Nafn skrár: | SteSig-1872-07-05 |
Dagsetning: | A-1872-07-05 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Stefanía var bróðurdóttir Páls Pálssonar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 2414 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | ("stúdent") |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Stefanía Siggeirsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1846-12-03 |
Dánardagur: | 1904-02-17 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Múl. |
Upprunaslóðir (bær): | Saurstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 16/7 72 Hraungerði dag 5 Júli 1872 Elskulegi Föðurbroðir! Hjartans þakklæti fyrir síðast Ferðin heim gekk vel, og öllu leið vel heima, þegar heim var komið var farið að færa frá og fjekk jeg með mesta móti mjólk, þartil að 2 dögum eptir frá færuna, að hjer gerði óttalegt óveður bæði regn og storm, svo mjólkin varð ekki nema liðugur fjórði partur við það sem hún var fyrst en jeg vona nú að þetta legist að nokkru aptur þó aldrey að öllu, Bjarni bróðir kom hjer á Sunnudagin með 30 rd sem hann vildi láta okkur geima þartil í vor komandi að hann huxar uppá Ameríkuferð, en við sögðum honum að eingin ætti að geima þá nema Spari= =sjóðurinn, og fjelst hann á það, og bað mig biðja yður gera svo vel og veita þessum 30 horft eða seiðt, yður á endanum með því._ Meðan við vorum í burtu batnaði túnið otrúlega en eingarnar eru hreint ónytar en, og mýri verður það að líkindum altaf Maðurinn minn biður hjartanlega að heylsa uður með þakklæti fyrir syðast, og því suma biðjum við að skila til húsbænda StSiggeirsdottir |