli nit svona er jeg nú heppinn þegar taðan var þó til góð, svo á nú ekki að bera fyr en í seinustu viku góu, aðal frjettirnar eru það að fyrir Jólin brá Malla systir mín sjer til að trúlofa sig manni sem Jóhannes heiti Sveinsson hann hefur alist upp hjá Föður þeirra Hjálmholtsbræðra, og svo síðan verið vinnumaður hjá Gísla á Lambastöðum, svo hann er nú búinn að vera hjer í hverfinu í 7ár og þekkum við hann því orðið vel, að öllu góðu hann er hæglætis og reglumaður mesti, og má heita roskinn og ráðinn því hann er 34 ára en Malla aðeins 20 fyrir utan það að hann er að okkar og allra áliti værn maður er hann vel efnaður, hann á í fasteign svosum góða jörð og þartil hefur hann víst lagt töluvert upp það var hvurtveggja að jeg ekki var spurð til ráða í þessu efni fyrir en alt var afgjört enda hafði jeg ekki vitá að sitja útá það fyrir Möllu hönd Til að sætta mig við yður fyrir drottinn á að skrifa fjekk jeg þessi blöð hja systir B. á Kiðjabergi til að senda yður og lángar okkur til að vita hvurt þau ekki sjeu

í metum fyrir elli sakir, og meigið þjer gera við þau hvað þjer viljið

Myndir:12